Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 8
I FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 osliSSUIIU^ Leifshátíð á Eiríksstöðum Leifshátíð var haldin á Eiríks- ætla má að hátt í þúsund manns hygli hátíðargesta. hafi verið á svæðinu á laugardag. Meðal þess sem boðið var upp á var bardagasýning hins íslenska víkingafélags, Rimmugýgis og Þá var boðið upp á ratleiki, gönguferðir, veiði í Haukadals- vatni, fjölbreytt tónlistaratriði ofl. Víkingabúöir Tilgátubarinn á Eiríksstöðum hefur haft mikið aðdráttarafl jýrir ferðamenn í suntar. Myndir GE Reykholtshátíð á fimm ára vígsluafinæli Reykholtskirkju Femir tónleíkar og hátíðarguðsþj ónusta Reykholtshátíð verður haldin a fimm ára vígsluafmæli Reykholts- kirkju helgina 27.-29. júlí n.k. Urvals tónlistarmenn, innlendir sem erlend- ir, koma fram á fernum tónleikum frá föstudegi til sunnudags. Hátíðar- guðsþjónusta verður á sunnudegi kl. 14.00. Herra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti prédikar. A hátíðinni verða flutt vel þekkt og sí- gild verk meistara evrópskrar tón- listarsögu: Beethoven, Schumann, Fauré, Brahms, Liszt, Duparc, Strauss, Sibelius Corelli og Debussy. Tveir þekktir listamenn frá Þýska- landi, sópransöngkonan Lisa Graf og píanóleikarinn Peter Bortfeldt verða sérstakir gestir hátíðarinnar í ár. Einnig koma ffarn Asdís Valdi- marsdóttir, víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, Mich- ael Stirling, sellóleikari, Richard Simm, píanóleikari, Sif Tulinius, fiðluleikari og Steinunn Bima Ragn- arsdóttir, píanóleikari. Reykholtshá- tíð er nú haldin í fimmta sinn. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í upp- byggingu á Reykholtsstað. Góðar viðtökur tónleikagesta og annarra sem að hátíðinni koma em aðstand- endum hennar því mikið gleðiefni. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ár- legur menningarviðburður í héraði, sem marka má af mikilli og vaxandi aðsókn á fyrri hátíðir og afar lofsam- legum umsögnum fjölmiðla og tón- listargagnrýnenda. Velunnarar Reykholts og góðrar tónlistar em boðnir velkomnir í Reykholtskirkju helgina 27. til 29. júlí n.k. til að njóta þess sem í boði verður á Reykholtshátíð 2001 Á opnunartónleikum föstudaginn 27. júlí kl. 21: 00 verður flutt tónlist eftir Beethoven, þ. á. m. "Gleraugna- dúettinn" og píanótríó í c-moll op. 1 nr. 3. Laugardaginn 28. júlí kl. 15:00 flytja sópransöngkonan Lisa Graf og píanóleikarinn Peter Bortfeldt sönglög eftir Schumann, Brahms, Liszt, A kvöldtónleikum sama dag, sem hefjast kl. 21:00, em á efnis- skránni rómantísk verk, þ.á.m. hið þekkta tríó op. 114 í a-moll eftir Brahms, auk verka eftir Liszt, Sibeli- us, Chopin o.fl. Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14:00 sunnudaginn 29. júlí en hátíðinni lýkur með tónleikum, sem hefjast kl. 16:00 þann dag. Flutt verða m.a. La Folia eftir Corelli, Petite Suite eftir Debussy og píanó- kvartett nr.l op.15 í c -moll eftir Gabriel Fauré. Steinunn Bima Ragnarsdóttir, pí- anóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Heimskringla Reykholti ehf. annast framkvæmd hennar á vegum Reyk- holtskirkju. Ymsar upplýsingar um Reykholt og hátíðina er að finna á vefsíðunuin www.reykholt.is og www.vortex.is/festival og hjá Heimskringlu í síma 435 1490. (Fréttatilkynning) Þorsteinn kóngur í Steinaríkinu segir Róberti Amfinnssyni leikara frá því semfrrir augu ber. Síðastliðinn laugar- dag var haldinn safna- dagur á Akranesi þar sem m.a. var kynnt hið nýja og glæsilega safnahús sem opnað var fyrir skemmstu. Til hægri: Gestir bera saman bækur stnar í Hval- fjarðargangasafninu. Myndir: Sók

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.