Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 9
gSÍSSISHöSH FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 9 Það verður líf og fjör á Akranesi laugardaginn 21. júlí. Fjölbreytt afþreying verður í boði auk þess sem margar verslanir og veitingastaðir bjóða upp á ýmis tilboð af þessu tilefni. Jaðarsbakkalaug: Ókeypis verður í Jaðarsbakkalaug allan laugardaginn. Golfklúbburinn Leynir: 50% aflsáttur af vallargjöldum (2 fyrir I) frá kl. 15-19 á laugardeginum og allan sunnudaginn. Háihnjúkur: Kl. 10 leiðir Jón Pétursson þá sem vilja ganga með honum á Háahnjúk. Lagt verður af stað upp frá vatnsbólinu við rætur Akrafjalls. Bylgjulestin: Bylgjulestin rennir svo í bæinn um kl. I I og strax kl. 12 hefst bein útsending fráAkranesi á Bylgjunni. Dagskrá Bylgjulestarinnar hefst kl. 13:30 á bílastæðinu við stjórnsýsluhúsið. Þar verður eitthvað í boði fyrir alla; sprell, leiktæki, Fitness - Subaru hraðaþraut, uppblásið fótboltaspil fyrir 12 manns, hermir og fleira. Paintball - Vítaspyrna: Á Skagaverstúninu verður settur upp völlur fyrir“Paint ball” (Litbolti) og strax eftir að dagskrá Bylgjulestarinnar lýkur gefst gestum kostur á vítaspyrnukeppni, þar sem markverðir meistaraflokks IA standa í markinu. Grillveisla: Verslunin Skagaver býður til grillveislu kl. 16, þar sem leikmenn ÍA grilla ofan í gesti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.