Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 19.07.2001, Síða 10

Skessuhorn - 19.07.2001, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 19.JULI 2001 ^KÉðiunui^ Sumartónleikaröð í Stykkishólmi Fyrirmyndar tón- listarframtak Kröftug tónleikastarfsemi hefur farið fram í Stykkishólmskirkju á líðandi sumri. I kvöld, 19. júlí, er það djasshljómsveitin Dúett Plús sem mun leika blöndu af hefð- bundnum djassi og léttpoppuðu fönki. Dúettinn Plús (sem er í raun kvartett) skipa þau Þóra Gréta Þórisdóttir, söngur, Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari, Birgir Baldursson, trommuleikari, og Þorgrímur Jónsson, kontra- bassaleikari. Hefjast tónleikarnir klukkan 20:30. Það er Efling Stykkishólms, fé- lag atvinnulífsins í Stykkishólmi og nágrenni, sem stendur að sum- artónleikaröðinni. Raunar er þetta sjötta árið í röð sem Efling Stykk- ishólms stendur fyrir sumartón- leikum í nýju kirkjunni, en nú í- samstarfi við kór kirkjunnar. Er Ifamtakið hið besta og fordæmis- gefandi fyrir aðra kaupstaði á Vesturlandi. Að sögn kunnugra mun Stykkishólmskirkja vera ein- staklega gott tónleikahús og hefur yfir að ráða góðum konsertflygli sem píanóleikarinn Jónas Ingi- mundarson valdi á sínum tíma. Markmið Eflingar Stykkishólms var í byrjun að halda vandaða tón- leika að lágmarki tvisvar í mánuði yfir sumarið en ásókn listamanna í að fá að spila er slík að um 8-10 tónleikar eru haldnir á hverju sumri. Listamenn koma víða að og reynir tónleikanefnd að hafa fjöl- breytileika að leiðarljósi við val á þeim. Eru það því bæði innlendir og útlendir, þekktir og óþekktir tónlistarmenn sem fá að troða upp í Stykkishólmskirkju. Um þessar mundir er tónleika- sumar Eflingar Stykkishólms- kirkju hálfnað. Fimm tónleikum er lokið og hafa á þeim komið fram drengjakór, kirkjukór, djassleikar- ar og stúlknakór frá danska ríkis- útvarpinu ásamt orgel-og kontra- bassaleikara. Þá var á síðustu tón- leikum samspil fiðlu og gítars. Næstur á dagskrá í tónleikaröðinni verður Þór Breiðfjörð Kristinsson, söngvari, en hann mun syngja lög úr söngleikjum. Kostnaður við tónleikaröðina er að mestu fjármagnaður með styrkjum og munar þar mest um árlegan styrk frá Alþingi. smh „Við varðeldana voru skátar..." Skátafélag Borgarness hugðist á dögunum halda varðeld sem hluta af endurvakningu félagsins. Það væri ekki í frásögur færandi nema út af því að nú þurfa skátar að fást við allnokkurt skrifræði áður en kveikt er í og skátasöngvar sungnir. Nokkur ár eru síðan virk starf- semi var í Skátafélagi Borgarness en um miðjan síðasta mánuð hugð- ust sex framkvæmdasamir skátar blása lífi í félagið og hefja ung- lingastarf. Hugðust skátarnir halda varðeld við skátabústaðinn Flugu sem félagið á en hann er á útivistar- svæði Borgnesinga, í Einkunnum. Til þess að fá leyfi fyrir varðeld- inum þurftu skátarnir að standa í fimm klukkustunda skrifræði og fyrir hvert skipti sem þeir hyggjast kveikja varðeld í framtíðinni kostar það 1200 krónur. I umrætt skipti styrkti Vátryggingafélag íslands hf. í Borgarnesi íkvekjuna, en þess skal geta að Skátafélagið leitar nú að styrktaraðlium fyrir þjófavarnar- kerfi í skátaskálann vegna mjög tíðra innbrota í skálann - nú síðast ájónsmessu. Skátafélagið vill koma á framfæri þakklæti til velgjörðar- manna sinna, sérstaklega þó til skátaskeytasjóðs sem hjálpaði til við að koma skátaskálanum í viðunandi horf á sínum tíma. Skátafélagið ætlar ekki að láta skrifræðisbáknið buga sig og ætlar um næstu áramót að hefja barnastarf innan félagsins. smh Snvrtilecrt op famirt wnhverfi? 5. júlí 2001 Það er undarlegt og skrítið, að þetta hús og lóð sem stendur ofarlega við Suðurgötuna á Akranesi, skuli ekki hafa fyrir 3 árum síðan fengið Heið- ursverðlaun fyrir snyrtimennsku, og nú í 3 ár sam- fellt. En sú nefiid sem útdeilir slíkum Heiðursskjöl- um, veitir öðrum görðum slíkar viðurkenningar út og suður, óverðskuldað!!!, að auki er bæjarstjóm Akranesbæjar og hennar nefndir og ráð haldin þvrnirósarsvefni hvað fegrun bæjarfélagsins áhrær- ir. En hundeltir einstaklingar sem ekki era í náð- inni, en hleður undir þá sem eru mestir augn- særendur og skapa slysagildrur í ríkum mæli. Eitt lítið dæmi, árið 2000 var skipt um vél í hús- bíl í innkeyrslunni að bílskúrnum við Suðurgötu 124 á Akranesi, var því hrösulegt um að lítast fyrir framan bílskúrinn um tíma, viti menn kom þá ekki heilbrigðisfulltrúi Akranesbæjar líkt og hvítur stormsveipur til að taka myndir, en lét þá lóð og íbúð sem hér fyrr er nefnd eiga sig. Má því segja, að blindur leiðir blindan hvað yfirstjórn Akranes- bæjar áhrærir til fegranar bæjarins. Asmundur Uni Guðmundsson Akranesi ^KeygcirðsIiornið Ef hann bara ekki syngur Fátt er um meira rætt þessa dagana en pólitísku „Stór- höfðasvítuna“ með steina í vasanum með Arna Johnsen í aðalhlutverki. Hagyrðingar voru fljótir að grípa tækifærið og setja saman sínar frétta- skýringar. Þessi er eignuð Hjálmari Frey- steinssyni lækni á Akureyri. Ymsu breytir öldin ný. Er mig kannski að dreyma? Nú er kominn kantsteinn í kartöjlugarðimi heima. Þórarinn Eldjárn er sagður höfundur að þessari. Ami lokaleikinn vann á lífsins peyjamóti: Ur formennskunni fer nú hann með fiilla vasa af gtjáti. Og að síðustu ein sem mun vera eftir Jón Ingvar Jónsson. Ami liðngt langa fingur lætur renna umfé ogglingar hverskyns - nema hvað. Efhann hara ekki syngur er mér sama um það. Knatt- spymaí himnaríki? Tveir gamlingjar, Þorsteinn og Loftur, sátu á bekk í Hljómskálagarðinum og gerðu það sem þeir gerðu á hverjum einasta degi, ræddu um knattspyrnu. Þorsteinn snýr sér að Lofti og spyr: „Heldur þú að spiluð sé knatt- spvrna í himnaríki?“ Loftur hugsar sig um í stutta stund og svarar: „Eg skal ekki segja Steini. En við skulum gera samning. Ef ég dey fyrst skal ég koma og segja þér það, en ef þú deyrð kemur þú til mín og segir mér hvort þeir spili knattspyrnu í himaríki.“ Gömlu mennirnir tókust í hendur til þess að innsigla þennan samning, en sá dapur- legi atburður varð nokkrum mánuðum síðar að Þorsteinn lést. Dag einn skömmu eftir jarðarförina, heyrði Loftur nafn sitt hvíslað þar sem hann sat einsamall á bekknum í Hljómskálagarðinum. Hann leit snöggt í kringum sig og hvíslaði á móti: „Steini! Ert þetta þú?“ „Mikið rétt,“ hvísl- aði andi Þorsteins. Loftur, sem enn var furðulostinn, spurði: „Er þá spiluð knattspyrna á himnum eftir allt saman?“ „Það er nú það,“ svaraði Þor- steinn. „Eg hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa.“ Loftur sagðist vilja heyra þær góðu fyrst og Þorsteinn hélt áfrarn: ,Ja, það er spiluð knattspyrna í himnaríki.“ „Það er aldeilis frábært! Það getur ekki nokk- uð verið svo slæmt að það eyðileggi þessar fréttir,“ sagði Loftur uppveðraður. Þor- steinn andvarpaði og hvíslaði vandræðalega: „Þú átt að vera í marki á föstudag.“

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.