Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 19.07.2001, Side 11

Skessuhorn - 19.07.2001, Side 11
FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 11 ^sáuhu.- Grundarfj örður Aðstaða hafnar- vogar bætt Hafsteimi Garðarsson, hafiiarvörðm; situr hér við hlið Hafimrvogarinnar, í baksýn sést í bílskúrinn sem slökkviliðið notaðist við t áratugi. Hafnarvogin í Grundarfirði hef- ur nú verið endurbætt bæði að utan og innan. Hefur meðal annars verið skipt um glugga og málað, en einnig hefur verið opn- uð aðstaða til austur í átt að bryggju, þar sem áður var rými slökkviliðsins. Nú munu hafnar- verðir hafa útsýni yfir höfnina, en menn gantast með að vogin hafi verið byggð á sínum tíma fremur með áherslu á að útsýni væri gott yfir til kaupfélagskvennanna á móti. Þá hefur gamla slökkviliðs- bílnum verið úthýst en eins og kunnugt er hefur nýverið risið glæsilegt húsnæði slökkviliðsins við Borgarbraut og þar mun nýr slökkviliðsbíll bætast við flotann. Smh Aflabrögð síðustu viku vikan 7. júlí -15. júlí Stykkishólmshöfii Grettir 4.350 1 Botnv. Fönix 1.009 1 Handf. Guðrún 1.035 1 Handf. Heppin 725 1 Handf. Hrísey 1.131 2 Handf. Lára 822 1 Handf. Lilja 783 1 Handf. Lidi vin 2.213 2 Handf. Margrét 783 1 Handf. Snót 2.364 2 Handf. Teista 478 1 Handf. Arnar 6.230 3Krabbag. Garpur 1.310 lKrabbag. Pegron 2.840 2Krabbag. Röst 1.667 1 Net Kristinn Fr. 17.976 1 Rækjuv. Samtals 45.716 Amarstapahöfh Bjössi 854 1 Lína Doffi 1.015 4 Handf. Draupnir 1.343 3 Handf. Dritvík 1.313 3 Handf. Fanney 3.796 2 Handf. Gladdi 1.490 2 Handf. Hvítá 2.336 1 Handf. Jónas Guðm. 8.895 3 Net Már 1.429 2 Handf. Ríkey 89 1 Handf. Salla 2.060 2 Handf. Sigrún 2.602 1 Net Skarfur 2.789 3 Handf. Straumur II 1.110 3 Handf. Sæfari 808 1 Handf. Sælaug 427 1 Handf. Tryggvijóns. 1.417 2 Handf. Ver 3.185 2 Handf. Samtals 36.958 Grundarfj arðarhöfh Garpur 5.270 3Krabbag. Grundfirð. 27.747 2 Net Helgi 31.646 1 Botnv. Hringur 121.298 1 Botov. Ingimundur 65.749 1 Botnv. Klakkur 163.268 1 Flotv. Magnús í Fe. 2.377 2 Lína Már 1.454 1 Lína Pétur Konn 56 1 Lína Röst 1.054 1 Net Sigurbjörg Þ. 6.122 1 Rækjuv. Sóley 48.620 1 Botnv.. Sæfari 1.137 2 Handf. Valdimar 17.021 2 Rækjuv. Samtals 492.819 Akraneshöfn Sturl. H. Bö. 146.530 1 Botnv. Helga María 288.356 1 Botnv. Byr 96 1 Handf. Fagurey 478 1 Handf. Farsæll 272 1 Handf. Gári 540 1 Handf. Pétur 947 3 Handf. Öggur 260 1 Handf. Örnólfur 1.309 2 Handf. Stapavík 10.561 1 Dragn. Felix 526 1 Lína Þura 717 3 Lína Ingunn 1.930.248 1 Nót Víkingur 2.710.262 2 Nót Samtals 5.091.102 Rifshöfh Rifsnes 17.208 1 Botnv.. Bára 3.170 2 Dragn. Fúsi 8.676 1 Dragn. Andri 0 2Gráslepp. Andri 1.800 2 Handf. Bjarni Sig. 2.833 2 Handf. Hrönn 2.453 2 Handf. KáriII 5.334 2 Handf. Kristbjörg 2.068 1 Handf. Leifur 2.853 2 Handf. Ólöf Eva 4.281 2 Handf. Rúna Pétus 695 1 Handf. Sigurborg 2.633 2 Handf. Stormur HF 4.278 2 Handf. Sæhamar 2.188 1 Handf. Bliki 1.835 2 Lína Jóa 1.804 1 Lína Kristinn ÞH 3.096 6 Net Samtals 67.205 segir Keith Kent vallarstjóri á Old Trajford Nýverið voru staddir á íslandi tveir virtustu vallarstarfsmenn Bredandseyja, þeir Keith Kent vallarstjóri Old Trafford í Manchester á Englandi og Eddie Adams vallarstjóri á Old Course í St. Andrews í Skodandi, sem mun vera einn frægasti golfvöllur í heimi. Kapparnir voru á Islandi á vegum Samtaka íþrótta- og golf- vallastarfsmanna á Islandi (SIGÍ). Þeir Eddie og Keith tóku sér ýmislegt fýrir hendur í Islands- heimsókninni og litu meðal annars við á Akranesi til þess að kynna sér aðstæður til fótbolta- og golfiðk- unar þar. Að sjálfsögðu var blíð- skaparveður á Skaganum þegar gestirnir komu og hófust þeir handa við að líta á knattspyrnu- völlinn sem vakti mikla hrifningu enda í umsjá ekki ómerkari manns en Aka Jónssonar. „Knattspyrnu- völlum á Islandi er ekki eins vel við haldið og í Bretlandi en þá er ég ekki að gera lítdð úr vallarstjór- unum á nokkurn hátt. Þeir vinna ffábært starf og reyna af ffemsta megni að kljást við þau erfiðu veð- urskilyrði sem hér eru,“ sagði Eddie í samtali við blaðamann Skessuhorns. „Mikið hefur verið spilað á þeim völlum sem ég hef séð og Akranesvöllurinn er áber- andi bestur af þeim. Hér er grasið mjög þétt og það má kannski geta þess að hér er mikið af grasi sem við teljum til illgresis í Bretlandi. Það virðist hins vegar þrífast mjög vel hér.“ Keith segir að það muni miklu að hafa stúku fyrir 68 þús- und manns. „Stúkan á Akranesi tekur um 600 manns en hjá okkur nær hún allan hringinn þannig að innan hennar skapast sérstakt loftslag. Þar er skjól og sólin skín ekki beint á völlinn nema örsjald- an. Islenskir vallarstjórar eru mjög viðkunnanlegir og hæfir menn og vellimir þeirra endurspegla það. Eg var mjög hrifinn af vellinum ykkar hér.“ Lélegnr leikur Fram og KR Þeir Eddie og Keith sáu auk Akranesvallar, Arbæjarvöll, KR- völlinn í Frostaskjóli og Laugar- dalsvöll. Þeir fylgdust með leik KR og Fram og þótti Keith ekki mikið til hans koma enda álit flestra að leikurinn hafi verið með þeim verri á tímabilinu. „Andrúmsloftið var mjög undarlegt og öðmvísi. Það var svo afslappað þótt áhorfendur hefðu verið vel með á nótunum. Konan mín og ég sátum þama á- samt um 2000 öðmm en það er mjög fátt miðað við þá 68 þúsund áhorfendur sem maður er vanur að sjá á Old Trafford! Þetta var fín til- breyting og það var upplifun út af fyrir sig að sólin skein í augun á manni klukkan tíu að kvöldi.“ Spilaði golf í fyrsta skipti Keith og Eddie héldu á Garða- völl af Akranesvelli og þar léku þeir nokkrar golfholur auk þess sem þeir snæddu hádegisverð í klúbb- húsi Leynis. Þetta var í fýrsta skipti sem Keith mundaði golfkylfu en Eddie var öllum hnútum kunnugur og leist honum vel á aðstæður. Heimsókninni lauk á Byggðasafn- inu þar sem boðið var upp á hákarl og harðfisk. SÓK Miklum endurbótum á Hlöðum lokið Sælureitur í sumarleyfisparadís Síðastliðin tvö ár hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við félags- heimilið Hlaðir á Hvalfjarðar- strönd. Hlaðir em í eigu Hvalfjarð- arstrandarhrepps sem hefur lagt mikið undir til að koma húsinu í gott horf en að sögn Búa Vífilsson- ar formanns húsnefhdar fóm tæp mtmgu prósent af tekjum hrepps- ins á síðasta ári í endurbætur húss- ins. Félagsheimilið hefur verið málað að innan og utan og ýmsar fleirí endurbæmr gerðar, m.a. hvað varð- ar brunavamir og öryggismál. Um- hverfi félagsheimilisins hefur einnig verið stórlega lagfært og út- búið rúmgott tjaldsvæði. Þá vom einnig gerðar ýmsar endurbæmr á sundlauginni og umhverfi hennar og til að allar öryggskröfur væm uppfýlltar fóru allir sundlaugar- verðir á námskeið og hafa hlotið til- skilin réttindi. Fyrir rúmum áratug var Hlaðir eitt vinsælasta danshús Vesturlands þegar sumarböllin vom og hém en eftir að þau liðu undir lok hafa á- herslurnar breyst og nú er fyrst og fremst verið að stíla inn á að leigja félagsheimilið út til hópa fyrir ættt- armót, árshátíðir og hverskonar mannfagnaði. Þá er sundlaugin opin alla daga yfir sumarið og fara vinsældir hennar ört vaxandi að sögn Búa.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.