Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 an£NUIlu>. Aftur komin hringsjá í Svignaskarð Nýlega var vígð hringsjá á Fróð- húsaborg í Svignaskarði. Atvikið er sérlega merkilegt íyrir þær sakir að hér er um að ræða nokkurs kon- ar endurgerð hringsjár sem stolið var fyrir einum níu árum síðan eða árið 1992. Hina upphaflegu hring- sjá hannaði Jón J. Víðis, landmæl- ingamaður, en því verki lauk hann í nóvember árið 1952 og Ferðafé- lag Islands lét reisa hringsjána sumarið 1953. Jakob Hálfdánar- son, tæknifræðingur og skífugerð- armaður Vegagerðarinnar, vann verkið í þetta sinn eftir gömlu teikningunni. Stöpull hring- sjárinnar er steinsteyptur og skífan er úr krómhúðuðum kopar. Björg Karitas Jónsdóttir var ein þeirra sem lagði hönd á plóginn til þess að endurgerð hringsjánnar gæti orðið að veruleika. „Eg sat í hreppsnefnd Borgarhrepps þegar gamla skífan hvarf og okkur þótti það mjög miður þar sem henni fylgdi fróðleikur og hún var menn- ingarauki. Gerð var ítarleg leit að henni bæði af heimamönnum og starfsmönnum Vegagerðarinnar en hún fannst aldrei. Menn veltu því mikið fyrir sér hverjum dytti í hug að stela svona skífu og hvers vegna en við fundum það út að í henni var kopar og kannski hefði verið hægt að gera eitthvað við hann.“ Björg segir að sér hafi fundist tími til að taka verkefnið upp þeg- ar hún tók við menningarmála- nefnd. „Við í nefndinni ákváðum að fá nýja skífu og í samvinnu við Ferðafélag Islands og Vegagerðina unnum við að því að fá skífuna endurgerða. Við erum afskaplega ánægð með að hún er kominn á sinn upphaflega stað og eins með það að Vegagerðarmenn hafi drif- ið í að laga bílastæði og gera göngustíg að skífunni fyrir Borg- firðingahátíðina sem haldin var á dögunum. Nú er auðvelt að ganga upp að hringsjánni en þar er víð- sýnt og skemmtilegt. Einnig vil ég koma þakklæti til Skúla Kristjóns- sonar í Svignaskarði fyrir að vilja fá skífuna þarna aftur því henni fylgir töluverður umgangur og hún er staðsett svo gott sem við bæjardyrnar hjá honum.“ SÓK Líkbíllinn skiptir um eigendur Björgunarsveitin Brák afhendir Útfararþjónusunni líkbílinn. Frá vinstri: Bjami Þor- steinsson formaður Björgunarsveitarinnar Brák, Hreggviiur Hreggviðssoji og María Jóna Einarsdóttir starfsmenn Útfararþjónustu Borgarfjarðar, Atna Einarsdóttir fi-omað- ur sóknamefndar Borgameskirkju og Guðrún Kristjánsdóttir gjaldkeri björgtmarsveitar- innar. Mynd: GE Útfararþjónusta Borgarfjarðar hefur keypt líkbíl af Björgunar- sveitinni Brák í Borgarnesi. Björg- unarsveitin hefúr rekið líkbíl síð- astliðin 25 ár og selt Útfararþjón- ustunni þessa þjónustu hin síðari ár. Framvegis munu starfsmenn Útfararþjónustunnar sjá um rekst- ur líkbílsins. GE Heimajarðgerð Eyrarsveitar A vefi Eyrarsveitar er nú leitað eftir um 30 fjölskyldum til að taka þátt í tilraunaverkefni um heima- jarðgerð. Hefur Eyrarsveit fest kaup á um 30 sérstökum jarðgerð- artönkum, sem ætlunin er að fjöl- skyldurnar fái til umráða, en áður hafa t.a.m. Borgarbyggð og Akra- nesbær staðið fyrir svipuðum verkefnum. Felst verkefnið í að flokka lífrænt sorp sem til fellur á heimilinu og jarðgera það í tönk- um í stað þess að fleygja því í ruslatunnuna ineð hinu sorpinu. A vefnum kemur fram að þannig megi minnka verulega það sorp- magn sem sent er til urðunar frá heimilum, auk þess sem með hinu lífræna sorpi megi búa til svokall- aða moltu sem sé jarðvegsbætir með hátt áburðargildi. smh Ingvar Helgason hf. Toyota Hekla Brimborg 5 b&l . : 00.—=, Suzuki Ræsir Bilheimar^J| JÖfUr MÁLA BÆINN RAUÐAN, EÐA í HVAÐA UT SEM Kl VILT r-l BRYNjOLFUR O. EiNARSSON málari GSM: 894 7134 Heimasími: 435 1447 Lundi II - Lundarreykjadal -311 Borgarnesi O HAUKS Sími 437 1125 SENDIBÍLL með lyftu Þorsteinn Arilíusson, Borgarnesi Símar: 861 0330 og 437 1925 Tek að mér alla alhliða flutninga. & Einangrunargler * Öryggisgler * Speglar Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn GLER s ÖLLIN Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 Búsáhöld Gjafavara ¥ Leikföng Verslið við heimamenn. VÖRUFLUTNINGAR VESTURLANDS ehf Sólbakka 7-9 S; 437 2030 - Fax: 437 2243 Afgreiðsla í Reykjavík: Vöruflutningamiðstöðin. JÁRNSMÍÐAR skarði9VarSSOn ÖRMERKINGAR Lundarreykjadal s“£S18 Sími/Fax 435-1391 - ,.u Netfang: skard@aknet.is Ormerki hross. w__________ GÓÐ TÆKITRYGGJA S. 437-2020 / 696-6801 Brákarbtaut 20 - Botgamesi Þorbergur Þórðarson Heiðargerði 3, Akranesi 431 1835 / 855 0553 og 696 8535 845 9312 431 1110 Vesturgötu 14 * Akranesi Simí; 430 3460 • farsími: 893 6975 Sréfsimi: 430 3666 Útfararstjóri: Símar: Símboði: Fax:

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.