Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 19.07.2001, Síða 14

Skessuhorn - 19.07.2001, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 joOsunu.^. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR w Um hundrað vestlenskir keppendur á Landsmóti á Egilsstöðum Agætur árangur í mörgum greinum Gull í badminton, glímu og íþróttum fatlaðra_ Landsmótssveit HSH við setningarathöfnina. Landsmótssveit UDN. Hluti landsmótshóps UMSB Körfuknattleikslið HSH varð f fjórða sæti þrátt fyrir að mæta með aðeins sex manna hóp. Myndir: Myndsmiðja Austurlands og Veronika Sigurvinsdóttir. Landsmót Ungmennafélags íslands, hiö 23. í röðinni, var hald- iö á Egilsstöðum um síðustu helgi. Mótið fór vel fram í alla staði að sögn framkvæmdastjórans Ingi- mundar Ingimundarsonar úr Borg- arnesi, en hann var einmitt for- maður landsmótsnefndar á síð- asta landsmóti en það var í Borg- arnesi 1997. Héraðssamböndin þrjú á Vestur- landi, Ungmennasamband Dala- manna, Ungmennasamband Borgarfjarðar og Héraðssam- bands Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu, sendu öll harðsnúið lið til keppni t hinum ýmsu íþrótta- greinum. Borgfirðingar voru fjöl- mennastir Vestlendinganna og sendu 70 manna sveit á mótið. UMSB átti keppendur í fiestum greinum frjálsra (þrótta, badmint- on, körfuknattleik, bridds, íþróttum fatlaðra, hestaíþróttum, sundi og Guðmundur Ingi Einarsson náði frá- bærum árangri í íþróttum fatlaðra. starfsíþróttum. Bestum árangri Borgfirðinga náði badmintonsveitin sem hlaut gullverðlaun á mótinu. Sveitina skipuðu Diphu Gosh, Geir Sævar Geirsson, Óli Þór Birgis- son, Sigríður Bjarnadóttir, Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir og Guðlaug- ur Andri Axelsson. Frjálsíþróttamenn UMSB voru oft nærri verðlaunapallinum en sá eini sem náði alla leið var Gauti Jó- hannesson sem hafnaði í 2. sæti í 5000 metra hlaupi. Hann varð einnig í 3. sæti í 1500 metra hlaupi og í því fjórða í 800 m hlaupi. Sig- urkarl Gústafsson varð í 4 sæti í 400 m hlaupi. Borgfirðingar í blfðunni á Egiisstöðum. i sundinu náði Sigurður Guð- mundsson bestum árangri Borg- firðinga en hann varð í 2. sæti í 200 m bringusundi. Þá varð Boð- sundsveit UMSB í 3. sæti í 4 x 100 m fjórsundi. Guðmundur Ingi Einarsson var eini keppandi UMSB í íþróttum fatlaðra og náði glæsilegum ár- angri, varð í 1. sæti í langstökki og 2. sæti í 60. m. hlaupi. í hestaíþróttum varð Heiða Dís Fjeldsted frá UMSB í í 5. sæti. Körfuknattleiksliðið varð í 7. sæti og briddsliðið í því níunda. í starfsí- þróttum náðu þeir Lárus Pétursson og Sveinbjörn Eyjólfsson bestum árangri Borgfirðinga. Lárus varð í fjórða sæti í dráttavélaakstri og Sveinbjörn í því fjórða í starfs- hlaupi. Fámennt körfulið HSH sendi sextán manna lið á landsmótið og náði körfuknatt- leiksliðið bestum árangri. Körfuknattleiksmennirnir urðu í fjórða sæti eftir naumt tap gegn HSV í leik um bronsverðlaun. Það gerir árangur körfuboltamann- anna enn glæsilegri að þeir höfðu einungis sex manna hóp á mót- inu, þ.e. aðeins einn skiptimann. Af frjálsíþróttamönnum Snæ- fellinga náðu þeir Geirmundur Vilhjálmsson og Benjamín Hall- grímsson bestum árangri. Geir- mundur varð fjórði í kúluvarpi og í sjöunda sæti í spjótkasti en Benjamín varð í 4. sæti í 100 m. hlaupi. í starfsíþróttunum náði Kjartan Páll Einarsson bestum árangri Snæfellinga en hann vann silfur- verðlaun í starfshlaupinu. Gull í glímunni Dalamenn mættu með fjórtán manna sveit á landsmót til keppni [ frjálsum íþróttum, glímu og bridds. Bestum árangri náði glímudrottningin Svana Hrönn Jóhannesdóttir sem sigraði í kvennaflokki. í frjálsum íþróttum náði Jósef Magnússon góðum ár- angri í langhlaupunum. Hann varð í fjórða sæti í 5000 m hlaupi og 1500 m hlaupi og í því sjö- unda í 800 m hlaupi. Hinn ungi og efnilegi frjálsíþróttamaður Helgi Guðmundsson varð í fimmta sæti í hástökki og sjötta sæti í lang- stökki en þess má geta að hann er aðeins sextán ára gamall. Þess má að lokum geta fyrir þá sem vilja skoða myndir af lands- mótinu að þeir geta farið inn á vef Myndsmiðju Austurlands, www.mynd.is. GE Svana Hrönn Jóhannesdóttir glímu- drottning. Lottómót á Akranesi Um helgina fór fram Lottó-Bún- aðarbankamótið í knattspyrnu á Akranesi, en þar mæta til keppni strákar f 7. flokki. Tæplega 800 drengir mættu á mótið en að með- töldum, þjálfurum, foreldrum, dómurum og öðrum er talið að um 1300-1500 manns hafi verið á mótinu. Veður var með besta móti alla helgina en á síðasta ári riðl- aðist Lottómótið töluvert vegna veðurs. Framkvæmd og skipu- lagning mótsins þóttu einnig vera með ágætum en foreldrar strák- anna í ÍA áttu stóran þátt í því. Bestum árangri Skagamanna náðu strákarnir í C-liði en þeir höfnuðu í öðru sæti eftir að hafa tapað fyrir Víkingum í æsispenn- andi leik. SÓK Sigurvegarar C - liða, ÍA

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.