Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 15
§SÍSStíII©2N FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 15 Það er spuming??? Fybistþú með ípróttum? Halldór ÓIi Gunnarsson: - Já tfieð fótbolta og kötfubolta. Egfer á vóllinn og held með IA og Skalltlgrími. Þorvaldur Bjarki Blængsson: - Já, égjylgist með Skallagrími í körfttholta. bæði í sjónvarpi og á vellinmn. Guðrún Fjeldsted: - Egjylgist sérstaklega með hestaíþróttum, en líka með fótboltanum og kórfuboltanum. Helga Halldórsdóttir: - Já égfylgist með íþróttirm í sjónvarpi og útvarpi, og þá körfu. fótbolta, fijálsnm. sitndi. badmintoni ogforvndumú. Þorsteinn Gunnlaugur Erlendsson: - Egfer á völlinn áfótbolta- og körfuknattleiki. Ólöf Geirsdóttir: - Já, égfylgist með frjálsttm og kötftbolta í sjónvarpinu. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Skagamenn í annað sætið á ný Þrjú stig í þrautleiðinlegum leik Fimleikafélag Hafnarfjarðar - íþróttabandalag Akraness: 1- 0 Leikur Skagamanna og FHinga í Kaplakrika síðastliðið sunnudags- kvöld var einhver sá leiðinlegasti í úrvalsdeildinni í sumar. Leikurinn byrjaði samt sem áður vel og gaf fögur fyrirheit en strax á annarri mínútu áttu Skagamenn ágæta sókn þar sem Ellert Bjömsson brunaði upp hægri kantinn og sendi fyrir á Kára Stein sem náði ekki til boltans. Ellert var aftur á ferðinni tveimur mfnútum síðar með góða sendingu fyrir markið og þar var Hjörtur Hjartarson sem svo oft áður réttur maður á réttum stað og skoraði af öryggi. Þetta var ní- unda mark Hjartar í deildinni í sum- ar og trónir hann á toppi marka- skoraralistans en næsti maður er með fimm mörk. Eftir markið var fátt sem gladdi augað í fyrri hálfleiknum. Hvorugt liðið náði að byggja upp spil og sóknartilraunir voru fumkenndar og segja má að önnur hver send- ing, að minnsta kosti, hafi mis- Ellert Björnsson í einum af sínum ágætu sprettum á hægri kantinum heppnast. Ellert komst tvívegis í á- gætt skotfæri með stuttu millibili en í bæði skiptin kaus hann að reyna að finna Hjört sem var vel valdað- ur og sendingin átti ekki mikinn möguleika á að ná til boltans. Það má reyndar segja það um fleiri miðjumenn Skagans að þeir voru Skallarnir á sigurbraut Eftir brösótt gengi í fyrri hluta móts virðast Skallagrímsmenn vera að rétta úr kútnum í 2. deild- inni. Á föstudaginn sl. komu Sel- fyssingar í heimsókn með 15 stig í farteskinu eða sjö stigum fleiri en Skallarnir. Var þetta fyrsti leikur- inn ( seinni umferð mótsins en í Valdimar Sigurðsson, spilandi þjálfari Skallagríms, skoraði bæði mörkin í góðum sigri á Selfyssingum. fyrri umferðinni í innbyrðisviður- eigninni höfðu Selfyssingar sigr- að 2-0. Náðu Skallarnir nú að koma fram hefndum og sigruðu sanngjarnt, 2:1. Léku heimamenn gegn strekk- ingsgjólu í fyrri hálfleik og léku á- gætan varnarleik. Höfðu Selfyss- ingar undirtökin í hálfleiknum en Skallagrímsmenn sköpuðu sér þó nokkur færi með skyndisóknum. Um miðjan fyrri hálfleik myndaðist glufa í varnarmúr Skallanna og miðjumaður Selfyssinga náði að stinga sér á milli leikmanna heimaliðsins. Afgreiddi hann góða sendingu innfyrir vörnina á snyrtilegan hátt fram hjá Birni markverði. í síðari hálfleik náðu Skalla- grímsmenn fljótlega góðum tökum á leiknum og náðu að jafna fljót- lega í byrjun hálfleiksins. Tók þá Valdimar Sigurðsson hornspyrnu frá hægri, með vinstri, og hugðist snúa honum inn að marki Selfyss- inga. Það tókst með slíkum ágæt- um að knötturinn snérist með vind- inum og uppundir þverslá í fjær- hornið. Stuttu síðar átti Sigurður Már Harðarson hörkuskot sem hafnaði í þverslá og fór þaðan nið- ur í jörðina. Vildu margir meina að boltinn hefði klárlega farið inn fyrir línuna en dómarar voru því ekki sammála. Sigurmarkið kom síðan nokkru seinna þegar Hilmar Há- konarson braust upp vinsti kant- inn, náði ágætu skoti á markið sem markvörðurinn náði ekki að verja betur en svo að frákastið datt beint fyrir fætur Valdimars sem skoraði af öryggi. Var þetta góður sigur Skallagrímsmanna og lyfti þeim upp í miðja deild. Næsti leik- ur þeirra verður í kvöld á Varmár- velli gegn Aftureldingu. smh Þriðji sigur Bruna í röð Bruni tók á móti Fjölni í þriðju deildinni á mánudagskvöldið. Fyr- ir leikinn var Fjölnir í öðru sæti rið- ilsins en Bruni í því þriðja, stigi á eftir Fjölni. Með sigri gat Bruni því komist í annað sætið. Bruna- menn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 1-0 snemma í ieiknum og var þar að verki Sigurjón Jónsson. Nokkrum mínútum síð- ar var brotið á Sveinbirni Hlöðverssyni innan teigs og víta- spyrna því dæmd. Sveinbjörn tók spyrnuna sjálfur en hafði ekki heppnina með sér og brenndi af. Sveinbjörn átti þó eftir að þæta fyrir þessi mistök. í upphafi síðari hálfleiks kom Sveinbjörn Bruna í 2-0 og staðan orðin vænleg fyrir Bruna. Slæmur tíu mínútna kafli hjá Bruna um miðjan hálfleikinn hleypti Fjölnismönnum inní leik- inn og á þessum kafla skoruðu þeir tvö mörk og staðan skyndi- lega orðin jöfn. Leikurinn var í járnum allt til enda en svo fór á endanum að margumræddur Sveinbjörn skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-2, Bruna í vil. Við þennan sigur skaust Bruni í ann- að sætið, tveimur stigum á undan Fjölni. Næsti leikur Bruna er gegn toppliöi HK á þriðjudaginn í Kópavogi. HJH of bundinr af því að leita að Hirti í sókninni, og gott ef þeir reyndu að hringja í gemsann hjá honum áður en þeir reyndu skot upp á eigin spýtur. Vissulega hefur Hjörtur sýnt svo um munar að hann er vandanum vaxinn í framlínunni en engu að síður er nauðsynlegt að brjóta sóknarleikinn aðeins upp því eins og gefur að skilja er Hjörtur gjarnan í strangri gæslu. FH-ingar fengu kjörið tækifæri til að jafna á átjándu mínútu þeg- ar fremur slakur dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, dæmdi væg- ast sagt umdeilda vítaspyrnu. Það kom ekki að sök því Ólafur Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og varði og sjálfsagt eru ekki mörg dæmi um að markmaður í efstu deild hafi varið þrjár vítaspyrnur í röð. Síðari hálfleikur var lítið betri en sá fyrri. Lítið var um færi en hark- an var umtalsverð. FH-ingar komust oft og tíðum upp með ó- þarfa brot og á köflum var um hálf- gerð slagsmál að ræða. Sá þáttur náði hámarki þegar Hörður Magn- ússon varamaður FH-inga sló til Hjálms Dórs Hjálmssonar á lokamínútunum. Besta færi síðari hálfleiksins átti Baldur Aðalsteins- son þegar hann skallaði í þver- slána þegar þrjár mínútur voru eft- ir af leiknum. Skagamenn voru í heild sterkari aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn þótt þeir hafi sýnt skemmti- legri tilþrif í flestum öðrum leikjum sínum í sumar. Fremstir meðal jafningja voru varnarjaxlinn Gunn- laugur Jónsson sem hefur án efa verið einn allra besti leikmaður deildarinnar það sem af er og Ó- lafur markmaður sem eflist við hverja raun og er öryggið uppmál- að á milli stanganna. Nýliðarnir tveir, þeir Ellert og Hjálmur Dór stóðu báðir vel fyrir sínu og þeir eiga vafalítið eftir að eflast enn frekar með aukinni leikreynslu. Þrátt fyrir að leikurinn í Kaplakrika hafi ekki verið bráð- skemmtilegur, eins og fyrr segir, skilaði hann þremur dýrmætum stigum í pottinn fyrir Skagamenn sem með sigrinum tilltu sér ( ann- að sæti deildarinnar. Með frammistöðu sinni í fyrri hluta mótsins verðskulda þeir svo sannarlega að vera í toppbarátt- unni og verður fróðlegt að fylgj- ast með framhaldinu. GE Molar Skagamenn mæta Fram á Laugar- dalsvellinum í 16 liða úrslitum bikar- keppni KSÍ á sunnudaginn. Skaga- menn eiga harma að hefna en ÍA er eina liðið sem hefur tapað fyrir Fram í deildinni á þessu tímabili. Síðast mættust þessi lið í bikarnum 1996, einmitt í 16 liða úrslitum. Þann leik sigruðu Skagamenn örugglega 3-0 og urðu svo bikarmeistarar um haustið með sigrí á ÍBV í úrslitaleik eins og stuðningsmönnum ÍA ætti að vera í fersku minni. í leik FH og ÍA á sunnudaginn mátti oft ekki miklu muna að uppúr syði á meðal leikmanna. Leikurínn var harð- ur og mikið um pústra. Flestir eru sammála um að þetta sé bara hluti af leiknum og oft prýðisskemmtun fyrir áhorfendurað sjá leikmenn með mik- ið keppnisskap. Hörður Magnússon, leikmaður FH, sýndi þó sjálfum sér, FH-liðinu og andstæðingum sínum mikla óvirðingu eftir að leiknum var lokið. Einn leikmaður ÍA ætlaði að þakka Herði fyrir leikinn, eins og jafn- an er gert þegar lelkmenn ganga útaf vellinum í leikslok, þegar Hörður gerði nokkuð sem enginn hefði getað átt von á. í þann mund sem leikmað- ur ÍA og Hörður takast í hendur snýt- ir Hörður sér framan í andlit leik- manns ÍA. Sem betur fer voru menn fljótir að ganga í milli því, eins og gef- ur að skilja, var leikmaður IA ekki sáttur við þessa framkomu. Bruni vann sinn annan leik í röð á föstudaginn þegar að þeir sigruðu Úlfana á útivelli 3-1. Úlfarnir voru fyrrí til að skora en Brunamenn svöruðu með þremur mörkum. Hannes Guð- mundsson, Sveinbjörn Hlöðversson og Davíð Búason skoruðu mörk Bruna. Hálfdán Gíslason verður líklega frá í 6-8 vikur vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum gegn ÍBV í síð- ustu viku. Fyrsta skoðun benti til að liðband í nára hefði slitnað. Sams- konar meiðsli héldu Hálfdáni frá nán- ast allt sumarið 1999. Sturlaugur Haraldsson er enn trá vegna þrálátra bakmeiðsla. Ekki er vitað hvenær Sturlaugur verður klár í slaginn á nýjan leik en vonir standa þó til að það verði innan skamms. Á nýafstöðnu Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um síðustu helgi tefldu Borgfirðingar fram öflugu liði ( starfsí- þróttum. Meðal annars áttu þeir yngsta keppandann í tveimur grein- um, Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur, sem keppti í jurtagreiningu og að leggja á borð. í dráttavéiaakstri voru tveir kepp- endur frá UMSB. Lárus Pétursson á Hvanneyri varð í fjórða sæti en fé- lagi hans Haukur Júlíusson hafnaði í einu af neðstu sætunum. Þess má gera að Haukur er einn af mönnun- um á bak við Búvélasafnið á Hvann- eyri og skýra menn slakan árangur hans á landsmóti með því að hann sé ekki vanur að fást við dráttavétar sem framleiddar eru eftir miðja síðustu öld. HSH og UMSB voru með sameigin- legar tjaldbúðir á mótinu á Eglisstöð- um og tókst þessi vestlenska sam- vinna vel. Hvort þetta er upphafið að sameiningu héraðssambandanna skal hinsvegar ósagt látið. HH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.