Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 26.07.2001, Qupperneq 1

Skessuhorn - 26.07.2001, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 30. tbl. 4. árg. 26. júlí 2001 Kr. 250 í lausasölu Hyrnutorgi - 430 2200 - versiun@blensk.is ■e___________________________________ Akranes og Innri- Akraneshreppur út af kortinu Munu ekki eiga kost á byggðastyrkjum vaja banna bensín- flutninga I kjölfar óhapps í Hvalíjarðar- göngunum þar sem bensín lak úr eldsneytisflutningabíl hefur bæj- arráð Akraness samþykkt álykt- un þar sem lögð er áhersla á að eldsneytisflutningar um göngin verði bannaðir með öllu. I álykt- uninni segir orðrétt: „Bæjarráð ítrekar samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 14. september 1999 þar sem lagt er til að flutningur á olíum og bensíni um Hvalfjarð- argöng verði bannaður. Sam- kvæmt umferðarlögum er lög- reglustjóra heimilt að að banna flutning hættulegra efna um jarðgöng ef ástæða þykir tdl. Bæj- arráð bendir á nýlegt atvik þar sem bensín lak í Hvalfjarðar- göngunum með augljósri hættu fyrir vegfarendur." GE Svo gæti farið að Akraneskaupstað- ur og Innri- Akraneshreppur yrðu teknir af svokölluðu byggðakorti fyrir Island og myndu þessi sveitarfélög á- samt fyrirtækjum á þessu svæði því ekki eiga kost á byggðastyrkjum í ffamtíðinni. Svo mun verða ef tillög- ur eftírlitsstofnunar EFTA (ESA) þar að lútandi ná ffam að ganga. Að sögn Kristjáns Skarphéðins- sonar, skrifstofustjóra byggðamála í iðnaðarráðuneytinu, hefur Evrópu- sambandið sett ríkisstyrkjum mjög þröngar skorður og geta ekki öll svæði fengið slíka styrki og fer það m.a. eftír þéttleika byggðar. „Ef íbúar eru færri en 12,5 á fer- kílómetra þá getur það svæði notið byggðastyrkja. Eldra byggðakort frá 1996 var miðað við kjördæmaskipan- ina sem er að falla úr gildi og því þurffi samþykki efrirlitsstofnunar- innar fyrir nýju byggðakortí. Við lögðum til að miðað yrði við nýju kjördæmin en ESA fannst það vera of stórt svæði. Því var ákveðið að skipta þessu niður miðað við sveitar- félög sem þýðir að Akranes telst vera of þéttbýlt til að njóta byggða- styrkja," sagði Kristján. Að sögn Kristjáns var höfuðborg- arsvæðið eina svæðið sem ekki gat notið byggðastyrkja samkvæmt eldra kortinu en auk Akraneskaupstaðar og Innri- Akraneshrepps detta Reykjanesbær, Sandgerðishreppur, Gerðarhreppur og Vatnsleysu- strandarhreppur út af byggðakort- inu. Kristján sagði umdeilanlegt hvað ætti að teljast til byggðastyrkjar og nefndi m.a. lán frá Byggðastofnun sem bera lægri vexti en á almennum markaði sem dæmi. „Bréf barst í júní til ráðuneytisins þar sem þessi tillaga ESA var kynnt og við sendum bréf til baka þar sem þessari niðurstöðu var mótmælt. Við álítum að Akranes og Innri-Akranes- hreppur tilheyri ekki sama atvinnu- svæði og sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu þrátt fyrir göngin. Venju- legur verkamaður getur ekki búið upp á Akranesi og unnið í Reykjavík vegna þess kostnaðar sem það hefur í för með sér. Það er því ekki hægt að segja að göngin leiði til þess að þetta sé orðið eitt atvinnusvæði. Einnig bentum við á mikilvægi Akraness fyrir Vesturland í heild,“ sagði Krist- ján. Kristján sagðist vera nokkuð bjart- sýnn á að Akranes og Inrri-Akranes- hreppur yrðu áfram inni á byggða- kortinu. „Eg tel að við höfum fært sannfærandi rök fyrir að svo ætti að vera. Við bíðum svars frá ESA og á ég von á þvi að það berist núna fyrir mánaðamótin,“ sagði Kristján Skarphéðinsson. K.K. Upplýst um íjölda innbrota í einu lagi Lögreglan á Akranesi, í sam- vinnu við lögregluna í Borgar- nesi, upplýsti fyrir fáum dögum fjölda innbrota á einu bretti. Við húsleit sem gerð var á heimili á Akranesi í síðustu viku fannst talsvert af þýfi. I kjölfarið voru handteknir fimm einstak- lingar á aldrinum 16 - 18 ára og við yfirheyrslur yfir þeim voru upplýst innbrot í 8 sumarbústaði í Svínadal og Skorradal sem framin voru um miðjan mánuð- inn. Einnig upplýstust innbrot í þrjú félagsheimili á Akranesi og í næsta nágrenni sem framin voru í lok síðasta árs og fjöldi annarra innbrota í bifreiðar og fyrirtæki á Akranesi á tímabilinu janúar til júní í ár. Að sögn lögreglunnar á Akranesi teljast málin að mestu upplýst. GE Kirkjan á Borg endurbyggð Umfangsmiklar endurbætur eru hafhar á kirkjunni á Borg á Mýrum. Kirkjan var vígð árið 1880 og er ein af elstu kirkjum héraðsins. Henni hefur alla tíð verið vel við haldið en komið hafði í ljós að burðarviðir Náttúruvemd- arlög brotin í nýjum þjóðgarði Komið hefur í ljós að losun úr- gangs ffá fiskvinnslu á sér stað á víðavangi í hinum nýja þjóðgarði undir jökli. Heilbrigðisfulltrúi hyggst láta rannsaka málið og segir þetta vera brot á náttúru- vemdarlögum. Sjá bls 3 vora orðnir illa farnir af fúa og því þótti nauðsynlegt að grípa til að- gerða. Til að hægt sé að endurnýja burðarviði og styrkja er nauðsyn- legt að rífa alla klæðningu af veggj- unum. Akveðið var að nota þetta tækifæri til að koma kirkjunni í upprunalegt horf en hún var í upp- hafi klædd stafklæðningu með list- um. Síðar var hún klædd með báru- járni og forskalað yfir það og síðast er hún klædd með stálklæðningu. Það er því töluverð vinna að af- klæða kirkjuna ef svo má að orði komast. Einnig verður skipt um glugga og gerðar verða umtalsverðar end- urbætur að innanverðu, meðal ann- ars skipt um gólf og gerðar ýmsar aðrar lagfæringar. Þótt kirkjan verði endurgerð í Stefán Olafsson kirkjsmiður og Þorbjöm Hlynur Aniason sóknarprestur sem næst upprunalegri mynd er ekki ætlunin að færa hana á upp- runalegan stað en hún stóð fyrst á bæjarhlaðinu og vísuðu dyrnar til norðurs, gengt bæjardyrum. Kirkj- an var síðan færð fýrir rúmum fjörutíu árum og henni snúið þannig að dyr vísuðu í suður móti Borgarvogi. Endurbæturnar eru unnar á veg- um sóknarnefndar í samvinnu við húsfriðunarnefnd ríkisins en verkið annast SÓ húsbyggingar. Verkinu á að ljúka á þessu ári. Þess má að lok- um geta að á næsta ári verður þess minnst að þúsund ár eru liðin frá því kirkja var fyrst reist á Borg. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.