Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 7
jivtaaLnui.. FLMMTUDAGUR 26.JULI 2001 7 Ég er mikill aðdáandi heimsbók- menntanna, innlendra sem erlendra. Mörgum hinna bestu stunda minna hef ég varið í lestur góðra bóka og sé ekki eftir því. Anægjulegastur hefur mér reynst lestur þeirra skáldverka - fornra sem nýrra - sem almennt eru talin bók- menntaleg stórvirki, rituð af valin- kunnurn snillingum. En þótt ég taki undir skilgreiningu fjöldans á því hvað sé snilld og hverjir séu snillingar þá greinir mig á við flesta um eitt veigamikið atriði. Þannig er að oftar enn ekki fjalla góðar bækur um átök góðra karla og vondra karla. Söguhetjan er að jafhaði góði karlinn. Hér vil ég gera hlé á frásögninni til að taka það fram að hugtökin „góði karlinn" og „vondi karlinn“ eru hér notuð í yfirfærðri merkingu og í huga mínum getur góði karlinn þess vegna verið kvenmaður, jafnvel kvendýr. Þannig er Litla gula hæn- an tvímælalaust góði karlinn í sam- nefndri sögu þótt hvorki sé hún karlmaður né karldýr. Þetta vildi ég bara að kæmi fram svo ég verði ekki að ósekju sakaður um kvenfyrirlitn- ingu. Nú er hléið búið. Þessi veigamikli ágreiningur minn og fjöldans, sem ég var byrjaður að segja frá áður fyrir hlé, snýst sem sagt um það að oft hef ég enga sam- úð með góða karlinum í sögunni. Ég sé í gegnum þessar uppskafn- ingshetjur. Ég er þess fullviss að höfundar sagnanna hafi líka einmitt ætlað lesendum sínum að sjá í gegn- um háðið og skil ekkert í fólki að deila ekki þessari snilligáfu með Ég hef áður fjallað um hetjuna Gunnar á Hlíðarenda. Mann sem aldrei fór að góðum ráðum, mann sem myrti átta manns á einu bretti að yfirlögðu ráði fyrir þá sök eina að einn þeirra hafði áður rispað hann á kinninni með spora sínum, mann sem hafði ekki í sér manndóm til að afplána vægan dóm fýrir ítrekuð fjöldamorð, mann sem barði konuna sína. Gunnar var augljóslega lítil- menni og ræfdl og á Hallgerður kona hans samúð mína alla. Annar velþekktur skíthæll heims- bókmenntanna er Olafur Kárason Ljósvíkingur. Hann þykist vera skáld og hugsjónamaður. Höfundur yrkir Maístjörnuna í orðastað hetj- unnar og sjálfur leitar Ólafur sífellt að þeim stað og þeirri stund „þar sem fegurðin ríkir ein“. En í þessari leit sinni smánar hann og niðurlæg- ir eiginkonu sína sem þó hefur ít- rekað reynst honum miklu betur en hann á skilið. Framkoma hins dáða Ólafs er öll á þá leið að mér er per- sónulega í nöp við hann. Það er þó í erlendum heimsbók- menntum sem fyrirlitning mín á meintri söguhetju rís hæst. Þar á ég að sjáfsögðu við hugverk Valtýs frá Djásney, leynilögguna Mikka Mús. Mikki þessi er yfirleitt einkaspæj- ari að atvinnu en sökum verkefna- skorts grípur hann þó stundum í önnur störf, einkum flutningabrans- ann. Hann telur sig vera öllum öðr- um betur gefinn, nokkurskonar Skerjalákur Hólmur samtímans. Hann er því sífellt að abbast upp á lögregluna með því að veita henni óumbeðna aðstoð sína. Þetta virð- ast þeir hjá löggunni umbera, en hafa að sjálfsögðu aldrei boðið Mikka starf. Til þess er hann ekki hæfur. Það er velþekkt að afskipta- semi borgara af rannsóknarstörfum lögreglu geta léitt til algjörrar ringulreiðar. Hver man ekki eftir tollararnum á Keflavíkurflugvelli sem fór að leika íslenskan Mikka Mús í Geirfmnsmálinu með skelfi- legum afleiðingum? Besti vinur Mikka heitir Guffi. Sá hefur þroska á við 8 ára barn og á erfitt með að fóta sig í samfélagi fullorðinna. Undirmálsmenn, sem vilja fmna til sín, velja sér gjarnan slíka menn að vinum og það hefur Mikki gert. Hann nýtir sér ein- feldni Guffa til að virka klárari en hann er auk þess sem hann getur ráðskast með hann að vild eins og hund. Guffi er þó ekki allur þar sem hann er séður. Hann er þeirrar náttúru að eti hann jarðhnetu úr garði sínum breytist hann í ofur- menni. Ofur-Guffi er alveg eins og Guffi útlits, bara í náttfötum. Ofur- Guffi og Guffi sjálst aldrei samtím- is. Ofur-Guffi leysir gjarnan erfið mál sem Mikki er með heimsku sinni búinn að klúðra. A meðan hverfur Guffi á dularfullan hátt. Þetta plott hefur Mikki Mús enn ekki séð í gegnum. Slíkt eftirtektar- leysi einkaspæjara hlýtur að vera honum til ævinlegrar háðungar. Ef Valtýr heitinn sæi hvernig frumburður hans, Mikki, hefur breyst úr syngjandi glaðværum sprelligosa á stuttbuxum í hroka- fullt, heimskt merkikerti, er hætt við að sá gamli myndi láta heldur ófrið- lega í gröfinni. Foreldrar, bannið börnum ykkar að lesa um Mikka Mús og leyfið þeim það eigi, því hann er vond fyr- irmynd. Börn, þið skulið ekkert halda með þessum Mikka Mús, hann er gamalmenni. Haldið frekar með Mikka Hákkinen, hann er miklu svalari þótt hann keyri bara hring eftir hring eftir hring. Eins og geisladiskur. Jf Upplýsingar gefur sláturhússtjóri í síma 455 4583 Kaupfélag Skagfirðinga Starfsfóik óskast sumwdaqitm 29. júU kt. 20 Dvalarheimili og íþróttamiðstöð Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftir starfsfólki í vaktavinnu og heimilishjálp. Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Gudbrandsdóttirforstöðukona í síma 438-1231■ Þá óskar íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi eftir starfsfólki frá og með 20. ágúst eða eftir samkomulagi í 100% störf, vaktavinna. Nánari upplýsingar gefur Vignir Sveinsson, forstöðumaöur á staðnum eða í síma 898-1260. Heiðursgestir á leiknum verðafyrstu Islandsmeistarar ÍAfrá 1951 Umsóknarfrestur er til 4. ágiíst nk. ... j0 siqurs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.