Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. JULI 2001 9 A&£ssunui.. Síðan halda áfram að koma ein- staklingar í fremstu röð og svo er enn á Akranesi og verður vonandi um ókomin ár. Lokaorð Þetta stutta yfirlit segir ekki nema hluta sögunnar en geíur þó mynd af því hvað var að gerast. Ekki hefur verið minnst á marga eftirminnlega leiki gegn erlendum félags- og úrvalsliðum eða jafnvel landsliðum þjóða. Þar má m.a. nefna minnisstæða leiki eins og þegar Akranesliðið sigraði danska landsliðið 1955 og leikinn fræga gegn þýska Rínarúrvalinu 1952. Þá eru ótaldir landsleikir og aðrir úr- valsleikir þessara leikmanna. Ellert B. Schram leikmaður KR og forseti Iþrótta- og Olympíu- sambands Islands sem háði marga hildina við okkar menn sagði eitt sinn í viðtali: „Þegar til þess er tek- ið að Akranes er hvorki stór bær né fjölmennur er það ævintýri líkast, að knattspyrnulið staðarins geti gert kröfu til stöðugrar forystu og sigra í knattspyrnunni. Samt þykir öllum sjálfsagt, að Akranes sé í fremstu röð. Ar eftir ár, áratug eft- ir áratug, tefla Skagamenn fram framúrskarandi liði og snjöllum einstaklingum. Skýringanna er meðal annars að leita í miklum og almennum íþróttaáhuga á Akra- nesi, þeirri rækt sem lögð er við þjálfun og stjórnun knattspyrnu- mála í plássinu. En aðalskýringin er þó sú, að eftir að Gullaldarliðið á sjötta áratugnum gerði garðinn frægan, hefur markið verið sett hátt og kröfurnar eru aldrei aðrar en þær að vera bestir, sigursælir og efstir. Annað kemur ekki til greina á Skaganum.“ Jón Gunnlaugssm „Ég myndi gjaman vilja lifa það allt aftur“ segir Guðjón Finnbogason sem átti ffölbreyttan og farsælan feril Knattspyrnufélag ÍA ætlar að minnast þess á sunnudaginn kemur að 50 eru liðin síðan IA varð fyrst Islandsmeistari í knattspyrnu. Af því tilefni átti Skessuhorn létt spjall við Guðjón Finnbogason, leik- mann með fýrstu Islandsmeisturum Skagamanna í knattspyrnu, lands- liðsmann, þjálfara og dómara. Hvernig var sigurstemmningin þegar ÍA varS Islandsmeistari í fyrsta smn? „Eg man ágætlega eftir henni. Við komum auðvitað með Laxfossi eins og frægt er orðið og hálfur Skaginn beið á bryggjunni. I þá daga voru allir leikir leiknir í Reykjavík á Melavellinum og bara sex lið í deildinni. Það voru því ein- ungis spilaðir 5 leikir og hver leikur því ákveðinn viðburður - rniklu meira en nú er þegar hægt er að fylgjast miklu betur með í fjölmiðl- um. Vegna þess hversu fá lið voru í keppninni mátti ekki mikið út af bregða til að mótið færi alveg úr skorðum.“ Hvemig var áhugi almennings á fótboltanum á Skaganum á þessum árum? „Ahuginn var náttúrulega gríða- legur á þessum árum og fótboltinn rauður þráður í bæjarlífinu. Ahug- inn jókst svo auðvitað með vel- gengninni og þetta var alveg risa- stökk fyrir knattspyrnuna hérna á Akranesi þegar við unnum 1951. Menn áttu kannski ekkert sérstak- lega von á þessari velgengni og það var kannski þess vegna sem það varð svona áhrifamikið.“ Hvemig voru aóstæóur til æfinga á þessum árum? „Það var bara malarvöllurinn og svo byrjuðum við á þessum árum líka að nota Langasandinn sem var miklu betri á þessum tíma og þá voru æfingar bara stilltar eftír flóði og fjöru. Hann breyttist mikið með tilkomu Sementsverksmiðjunnar. I dag er aðstaðan hér á Akranesi lík- legast ein sú besta á landinu.“ Hvað var þaó í gullaldarliSinu se?n önnur liS á undan höfSu ekki? „Eg held að endurkoma Ríkharðs Jónssonar frá Reykjavík hafi haft úrslitaáhrif um það hvernig okkur gekk. Hann hafði verið að læra málaraiðn í Reykjavík og einnig sótt knattspyrnuþjálfaranámskeið í Þýskalandi. Hann kom því með nýjar áherslur í fótboltann og lagði mikið upp úr því að samleikur á milli manna væri stuttur og hraður, svokallaður meginlandsfótbolti. Síðan tók hann náttúrulega við mannskap sem var mjög samstilltur og áhugasamur um að ná árangri þar sem voru miklir hæfileikamenn í liðinu. Nú fylgist þú vel meS boltanum í dag. Finnst þe'r aS þaS hafi orSiS einhver þróun áþessum 50 árum? „Mér finnst þróunin hafa aðal- lega verið hvað snertir taktík og mér finnst það í mörgum tilfellum ekki skemmtileg þróun. Þetta er gengið út í öfgar sumstaðar og skipulagið þannig að menn eiga bara að gera eins og þeim er sagt. Menn njóta sín ekki eins vel og áður. „ GuSjón Finnbogason Hvernig líst þér á Skagaliðið í dag? „Mér finnst það bara lofa góðu. Það er betra en ég bjóst við enda reiknaði maður kannski ekki með miklu - það er svo stór hluti af liðinu sem eru lítt reyndir strákar. Það er alveg möguleiki á því að ná titli á 50 ára afmæli. Það yrði stórkostlegt en það verður mjög erfitt ná því.“ SíSan ferSu út í dómgæslu. Fannst þér vera skortur á góSum dómurum? ,Já, það var lítið um dómara hérna á Skag- anum og ég fór því á námskeið sem var haldið hérna. Síðan atvikaðist það þannig að ég fór að dæma í Reykjavík og endaði sem milliríkjadómari; dæmdi og var línuvörður m.a. í Englandi, Skotlandi, Lúxemborg Svíþjóð og Belgíu. Eg verð nú aðeins að gagn- rýna dómgæsluna í dag. Það er búið að innleiða í fótboltann allskonar leiðindabrot sem lítið er dæmt á. Það er til dæmis leiðinlegt hvað dómarar leyfa að mönnum sé hald- ið, dómarar láta blekkjast allt of mikið í leiknum. Ef þú berS saman þessi ólíku blutverk sem þú hefur staðið í fótbolt- anum á Akranesi. Hvert er etfiðasta hlutverkið? „Lang skemmtilegasta hlutverkið var að leika knattspyrnu og ég myndi gjarnan vilja lifa það allt aft- ur. En í rauninni hefur þetta allt verið mjög skemmtilegt, rnaður á auðvitað alltaf misjafna daga hvort sem er í fótboltanum eða öðru. Dómarastarfið verður þó að teljast mjög vandasamt og vanþakklátt.“ Eru einhverjir sérstaklega eftir- minnilegir samherjar eða tnótheijar? „Eg hef nú aldrei eiginlega spáð í það. Eg myndi þó helst vilja nefna Ríkharð Jónsson sem var auðvitað toppmaður og ef hann væri að spila fótbolta í dag þá er víst að það yrðu boðnar í hann nokkrar milljónirnar.“ smh d m. bhs d Tfldö mtnm$r fwrrfr mer^ rtmam&ro' t y fregartA vari ftfrrfO' fétag ufm fZ&fffavifíur tfí aö vftmt' htandfMefftaratftfl t tnœttffnfrm f tmftarafloMí ftarfo' hefur verfi áfavM a& efm tft fagnabar. Sunnudaginn 29. júlí n.k. verður eftirfarandi dagskrá: Kl. 16 - Látinna félaga minnst í Akraneskirkju Kl. 17 - Dagskrá í tilefni dagsins á sal Grundaskóla Kl. 20 - Símadeildin 2001/fA-KR Heiðursgestir dagsins eru leikmenn ÍA árið 1951 og konur þ eirra. ÖffwMr ífrmmrAkrane?? ey aðáámdim' tfuffafdarfffcin? er fctófó að tajwfátt 7 cfaffeftrámf. áfdrf fi.nattffifrnwmn' og ffjðrnarmmrF f finattepifrnuhretffingmnf eru' ftérftaj.fego' hvattfr tff að fuma<

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.