Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 14
 14 \ v ';,r | v,v:í'i Y’';v,' »»ís FIMMTUDAGUR 26.JÚLÍ 2001 ^ucsauriuhi: Vel heppnaður Skagadagur þrátt fyrir skin og skúrir Fjölmenni var á Ráðhústorgi þar sem boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Það skiptust á skin og skúrir hvað veðurfar snertir á Skagadeg- inum sl. laugardag. Skemmtu Skagamenn sér þó hið besta enda Bylgjulestin í bænum og sá um að skemmta bæjarbúum með fjöl- breyttum skemmtiatriðum. A aðal- skemmtisvæðinu við Ráðhúsið var komið fyrir sviði og ýmsum leik- tækjum og höfðu ungir sem aldnir góða skemmtun af leiktækjum og landsþekktum skemmtikröftum. Var dagsskrá Skagadagsins ágæt- lega sótt og fullt hús á Breiðinni um kvöldið þegar hljómsveitin A móti sól lék fyrir dansi. Fífldjarfir ofurhugar skenimtu sjálfum sér og öðrum í og við höfnina Þessir ungu og framtakssömu Borgnesingar tóku sig tilfyrir skömmu og héldu tombólu til styrktar Totfa Karlssyni sem átt hefur við alvarleg veikindi að stríða allt jráfieðingu. Agóðimi var kr. 7.136,- Arnór sterki. Skessuhorn g/rhiJ’ t'ráþv, eftir hátíðarhöld sjórmannadagsins að einmn manni hefði tekist að lyfta eftirlíkingu r.fFuIlsterkum (154 kg) t Sjómannagarðinum á Hellissandi. Nú hefiir það vitnast að Anmr Isfjörð Guðmundsson, 16 ára Sandari, hafi tekið steininn íþrígang. Afrektð er enn mci: a fyrir það að Amór var nýkominn úr gifsi þegar hann lyfti steininum fyrst en vitnið er rtarfsmaður Sjómannagarðsins og heitir Jón Oddur Halldórsson. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Golfklúbburinn Leynir á Akranesi Helgi Dan og Arna klúbbmeistarar Meistaramót Golfklúbbsins Leynis fór fram á Garðavelli um síðustu helgi. Alls tóku 88 manns þátt í mótinu. Úrslit urðu eftirfarandi. Meistaraflokkur karla - Helgi Dan Steinsson 299 Willy Blumenstein 307 Hróðmar Halldórsson 308 1. flokkur karla - Jóhann Sigurðsson 319 Guðmundur Valdimarsson 332 Andri Þór Sigþórsson 333 2. flokkur karla - Guðlaugur G Kristinsson 336 Friðrik Veigar Guðjónsson 347 Kristinn Hjartarson 354 3. flokkur karla Ingólfur Pétursson 373 Hafliði Guðjónsson 374 Heimir Einarsson 375 4. flokkur karla - Axel Karlsson 393 Kristján Ólafsson 407 Einar Árnason 413 Piltafl. 15-18 ára - Hróðmar Halldórsson 308 Stefán Orri Ólafsson 326 Friðrik Veigar Guðjónsson 347 Drengjafl. 13-14 ára Andri Þór Sigþórsson 333 Arnór Smárason 361 Ingólfur Pétursson 373 Strákafl. 12 ára og yngri.- Ragnar Þór Gunnarsson 408 Andrés Már Harðarson 438 Bjarki Þór Jóhannsson 459 Meistarafl. kvenna - Arna Magnúsdóttir 359 Hrafnhildur Sigurðardóttir 385 Sigríður Ingvadóttir 430 1. flokkur kvenna - Svanhildur Thorstensen 416 Hildur Magnúsdóttir 442 Katla Hallsdóttir 457 Stúlknafl. 15-18 ára - Hildur Magnúsdóttir 442 Telpufl. 13-15 ára - Sigurbjörg Halldórsdóttir 447 Friðmey Jónsdóttir 474 Stelpufl. 12 ára og yngri,- Valdís Jónsdóttir 493 Skallarnir tapa í Mosfellsbæ Eftir tvo góða heimasigra gegn Víði og Selfossi kom að þvf að Skallagrímur tapaði leik en það gerðist á Varmárvelli gegn Aftureldingu sl. fimmtu- dag. Lokatölur urðu 4:1. Skall- arnir léku á móti vindi í fyrri hálfleik og náðu aldrei al- mennilega takti. Um miðjan fyrri hálfleikinn skoruðu heimamenn eftir mis- skilning í vörn Skallagríms- manna. Á fyrstu 15 til 20 mínútum síð- ari hálfleiks voru Skallagríms- menn eina liðið á vellinum og fengu 2-3 góð marktækifæri en höfðu ekki heppnina með sér. Gegn gangi leiksins skoraði Aft- urelding tvö mörk með stuttu millibili eftir skyndisóknir en Auð- unn Blöndal minnkaði svo mun- inn í 3:1. Eftir mark Skallagríms- manna ógnuðu þeir f nokkur skipti og hefðu með smá heppni getað náð að jafna. Þessi í stað bættu leikmenn Aftureldingar við marki eftir darraðardans í mark- teig Skallagrímsmanna. Ekki er hægt að segja að vel hafi verið leikið á Varmárvelli á fimmtudag- inn og verða Skallagrímsmenn að fara að huga alvarlega að varnarleik liðsins ef þeir ætla að bera höfuðið hátt í lok leiktíðar. smh Viðar ver titilinn Meistaramót GB fór fram um sfðustu helgi á Hamarsvelli í á- gætis veðri. Voru þátttakendur 45 talsins og kepptu i 9flokkum. í meistaraflokki varði Viðar Héð- insson titilinn á 313 höggum en í öðru sæti lenti Guðmundur Dan- íelsson á 323 höggum. í fyrsta flokki karla sigraði Snæbjörn Ótt- arsson á 342 höggum en f fyrsta flokki kvenna bar Júlíana Jóns- dóttir sigur úr býtum á 375 högg- um. Heiðar Lind Hansson sigraði í öðrum flokki karla á 365 högg- um en Eva Eðvarsdóttir í kvennaflokki á 450 höggum. Finnur Jónsson sigraði f 3. flokki karla á 406 höggum, Þórður Sig- urðsson í öldungarflokki á 389 Viðar Héðinsson höggum og Arnar Helgi Jónsson á 362 höggum í flokki 14 ára og yngri. Smh Knattspyrna yngri flokka á Akranesi Annar flokkur í uppsveiflu Annar flokkur karla í knatt- spyrnu hjá ÍA hefur verið að gera góða hluti á knattspyrnu- völlum landsins í sumar. Liðið hefur ekki tapað leik í sumar og Stúlkurnar í 2. flokki ÍA hafa staðið sig með mikilli príði í bolt- anum í sumar. Þær tróna í efsta sæti b deildarinnar með 13 stig eftir 5 leiki. Þær hafa unnið fjóra leikiog gert eitt jafntefli. Um síðustu helgi komust Skagastúlkurnar síðan í undan- úrslit bikarkeppni 2. flokks þegar þær mættu Stjörnunni í Garða- bæ f 8-liða úrslitum .Úrslit leiks- ins urðu 3 - 1, Skagastúlkum í vi!.. Fyrsta mark leiksins gerði Heiðrún Garðarsdóttir snemma í leiknum cg ieiddu Skagastúlk- er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 20 stig eftir átta umferðir, fjórum stigum á undan næsta iiði. Þá er liðið komið í 8 liða úrslit bikarkeppn- urnar 1 - 0 í hálfleik. I seinni hálf- leik kom Hallbera Gísladóttir (úr. 3. fl.) inná og gerði útum leikinn með tveimur mörkum. Stjarnan minnkaði svo muninn á síðustu mín. leiksins með marki úr víta- spyrnu, en fyrr í leiknum hafði Marella Steinsdóttir varið víta- spyrnu frá Stjörnustúlkum. Stelpurnar eru með þessum sigri komnar í undanúrslit sem fyrr segir en ekki er orðið Ijóst hverjum þær mæta en undanúr- slitin fara fram 19. ágúst n.k. GE innar eftir stórsigur á KR, 5-1 í 16 liða úrslitum. Árangur drengjanna er ekki síst athyglisverður í Ijósi þess hve fáir leikmenn eru í flokknum. Oft og iðulega hefur Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, þurft að grípa til þess ráðs að kalla á stráka úr 3.- flokki til að ná í 16 manna hóp. Að auki hefur 2.flokkur ekki notið krafta þeirra Grétars Rafns Steinssonar og Jóhannesar Gíslasonar nema að litlu leyti í sumar. Grétar er fastamaður [ meistarflokki félagsins og álagið því nóg og Jóhannes er rétt að komast af stað eftir meiðsli sem hann hlaut í vor. Strákarnir hafa núna unnið fimm leiki í röð í deiid og bikar og stefna ótrauðir á titil eða jafnvel titla í sumar. Það er því full á- stæða til að hvetja bæjarbúa til að mæta á leiki hjá drengjunum. Næsti leikur hjá liðinu er á mánu- daginn kl. 20 þegar Fylkir kemur í heimsókn í 8 liða úrslitum bikar- keppninnar. HJH Skagastúlkur á góðri siglingu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.