Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 1
I 4 • f • * VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 31. tbl. 4. árg. 2. ágúst 2001 Kr. 250 í lausasölu ^XÍslensk V ^ Ur’IMÝliJNGATÆKNI Þjónustuver Tölvur Tölvuviðgerðir Skrifstofuvörur Símtæki qi-430 2200 - verslun@islensk,is Sjóstangveiðin gagnrýnd Það sitja ekki allir við sama borð segir Kristján Helgason Kristján Helgason hafnarvörður í Olafsvík gagnrýnir að sjóstang- veiðimönnum skuli gefin heimild fyrir því að draga á Iand umtalsvert magn af fiski framhjá kvóta á hverju sumri. A dögunum var einmitt haldið sjóstangveiðimót í Olafsvík þar sem tæp 30 tonn komu á land. Atta slík mót eru haldin á hverju sumri og er ljóst að heildarafli sjóstangveiðimanna getur numið á annað hundrað tonnum. „Eg er ósáttur við að þeir sem stunda sjóstöngina geti notað tekjurnar af afla sínum til eigin veislufanga eða í sjóði sína. Þetta skýtur líka skökku við þegar marg- ir bátar eru að klára kvótann sinn um þessar mundir og liggja bundnir við bryggju. Það horfði öðruvísi við ef ágóðinn af þessu yrði látinn rakna til líknarmála eða félagastarfa því þar á bæ eru menn með herkjum að skrapa saman 5 og 10 þúsund köllunum,“ segir Krist- ján. Hann segist þekkja þetta vel þar sem hann sé sjálfur félagi í líknarfélagi og það gangi oft brösuglega að safna fjármagni. „Það mætti frekar hugsa sér að þessu aflamagni væri úthlutað til sveitarfélaga sem síðan ráðstafaði þessu til félaga og líknarsamtaka. Gæti þá hver sem er sótt urn að fá úthlutað og nefnd á vegum sveitar- félaganna hefði það verk að fara yfir umsóknir og meta hvar þessu sé best varið.“ Kristján vildi einnig geta þess að það væri óeðlilegt að engin hafnar- eða viktargjöld væru greidd af þessari útgerð. smh Olsenbræð- ur í Hólm- inum? Heyrst hefur að hinir frægu dönsku Olsenbræður komi við á Dönskum dögum í Stykkishólmi 17. - 19. ágúst. Eins og kunnungt er sigruðu þeir Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í fyrra með laginu Fly on the wings of love en það hefur einmitt notið mikilla vinsælda hér á landi. Munu þeir ef að líkum lætur flytja það lag og ætti enginn að láta þessa geðþekku Dani ffam hjá sér fara. Verða þeir á landinu í tengsl- um við tónleika þeirra í Laugar- dalshöllinni þann 17. ágúst. snih Ki'istján bafnarvörður í Olafsvík vill að félög sitji vii sama borð Sláturfélag Vesturlands Svo gæti farið að slátrað yrði í Borgarnesi í haust undir merkjj um Sláturfélags Vesturlands. A fjölmennum bændafundi á Hvanneyri síðastliðinn mánudag kom fram eindreginn vilji til að láta á það reyna hvort samstaða næðist um það meðal bænda og Kaupfélags Borgfirðinga að slátra í sláturhúsi Goða í Borgar- nesi í haust. Sjá bls. 3 Gæsapartí kvikmyndað Að undanförnu hafa staðið yfir tökur á nýrri íslenskri bíómynd, Gæsapartí, við Mótel Venus í Borgarfirði. Sextán konur úr Borgarnesi leika í myndinni. Sjá bls 9. Stoftiun nýs sláturfélags í undirbúningi Fundur í Dalabúð hvetur bændur til að sniðganga Goða Akveðið hefur verið að stofna félag um rekstur sláturhúss í Búðardal á komandi hausti. Á fjölmennum fundi hagsmuna- aðaila um sláturhúsið í Búðardal í Dalabúð síðastliðið þriðjudags- kvöld var skipuð þriggja manna nefhd til að vinna að undirbún- ingi þess. Jafhffamt var ítrekuð áskorun til stjómar Goða að ganga til samninga um leigu á sláturhúsinu í Búðardal. Einnig var samþykkt ályktun þar sem bændur í Dölum vora hvattir til að eiga ekki viðskipti við fyrir- tækið ef það yrði ekki við óskum um að leigja sláturhúsið. Þá mótmælti fundurinn harðlega óskum forsvarsmanna Goða hf um úreldingarstyrk frá hinu op- inbera vegna sláturhússins í Búðardal. I samtali við Skessuhorn eftir fundinn sagðist Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti Dalabyggðar ekki vera búinn að gefa upp alla von um að forsvarsmenn Goða Dalamenn ákváðu áfundi á mánudag að hejja undirbúning að stofiiun nýs sláturfélags væru tilbúnir til viðræðna um leigu á sláturhúsinu í Búðardal þrátt fyr- ir yfirlýsingar um annað. „Eg vona allavega að menn átti sig á því hvað er í húfi og séu tilbúnir til að leysa þessi mál og gera skaða sauðfjár- bænda sem minnstan. Ef Goði er ekki tilbúinn til viðræðna munum við leita annarra leiða," sagði Sig- urður. Nefndi hann færanlegt slát- urhús sem einn af hugsanlegum kostum. Bcggja megin borðs Sigurður gagnrýndi þær hug- myndir sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu í dag um að fjögur Kaupfélög sem hluthafar í Goða myndu standa fyrir leigu á slátur- húsunum á þeirra svæði. „Þarna ætla forsvarsmenn Goða að fara að semja við sjálfa sig fyrir hönd gjald- þrota fyrirtækis og ég skil ekki að þeim leyfist það.“ Á bændafundi á Hvanneyri á mánudag sagði Guðsteinn Einars- son kaupfélagsstjóri kaupfélags Borgfirðinga að fram til þessa hefðu bændur í Dölum ekki sýnt samstöðu um sláturhúsið í Búðar- dal heldur hefði um þriðjungur þeirra lagt inn annars staðar. Sig- urður segir það visssulega vera rétt að margir bændur í Dölum hafi leitað út fyrir héraðið með sitt slát- urfé. „Við lifum í frjálsu landi þar sem mönnum er frjálst að eiga við- skipti við þá sem þeir kjósa. Það hafa Borgfirðingar einnig gert og ég veit ekki hvort hallar á nokkurn þar. Við teljum hinsvegar að sam- staðan sé það mikil um sláturhúsið í Búðardal að rekstrargrundvöllur- inn sé fyrir hendi. Kannski ekki samkvæmt Goða hagfræðinni en útfrá heilbrigðri skynsemi," segir Sigurður. GE ka&tnv

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.