Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 o>£»Uhu<2 J Nýja slökkviliðsbijreiðin i Grundatfirði fór í sina „jámfrúrferð'1 síóastliðið mánndagskvöld og reyndist að sögn vel. Bruni í Hrauns- firði Eldur kom upp í vinnuskúr við aðsetur Hvurslax í Hraunsfirði síðastliðið mánudagskvöld. Eld- urinn barst í annan skúr við hlið- ina og eru þeir báðir ónýtir. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Snæfellsnesi voru ekki mikil verðmæti í skúrunum, í öðrum þeirra var rafmagnsinn- tak fyrir svæðið. Slökkviliðið í Grundarfirði var kallað á staðinn og réði niður- lögum eldsins á skömmum tíma. Aðrar byggingar á svæðinu voru ekki í hættu þar sem vindátt var hagstæð. Eldsupptök eru ólcunn. Samvinna um lög- gæslu Lögregluembættin í Bolungar- vík, Búðardal, Hólmavík, Isafirði og Patreksfirði munu hafa með sér samvinnu í löggæslumálum um allt svæði umdæmanna, þ.e. allan Vesþarðarkjálkann og Dala- sýslu um verslunarmannahelgina. I tilkynningu íVá embættunum segir að megináherslan verði um- ferðareftirlit en einnig verði haldið uppi skipulögðu eftirliti á þeim stöðum sem mannsaínaður kann að verða. Auk lögreglumanna viðkom- andi lögregluumdæma verða tveir lögreglumenn á ferðinni með fíkniefnarleitarhund um svæðið alla helgina en þeir munu einnig sinna eftirliti á Snæfells- nesi í samráði við Ríkislögreglu- stjóra. GE Blóðvatn rennur út í sjó frá verksmiðjum HB Fjaran sópuð með götusópara Enginn varanlegur skaði, segir Sturlaugur Sturlaugsson Það vakti athygli margra Akur- nesinga sem leið áttu hjá Langa- sandi á þriðjudag að sjá mátti lýsisbrák í sjónum og í fjörunni sem megnan óþef lagði af. A- stæðan var sú að svokallað blóð- vatn hafði lekið frá verksmiðju Haraldar Böðvarssonar hf. við löndun úr Ingunni þá um nótt- ina. Þegar Skessuhorn hafði samband við Sturlaug Sturlaugsson, aðstoð- arframkvæmdastjóra HB hf., á þriðjudag sagðist hann ekki geta sagt til um ástæður óhappsins á þeirri stundu. „Þarna geta legið tvær ástæður að baki. Annars vegar er möguleiki að bilun hafi orðið í tækjum og hins vegar að mannleg mistök hafi átt sér stað. Við löndun er notað vato til þess að dæla hrá- efhinu upp í verksmiðjuna, en í því vatni getur verið lýsis- og fisk- blanda. Undir venjulegum kring- umstæðum fer þetta vatn í gegnum síu sem tekur úr því lýsi og fast efni eins og fiskagnir. Þaðan fer svo vatoið út í sjó en lýsið og fastar agn- ir í bræðsluna með öðru hráefni.“ Sturlaugur segir að skaðinn sem hafi orðið sé fyrst og fremst útlits- legur. „Þetta er ekkert hættulegt í sjálfu sér, leit fyrst og fremst illa út. Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur Langisandur þar sem grútinn rak á land. Mynd:SOK af því að þessi leki valdi varanlegum skaða. Málið var tekið föstum tök- um strax í upphafi þegar menn átt- uðu sig á því hvað hafði gerst og í augnablikinu er unnið að því að greina í smáatriðum hvað gerðist. I morgun fórum við með götusópara niður í fjöru og náðum þar tölu- verðu upp. Fjaran er vöktuð núna og þegar kemur fjara verður athug- að hvað stendur í okkar valdi að gera meira.“ Sturlaugur leggur áherslu á að reynt verði að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur. „Við höfúm engan áhuga á því að þetta gerist aftur og gerum ráðstafanir til að koma í veg fyrir það. En þetta er einsdæmi enda leggjum við okkur fram við að passa upp á umhverfis- mál.“ Ekki alvarlegt Steingrímur Benediktsson, heil- brigðisfulltrúi, segir málið ekki mjög alvarlegt. „Eg kíkti á þetta strax í morgun og hitti fulltrúa fyr- irtækisins. Málið er ekki mjög al- varlegt sem slíkt þar sem þetta eru lífræn efni sem brotna þarna niður. Hins vegar verða af þessu óþægindi eins og fyla sem mun líklega verða í Sóðaskapur í þjóðgarðinum Slægingarfyrirtæki gengst við verknaðinum Eins og Skessuhorn greindi frá í síðasta tölublaði blasir heldur ókræsilegur fiskvinnsluúrgangur við í fjöruborðinu nálægt afleggjaranum út á Ondverðar- nes á Snæfellsnesi. Þar sem þetta er í landi hins nýja þjóðgarðs er brotið litið alvarlegum augum en Helgi Helgason, heilbrigðisfulltrúi á Vesturlandi, segir að nú liggi ljóst fyrir hver beri ábyrgð á losun úrgangs- ins. „Þarna er um að ræða slægingarþjónustu á Rifi og ég hef nú þegar rætt við forsvarsmann fyrirtækisins. Eg hef beðið um skýrslutöku hjá lögreglunni og þeg- ar yfirheyrslum líkur verður málið lagt fyrir Heil- brigðisnefhd Vesturlands.“ Upplýsti Helgi ennfrem- ur að umrædd slægingarþjónusta hafi ekki starfsleyfi frá Heilbrigðisnefnd. Þar sem búið er að gangast við verknaðinum auk þess sem þetta sé fyrsta brot reikn- ar hann með því að fyrirtækið verði einungis aðvarað. Hreinsunarstörf hafa ekki hafist en að sögn Helga mun það vera í verkahring Snæfellsbæjar. smh Burknarán á Skaganum Ekld um skipulagoa glæpastarfsemi að ræða Þjófar og glæpamenn á Akranesi koma víða við og kalla ekki allt ömmu sína. Skessuhorni barst á dögunum ábending ffá konu nokk- urri í Jörundarholti sem kom heim úr sumarleyfi sínu í vikunni. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að henni féllust hendur þegar hún uppgötvaði að einhver hafði gert sér ferð inn í garðinn hjá henni og haft á brott með sér burkna sem hafði verið plantað þar. Þð virðist ekki vera um skipulagða glæpastarfsemi að ræða því samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi er ekki al- gengt að plöntum sé hnuplað úr görðum í bænum. Því virðist sem burknaræninginn sé einn af fáum sem er með bæði langa og græna fingur og garðeigendur geta því andað léttar. Aftur á móti er alls ekki víst að allur gróðurstuldur rati inn á borð hjá lögreglunni og því er líklega vissara að hafa augun hjá sér. SÓK Ungir knattspymu- menn í skakkaföllum Ungir knattspyrnumenn úr Skallagrími lentu í óvæntum hremmingum á leiðinni á pollamót í Bolungarvík um síðustu helgi. Krakkamir, sem era í fjórða, fimmta og sjötta flokki, fóru með rútu ffá Borgamesi seinni part föstudagsins. Þegar komið var að Djúpannabúð í Mjóafirði lentu þau í árekstri við flutningabíl. Að sögn þjálfarans, Einars Eyjólfs- sonar, sem var í rútunni voru atvik þannig að rútan var að koma út úr blindbeygju en flutningabíllinn yfir blindhæð og ekkert svigrúm til að stöðva. Vegurinn var hinsvegar það mjór á þessum stað að ekkert svig- rúm var fyrir þessa stóru bíla til að einhverja daga. Þetta á náttúralega helst ekki að gerast en það er búið að hreinsa þarna upp. Til eru efni sem notuð eru til að hreinsa svona upp en Hollustuvernd taldi að betra væri að láta náttúruna sjá um verk- ið.“ SÓK mætast. Afleiðingin var sú að þeir skullu saman. Okumaður rútunnar handleggsbrotnaði við áreksturinn en krakkamir fjörutíu sem í rútunni voru sluppu ómeidd. „Þau voru nátt- úrulega sjokkeruð en náðu sér ótrú- lega fljótt,,, sagði Einar. Þá sagði hann að það hefði skipt miklu að nokkrir foreldrar voru með í för og einnig hefðu krakkamir staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að bíða á slysstað í þrjá og hálfan tíma. Knattspyrnumennirnir ungu komust á leiðarenda fyrir rest, með rútu sem sótti þau frá Isafirði. Létu þau ekki þessi skakkaföll aftra sér frá þátttöku í mótinu og fóru heim með tvo bikara. GE Guðbjartur í ársfrí frá Grundaskóla Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri Grundaskóla á Akranesi, hefur tekið sér árs ffí ffá skóla- stjórnun frá og með 1. ágúst sl. Hyggst hann stunda mastersnám í fjármálum og menntun við kennaradeildina í University of London. Mun Hrönn Ríkharðs- dóttir taka við skólastjórastöð- unni, en hún hefur verið aðstoð- arskólastjóri, og Jóhanna Karls- dóttir mun gegna stöðu aðstoð- arskólastjóra. smh Atli nýr aðstoðarskóla- meistari við FVA Atli Harðarson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Atli hefur verið kenn- ari í 12 ár við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og tvö ár í framhaldsskólanum á Lauga- vatni. Llann er heimspekingur að mennt og hefur mestu sinnt kennslu í stærðffæði, tölvuffæði og heimspeki. smh Lenging gjótgarðs á Amarstapa Nú hefur Skipulagsstofnun ríkisins samþykkt nýtt deiliskipulag vegna hafharinnar á Arnarstapa. Samkvæmt því þurfa framkvæindir við lengingu grjót- garðs urn 35 metra ekki að fara í umhverfismat. Kærufrestur rann út 30. júlí sl. en beðið er effir framkvæmdarleyfi ffá Náttúru- vernd ríkisins til að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir. Áætlað er að lengingu grjót- garðsins verði lokið í byrjun nóv- ember á þessu ári. Búið að bjóða út verkið með fyrirvara um ff am- kvæmdarleyfi og verða tilboð opnuð 9. ágúst n.k. s?nh Hótel Búðir samþykktar Nýtt deiliskipulag fyrir Hótel Búðir hefur verið samþykkt hjá Skipulagsstofnun. Samkvæmt heimildum Skessuhoms er gert ráð fyrir í umsókninni um ný- byggingu Hótels Búða að stað- setningin verði ekki sú sama auk þess sem útlit hótelsins verði með öðrum hætti og því hafi þurft nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Er skipulags- og bygg- ingarnefnd Snæfellsbæjar að fjalla um málið en þaðan verður það sent bæjarráði til afgreiðslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.