Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 5
FLMMTUDAGUR 2. AGUST 2001 ðiví,35ini»iw 5 ✓ Nepal vefumsjónarkerfi IUT Frábærar viðtökur Fyrir um tveimur mánuðum setti vef- og hugbúnaðardeild Is- lenskrar upplýsingatækni á markað nýjan hugbúnað sem hlotið hefur nafhið Nepal. Um er að rseða keríi sem gerir not- endum þess kleift að stjóma innihaldi, ffamsetningu og upp- byggingu vefja sinna á afar ein- faldan hátt. Kynningarefhi um kerfið er hægt að nálgast á slóð- inni www.nepal.is Nepal kerfið er svokallaður mið- lægur hugbúnaður, sem þýðir að bæði gögn og hugbúnaður eru geymd á vefþjóni hjá IUT. Það leiðir af sér að notendur þurfa ekki að setja upp neinn hugbúnað á sín- um tölvum heldur er hann keyrður yfir internetið og því er hægt að nota Nepal í öllum nettengdum PC tölvum hvaðan sem er. „Vxðbrögð við kerfinu hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Þór Þorsteinsson yfirmaður vef- og hugbúnaðardeildar IUT og hönnuður Nepals. „Það eru nokk- uð mörg kerfi á markaðnum sem við vissum að Nepal þyrfti að keppa við, en hvar Nepal stæði í saman- burði við þau vissum við varla fyrr en eftir að markaðssetningin hófst. Síðan þá höfum við séð að Nepal kerfið sker sig fyrst og fremst úr fyrir það hversu einfalt það er í notkun auk þess sem það er eitt þeirra allra öflugustu á markaðn- um. Við viljum meina, og dæmin hafa sannað, að þó notandi hafi að- eins lágmarks ritvinnslu- og tölvu- þekkingu þá dugi honum einnar klukkustundar kennsla til að ná góðum tökum á kerfinu. Margir þeirra sem fengið hafa Þór Þorsteinsson kynningu á Nepal með það fýrir augum að festa kaup á vefumsjón- arkerfi hafa einnig skoðað flest hinna kerfanna á markaðnum og oftar en ekki hefur Nepal orðið fyr- ir valinu." Meðal þeirra vefverkefna sem nú eru í smíðum og ritstýrt verður með Nepal er m.a. nýr vefur fyrir Akranesbæ, kynningarvefur fyrir Loftorku, kvótasöluvefur fyrir KM- Kvóta (kmkvota.is), nýr vefur fyrir Mosfellsbæ og kynningar og fjar- námsvefur fýrir Viðskiptaháskólann á Bifföst. Nepal vefúmsjónarkerfið er að öllu leiti smíðað af starfsmönnum IUT, en auk Þórs hafa þeir Einar Bragi Hauksson Borgnesingur og Erling Ormar Vignisson Akurnes- ingur unnið við smíði kerfisins. Nepal er því alvestlensk afurð. GE Skjámynd af vefumsjónarkerfinu Nepal Meöal þeiiTa listamanna semfram komu á Reykholtshátíð að þesstt sinni voru þær Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari semjafit- framt er listrænn stjórnandi hátíðariimar, SifThulinius fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Myndin er tekin á æfmgu í Reykholtskirkju. Vel heppnuð Reykholtshátíð „Hátíðin tókst í alla staði einstak- lega vel, aðsóknin var góð og mik- U stemning,“ segir Dagný Emils- dóttir framkvæmdastjóri Heimskringlu að afstaðinni Reyk- holtshátíð sem haldin var um síð- ustu helgi. Dagný segir það hafa verið á- nægjulegt að sjá á þessari hátíð að sú grunnhugmynd sem stefnt hafi verið að væri að verða að veruleika. „Við stefndum að því að fá fólk til að koma og dvelja í héraðinu yfir þessa helgi og sækja flesta ef ekki alla tón- leikana. Það hefur greinilega gengið efdr því fjöldi fólks dvaldi í bústöð- um eða á gististöðum í héraðinu um helgina og sótti þá tónleika sem í boði voru. Margir þeirra höfðu það á orði að þeir æduðu að koma aftur að ári. Einnig kom núna í fýrsta skipri erlendur hópur tónleikagesta sér- staklega á hátíðina,“ segir Dagný. Á Reykholtshátíð, sem ber yfir- skrifrina „sígild tónlist í sögulegu umhverfi," komu ffam að þessu sinni átta listamenn á femum tónleikum. Séra Geir Waage sóknarpresmr í Reykholti segir hátíðina hafa verið óvenju glæsilega enda tónlistar- mennimir allir framúrskarandi. Flygill afhentur Reykholtshátíð ber upp á vígsluaf- mæli Reykholtskirkju og er hátíðar- guðsþjónusta á sunnudeginum fasmr liður hátíðarinnar. Við messu á sunnudag var kirkjunni afhenmr til eignar flygill sem hópur fólks úr sveitinni stóð fýrir að kaupa fýrir nokkrum árum. Flygillinn var þá af- hentur kirkjunni til varðveislu en nú þegar búið var að fjármagna kaupin endanlega var flygillinn afhenmr til eignar. GE Auglýsendur aíhuglð! Næsta tölublað Skessuhorns kemur út föstudaginn 10. ágúst Frestur til að skila inn auglýsingum í það blað rennur út á hádegi miðvikudagsins 8. ágúst BORGAR8YGGÐ Starfsfólk á leikskóla Óskum eftir áhugasömu starfsfólki á leikskólann Hraunkot, Bifröst. Starfsemi leikskólans fer vaxandi og í vetur verða 40 böm og 8 starfsmenn. Æskilegt er að nmsækjendur hafi einhverja menntun eða reynslu á þessu sviði, en þó ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Upplýsingar veitir Brynja Jósefsdóttir, leikskólastjóri í s: 4350077, heimasími: 4350054. Erum með tvœr tvegtjja herbert/ja íbúiir íem við leigjum út í einn (ólarhrinj eia lenjur. Þœr eru fullbúnar húíjjötjnum oj búnaði. Önnur er í miiborj Keykjavíkur en hin í (uðurhlíðum Kópavoj}(. Ndnari upplýrinjjar jefaAnna ofj Björn írimum 55* ZOn, 898 0Z29 op 89* *016. Utboð Málun utanhúss Sparisjóður Mýrasýslu óskar eftir tilboðum í utanhússmálun Borgarbrautar 14 í Borgarnesi. Verkinu skal vera lokið 15. september 2001. Tilboðsgögn verða seld hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Bjarnarbraut 8, Borgarnesi og kosta 1000 kr. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. ágúst kl. 11.00. Verkfræðistofa Siguróar Thoroddsen hf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.