Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 7
SSiSSIíilviKi FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 7 Afþiísundföldii þakklæti Skelfing má maður vera þakklátur forsjóninni þessa dagana. Þakklátur fyrir alla rigninguna sem verður þess valdandi að gras sprettur sem aldrei íyrr og ekki síð- ur þakklátur þeim sem fundu upp rúllu- og pökk- unarvélar svo hægt er að heyja á nó tæm þessa fáu daga sem þurrir eru. Þá er maður ekki síður þakklátur forsjóninni fyrir það að hafa ekki látið mann leiða skepnur til slátrunar hjá Goða í stórum stíl upp á von um greiðslu einhvern- tíma eða aldrei. Nú má upp á hvern dag sjá innlegggj- endur hjá Goða fara ham- förum í kæliborðum stór- verslana þar sem þeir skófla Goðapylsupökkunum upp í innkaupakerrur, bera út í bíl og flytja heim. Astæðan er ekki sú að menn séu svo sólgnir í pylsur að þeir éti þær í öll mál enda komast menn ekki yfir að hesthúsa nema brot af þeim pylsum sem þeir draga heim og víða eru hundar gengnir að heiman. Nei, ástæðan er sú að í einhverjum pylsupakk- anum er falin milljón, og milljón er alltaf milljón, allavega andvirði nokkurra nautaskrokka. En kannski er maður forsjóninni hvað þakklátastur fyrir það að hafa ekki leitt mann á unga aldri inní Heimdall, félag ungra sjálfstæðismanna, þá hefði maður kannski þróast uppí það að verða fullburða sjálfstæðismaður stútfullur af frumskógarmennsku og frjálshyggju, og fundið svo hjá sér hvöt til að komast á þing. Undirritaður hefði svo sem alla burði til þess, kallar sig trúbador á stund- um, kann þrjú grip á gítar og syngur hörmulega. Þannig að ef maður þarf ekki að hafa annað á bak við sig en það til þess að verða þingmaður Sunn- lendinga þá er það svo sem ekkert afrek. Og ef maður hefði verið svo heppinn að vera vinur menntamálaráð- herra, og ráðherrann kom- ið manni í réttar nefndir og hvorugur þurft að bera á- byrgð á hinum, þá hefði nú verið gaman að vera til. Það er að segja meðan maður sér flísina í auga ná- ungans en ekki bjálkahúsið í manns eigin. En nú er komin upp sú staða að full- burða sjálfstæðismenn eiga svolítið bágt. Meira að segja framsóknarmenn sem ekki eru nú frægir fyrir að hugsa mjög djúpt, eru farn- ir að velta fyrir sér spurn- ingunni sem brennur á mörgum, hvort maður geti orðið ófrómur af því að vera sjálfstæðismaður eða sjálfstæðismaður af því að maður er ófrómur. Nú skyldi margur ætla að ég sé orðinn þurrausinn af þakk- læti en svo er ekki. Síðast en ekki síst er ég þakklátur fyrir það að hafa ekki orðið krati. Og þá ekki bara svona venjulegur krata- gemlingur upp á núll og nix, heldur þingkrati sem hneykslast upp fyrir haus vegna spillingar hjá kart- öflugarðasöngvaranum og er búinn að gleyma sínu spúkí bréfi á Alþingisbréfs- efni til karlanna hjá Mússó í Kóreu, ég segi nú ekki annað. Bjartmar Hannesson Hótel Reykholt óskar eftír fólkí tfl starfa. Upplýsingar gefur hótelstjórí í síma 435 1290. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi óskar eftir að ráða starfsfólk í mötuneyti skólans frá og með 22. ágúst n.k. Um er að ræða þrjár 50% stöður með mismunandi vinnutíma, þ.e. kl. 9.45 - 13.45, 11.00 - 15.00 og 15.00-19.00 Góð þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Umsóknir berist skólameistara á skrifstofu skólans að Vogabraut 5 fyrir 17. ágúst n.k. I Nánari upplýsingar um störfín gefur Egill Ragnarsson forstöðumaður mötuneytis FVA í síma 899 9403. * Öllum umsóknum verður svarað. Skólameistari Borgarbraut 55 Borgamesi s. 4371930 Efnalaug l>0oUahtis l^oum og hreinsum: Sðengur - kodda - sOefnpoka - moUur - gardínur - dúka - heimilisþOoUinn Pg spari Fljót oggóö þjónusta Vi ðs ki ptatæ kif æ r i Til sölu er rekstur Kaffitorgs í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Kjörið tækifæri t.d. fyrir “myndarlega” húsmóður. Selst á kostnaðarverði innréttinga og áhalda. r Ahugasamir hafi samband við Magnús í síma 894 8998 fyrir 7. ágúst nk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.