Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. AGUST 2001 A góðri stund Á góðri stund í Grundarfirði var haldin hátíðleg um síðustu helgi. Var hátíðin sett við formlega athöfh á hafharsvæði Grundfirðinga og síðan rak hver viðburðurinn annan. Var veður þannig að frá föstudegi til sunnudags mátti verða vitni að nán- ast öllum veðurbrigðum íslensks sumars. Að sögn Inga Hans Jóns- sonar, framkvæmdastjóra hátíðar- innar, gekk hátíðin afskaplega vel en sá háttur var hafður á skipulagi dagskrárinnar að óskað var eftir framlagi frá íbúum og fékkst með þeim hætti dagskrárefni fyrir nánast alla hátíðina. „Þetta var stórkostleg hátíð og ég giska á að um fjögur þúsund gestir hafi komið í Grund- arfjörð um helgina og þegar mest var er líklegt að um 3000 manns hafi verið á svæðinu“, sagði Ingi Hans. Sagðist hann sérstaklega á- nægður með þátttöku nágranna- sveitarfélaganna og eins með komu gamalla Grundfirðinga. smh Grundfirðingar tóku upp á þvífyrir rúvni ári síian aó veita velunnurum og velgerðar- mönnum Grundarfjarðarkaupstaðar Borgarab'éf hins foma Grundarfiarðarkaupstaðar. Utnefndir borgarar að þesstt sinni voru þeir Sturla Böðvarsson og Guðlaugur Pálsson. Hreppstjóri Grundarfiarðarkaupstaðar hins foma er Þorsteinn Friðfinnsson. Hugrún Elísdóttir sem sigraði í kvennaflokki ásamt Soffíu Guðmundsdóttur fulltrúa mótshaldara Fjölmennt Soffamót Soffamótið í golfi var haldið á Bárarvelli um síðustu helgi og var mótið liður í hátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði. Þátttakendur voru 65 og þetta mun vera fjölmennasta golfmót sem golfklúbburinn Vestarr í Grund- arfirði hefur haldið. Verðlaunin voru hönnuð af gallerý Tínu Grundarfirði. 1 .verðlaun kvenna án forgjafar Hugrún Elísdóttir GVG. 2. verðlaun kvenna án forgjafar Anne Mette Kokholm GOB. 3. verðlaun kvenna án forgjafar Karin Herta Hafsteinsdóttir GMS. 1. verðlaun kvenna m/forgjöf Fanný Bjarnadóttir GVG 2. verðlaun kvenna m/forgjöf Hugrún Elísdóttir GVG 3. verðlaun kvenna m/forgjöf Karin Herta Hafsteinsdóttir GMS 1 verðlaun karla án forgjafar Sigurður Oddur Sigurðsson GK 2 verðlaun karla án forgjafar Ríkharður Hrafnkelsson GMS 3 verðlaun karla án forgjafar Hafsteinn Hafsteinsson GMS 1 verðlaun karla m/forgjör Björn Morthens GVG 2 verðlaun karla m/forgjöf Ríkharður Hraíhkelsson GMS 3 veðlaun karla m/forgjöf Hafsteinn Hafsteinsson GMS Að ofan: Allir skemmtu sér vel á hyggjuballi. Til hœgri: Þær Elísabet Skúla■ dóttir og Særós Fjalarsdóttir bræddu hjörtu á- horfenda í söngvakeppni fyrir krakkana. Að neðan: Ahugasamir gestir á nýja bókasafninu Björg Agústsdóttir flytur hátíðarræðu við formlegu vígslu Smiðjunnar. Vígsla Smiðjunnar í Grundarfirði Föstudaginn 27. júlí sl., á fyrsta degi hátíðarinnar Á góðri stund í Grundarfirði, fór fram formleg vígsla á nýbyggingu við Borgar- braut 16 í Grundarfirði - svo- nefndri Smiðju. Hýsir hin nýja og glæsilega bygging íjölbreytta starf- semi. Á efri hæðinni er fjarnáms- ver og bókasafh en á jarðhæð á- haldahús og slökkvistöð. Það var Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, sem vígði húsið formlega að viðstöddum fjölmörgum íbúum Grundarfjarðar. Er aðstaða öll hin besta í húsinu og má geta þess að nýlega tóku Grundfirðingar á móti nýjum slökkviliðsbíl sem fær nú inni í Smiðjunni. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.