Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 9
 FIMMTUDAGUR 2. AGUST 2001 9 Skemmtilegt hjá áhugaleikkonum í Borgamesi Hárgreiðslukona hlær í viku Ein hinna 16 borgnesku áhuga- leikkvenna í myndinni Gæsapartí er hárgreiðslukonan Vildís Bjarnadótt- ir. Hún segir að kvikmyndaleikurinn hafi verið ánægjuleg reynsla. „Þetta var bara alveg ótrúlega skemmtilegt en erfitt. Eg sló til og fór í prufu þegar ég frétti af henni af því mér finnst allir svona ögrandi hlutir Vildís Bjamadóttir skemmtilegir. Daginn eftir prufum- ar hringdi leikstjórinn Böðvar Bjarki í mig og bauð mig velkomin í hóp- inn.“ Auglýst var eftir um tuttugu kon- um úr Borgarnesi og vom um 30 konur sem spreyttu sig í pmfunum. Tökur stóðu yfir í viku og fóm fram á nóttunni. Vildís segir að tíminn hafi verið svo skemmti- legur að hún hafi nánast verið hlæjandi alla vik- una. „Maður lærði nú svo sem ýmislegt í tök- unum og á tökustað sem var skemmtiiegt. Til dæmis fengum við ágæt- is kynningu á ýmsum hjálpartækjum ástarlífs- ins sem eru víst ó- missandi íýlgihlutir svona gæsapartía. Þó gat það verið erfitt að halda stemmningunni á með- an beðið var og vera til- búin aftur þegar tökur hófust.“ Vildís viður- kennir að hafa eins og margir látið sig aðeins dreyma um frama í leik- list á yngri ámm. „Mað- ur hefði ekki viljað missa af þessari reynslu en í dag myndi ég ekki vilja skipta um starf, leikaralíf á ekki við inig.“ smh „Pníðbúnar“ gœsir utan við Módel Venus. Ærsla- og konumynd verður til við Venus „Borgfirskar konur engum líkar“ Við Mótel Venus stóðu fyrir skemmstu yfir kvikmyndatökur á nýrri íslenskri kvikmynd í fullri lengd sem heitir Gæsapartí. Að sögn Böðvars Bjarka Péturssonar, leik- stjóra myndarinnar, fjallar myndin um gæsapartí þar sem ýmsir óvæntir atburðir gerast. „Þetta er svona ærsla- og konumynd þar sem borg- firskar konur sýna að þær era engum líkar. Nánast allir leikarar em borg- firskar konur, en ég ræddi við um 60- 70 konur vegna hlutverka í myndinni og valdi að lokum 16 úr þeim hópi.“ Aðeins einn atvinnuleikari mun vera í leikaraliðinu en það er Magnús Jónsson. Sagði Böðvar Bjarki að um 3-4 vikur hafi farið í undirbúnings- vinnu með konuhópnum fýrir tök- urnar og lét hann vel af þeirri vinnu sem og allri frammistöðu borgfirskra kvenna við vinnslu mvndarinnar. Aðstoðarleikstjóri myndarmnar er hinn kunni leikari Árni Pétur Guð- jónsson og sá hann um konumar í áðurnefndrí undirbúningsvinnu. Framleiðendur myndarinnar em kvikmyndafýrirtækið Tuttugu geimr í samvinnu við Filmund, kvikmynda- klúbb Háskóla Islands, og er stefnt á að frumsýna myndina á vegum klúbbsins í október. smh r* Ð erjS/ ( InMcSMI 3 íslensk upplýsingatækni er ein stærsta vefsmiðja á landsbyggðinni íslensk upplýsingatækni býður fjölbreyttar lausnir fyrir netið íslensk upplýsingatækni býður upp á gagnvirkar lausnir íslensk upplýsingatækni býður hýsingu gagnagrunna íslensk upplýsingatækni tryggir öryggi og hraða í samskiptum íslensk upplýsingatækni er traust og skapandi fyrirtæki á Vesturlandi Hjá íslenskri upplýsingatækni fást tölvur, prentarar og símtæki Hjá íslenskri upplýsingatækni fást skrifstofuvörur í miklu úrvali rs íslensk upplýsingatækni Hyrnutorgi og Borgarbraut 49, Borgarnesi, Sími: 430 2200, Fax: 430 2201, Netfang: islensk@islensk.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.