Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 SKÖLBIAÐ- Umskipti Grunnskóli Ólafsvíkur var form- lega settur sl. þriðjudag. Töluverðar breytingar eru á kennaraliði skólans en að sögn Sveins Þórs Elínbergsson- ar, skólastjóra,gengu ráðningarvel og fékkst bæði vel menntað og reynslu- mikið fóik í lausu stöðurnar. Segir hann að mannabreytingarnar komi að stórum hluta til vegna þess að nokkr- ir kennara hans fari í eins til tveggja ára barneignáfrí. Stöðugildi kennara eru 22 og af þeim eru tíu nýir. Sveinn segir hina nýju kennara koma alls staðar að og nefnir að íþróttakennar- inn sé til að mynda egypskur. Hæg fjölgun er á nemendum milli ára. Aðstaða til íþróttaiðkunar hefur stórbatnað með nýju íþróttahúsi en að auki hýsir það kennslustofur 9. og í Ólafsvík 10. bekkja. Nýlokið er við teikningu og hönnun skó|alóðarinnar, milli í- þróttahúss og skólans, þar sem heild- stæð mynd er dregin upp af svæðinu. Mun aðstaða til tómstunda verða stórbætt með hinu nýja svæði auk þess sem þar verður sköpuð aðkoma að nýju anddyri skólans. Framkvæmd- irnar við lóðina verða boðnar út eft- ir næstkomandi áramót. Sveinn segir að nú sé Grunnskólinn í Ólafsvík kominn í Evrópusamstarf á vegum Sókratesar-áætlunar Evrópu- sambandsins. Samstarfið er við skóla í Þýskalandi, Frakklandi og Italíu og felur fyrst í stað í sér kennaraskipti skólanna þriggja en síðan mun mein- ingin vera að skiptast á nemendum. smh Sveinn stendur hér á skólalóðinni en aftan við hann verður nýtt anddyri skólans. Grunnskólinn í Búðardal r Utivera og íþróttir í ágúst Skólastarf í Grunnskólanum í Búð- ardal hófst i gær. Skólinn er nú fulj-. mannaður og eru allflestir kennarar með réttindi. Nemendur eru um 70 talsins en kennarar tólf. „Við stefn- um að því að brjóta upp hefðbundna dagskrá í ágúst og nýta þá daga sem bætast við í útiveru og íþróttaiðkun, gefa krökkunum smá sumar,“ segir Þrúður Kristjánsdóttir, skólastjóri. „Hefðbundið skólastarf í vetur verður svo brotið upp með þema- vinriu en það er gert hér á hverju ári. í ár er á döfinni að vinna að vík- ingaþemaverkefni í samvinriu við hin Norðurlöndin og það fer sennilega í gang eftir áramótin.Auk þessa verð- um við með danskennslu fyrir krakkana í desember." SÓK Anna Bergsdóttir er deildarstjóri fjarnámsins I Grundarfirði. Aðstaða þess hefur stórbatnað með nýbyggingu Smiðjunhar. Fjarnámsdeildin í Grundarfirði Anna Bergsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Grundarfirði og deildarstjóri fjarnámsdeildarinnar í bænum. Er þetta þriðja árið sem fjar- námsdeild er starfandi í Grundarfirði en deildin er tilraunaverkefni frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Að sögn Önnu eru nemendur 14 talsins. „Hópurinn samanstendur bæði af nýnemum í framhaldsskóla og krökkum sem eru að koma heim úr námi annarsstaðar frá,“ segir Anna. Hún segir að aðstaðan í nýju Smiðjunni sé mikil bót á starfsemi fjarnámsins. „Aður var aðstaðan í kjallara grunnskólans en núna hefur því verið fundinn staður við hlið bókasafnsins sem er auðvitað mjög hentugt." Sigríður Finnsen er umsjónarmað- ur fjarnámsins. Hún sér um að mæt- ingarskyldu, sem er frá átta á morgn- anna til hádegis, sé framfýlgt og að nemendur sinni námi sínu sem skyldi. Utan skólatíma hafa nemendur að- gang að tölvuverinu og geta þar unn- ið verkefni sín. smh ■ Akranes Yfir 20 bekkjar- deildir í grunn- skólunum Á komandi skólaári verður 21 bekkjardeild í Brekkubæjarskóla á Akranesi og 23 í Grundaskóla. Kennslustundafjöldi í 1.-4. bekk verður 30, í 5.-7. bekk 35 kennslu- stundir og í 8. - 10. bekk verða kennslustundir 37. Þetta er í sam- ræmi við gildandi aðalnámskrá sem tekur að fullu gildi nú á þessu skólaári. SÓK Varma- landsskóli Töluverðar framkvæmdir hafa verið við Varmalandsskóla í sumar. Körfuboltavöllurinn hefur verið endurbættur og leikjaaðstaða barna aukin til muna. Skólastarfið verður með hefð- bundnu sniði og áfram lögð mikil á- hersla á upplýsingatækni en skólinn hefur verið í fararbroddi á því sviði á síðustu misserum. Nokkrar breytingar urðu á kenn- araliði skólans í sumar og meðal annars má nefna að Flemming Jessen skólastjóri er kominn aftur til starfa eftir ársleyfi. I Varmalandsskóla er lögð áhersala bæði á fortið og framtíð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.