Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 skol blað Grundaskóli 20 ára í haust Tvö þróunarverkefni í gangi í ár Það er margt um að vera í Grundaskóla í haust og í vetur. Þann 6. október nasstkomandi verður meðal annars haldið upp á 20 ára af- mæli skólans með pompi og pragt. Auk þess er þetta síðasti veturinn sem skólinn er tvísetinn. Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri, er bjartsýn á næsta skólaár. „Hér er fullur skóli af góðu starfsfólki,frábær- um nemendum og foreldrum. I Grundaskóla er alltaf nóg að gerast og núna eru tvö þróunarverkefni í gangi.Annað þeirra er á unglingastigi og kallast „Meiri metnaður-magnaðri nemendur". Kennarar á unglingastigi í skólanum sjá um það en Laufey Karlsdóttir er þar svokallaður stýri- maður. Seinna þróunarverkefnið hef- ur með lífsleikniáætlun Grundaskóla að gera. Hér er starfandi lífsleikni- hópur með Katrínu Leifsdóttur í far- arbroddi og sá hópur kemur til með að vinna að þessu verkefni. Dagana 20. og 21. ágúst hefur Aldís Yngva- dóttir leitt námskeið í lífsleikni sem stóð öllu starfsfólki skólans til boða. Um það bil 60 manns tóku þátt I því og allir voru mjög glaðir með þá vinnu. Við höfum fengið 3 deildar- stjóra til starfa. Þeir hafa komið öfl- ugir inn ásamt öðru starfsfólki og við væntum mikils af þeim. Margir kenn- arar eru í námsleyfi og skólinn er í fyrsta sinn í 20 ár án Guðbjarts Hannessonar, skólastjóra sem er einn þeirra. Auk alls þessa hlökkum við að sjálfsögðu til að prófa nýju kjarasamningana og sjá hvernig þeir reynast." SÓK GRUNNSKÓLINN í BORGARNESI Skólasetning Skólinn verður settur í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fimmtudaginn 23. ógúst og hefst athöfnin kl. 14:00. Milli kl. 1 5:00 og 1 7:00 verður opið hús í Grunnskólanum fyrir þó sem vilja skoða hann. Skólabíll fer frá Bjargslandi kl. 13:40 Allir velkomnir Skólastjóri fKv— 1 \JJJ^MIÐSTOÐIN Námsvísir haustannar kemur út í nœstu viku, er kominn á vefinn www.sjmenntun.is Skessuhorn fór á stúfana og spurði nokkra krakka á Akranesi sem eru að byrja sína grunnskólagöngu spjörunum úr Nafn? Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir. I hvorn skólann ferðu? Brekkubæjarskóla. Veistu hver verður kennarinn þinn? Nei, ég er ekki búin að hitta hann. Hver er munurinn á skóla og leikskóla? Maður þarf að læra í skóla. Hvað gerir maður í skóla? Maður lærir og fer út að leika. Ertu búin/n að kaupa skóladót? Pennaveski og skólatösku. Þekkirðu einhvern sem verður með þér í bekk? Nei, eng- an. Hvað er maður lengi í skóla? Eg veit það ekki. Ekki mörg ár samt. Nafn? Ólafur Haukur Ólafsson. I hvorn skólann ferðu? Brekkubæjarskóla. Veistu hver verður kennarinn þinn? Nei. Hver er munurinn á skóla og leikskóla? Ég veit það ekki. Skóli er skóli. Hvað gerir maður í skóla? Leikur sér, samt ekki eins og í leikskóla. Ertu búin/n að kaupa skóladót? já, stórt pennaveski og líka skólatösku. Þekkirðu einhvern sem verður með þér í bekk? Já, systur mína. Nei, hún er stærri en ég og verður í sama skóla. Hvað er maður lengi í skóla? Ég veit það ekki. Bara stutt. Nafn? Sverrir Mar Smárason. [ hvorn skólann ferðu? Grundaskóla. Veistu hver verður kennarinn þinn? Já, hún heitir Hildur Karen. Hver er munurinn á skóla og leikskóla? Ég veit það ekki, ég held það sé alveg eins. Hvað gerir maður í skóla? Maður lærir og fer út að leika sér. Ertu búin/n að kaupa skóladót? Já, skólatösku með GSM- símahólfi! Áttu GSM síma? Já, dóta. Ég ætla með hann í skólann. Þekkirðu einhvern sem verður með þér í bekk? Já, Krist- inn Gauta og Þórð Þorstein, vinir mínir af leikskólanum. Hvað er maður lengi í skóla? Þangað til maður er svona 13-14 ára. Nafn? Sigríður Lína Daníelsdóttir í hvorn skólann ferðu? Brekkubæjarskóla. Veistu hver verður kennarinn þinn? Nei. Hver er munurinn á skóla og leikskóla? Ég veit það ekki. Held samt að skóli sé öðruvísi. Hvað gerir maður í skóla? Lærir og les skólabækur. Ertu búin/n að kaupa skóladót? Já, ég er búin að kaupa mér eitthvað. Ég er búin að fá mér pennaveski í Lands- bankanum og skólatösku. Þekkirðu einhvern sem verður með þér í bekk? Já, ég þekki bara eiginlega eina. Hvað er maður lengi í skóla? Hef ekki hugmynd. Mörg ár? Nei ég held nú ekki, kannski nokkra mánuði. Símenntunarmiðstöðin s. 437 2390

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.