Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 5KOL BLAD Vatn, jörð, líf og leikur í Heiðarskóla Skólastarf í Heiðarskóla hófst á þriðjudag. í ár munu 120 nemendur sækja skólann og er það 6-7% fjölg- un frá síðasta skólaári. Þar er full- mannað og að sögn Haraldar Har- aldssonar, skólastjóra, hafa kennara- ráðningar í ár gengið vonum framar. „Við erum með tvo nýútskrifaða í- þróttakennara og búum óvenjulega vel að menntuðum kennurum. Hér er aðeins einn leiðbeinandi en sá er menntaður félagsráðgjafi. í skólan- um eru þrír menntaðir hannyrða- kennarar, menntaðir heimilisfræði-, smíða- og sérkennarar auk tónlist- arkennara.Við erum að taka í notk- un nýtt listahús og leggjum sérstaka áherslu á list- og verkgreinar auk í- þrótta hér í Heiðarskóla.Við höfum verið með sérkennslu og stuðning í almennu bóknámi eins og gengur en í ár verður boðið upp á það í íþrótt- um.tónlist og handverki." Fyrsta kennsluvikan í Heiðarskóla hefst á þemaviku en þemað er vatn, jörð, líf og leikur. Nemendur hafa farið í vettvangsferðir og fóru þeir yngstu að Hvaleyri í Kjós til þess að skoða fjöru og safna steinum sem ætlunin er að nýta. Nemendur á miðstigi fóru í Skorradal og elstu nemarnir fóru í golf og renndu fýrir fisk við Þórisstaði, en golf er nú orðið hluti af aðalnámsskrá grunn- skólanna. A miðvikudag lögðu elstu nem- endurnir upp í ævintýraferð í Skorradal. „Þar verða þau í tvo daga og eina nótt og fá úthlutað pappa- kassa með ótilreiddum matföngum, kolum, hníf og snæri. I raun allt sem þau þurfa en þau eiga að sjá um að bjarga sér sjálf.Auk þess búa þau til dæmis til mjög skemmtilega göngustafi sem þau munu nota í gönguferðum um svæðið. Þetta er svona nýting á fjórðu árstíðinni sem við fáum inn í skólaárið.Við höfum haft haustið,veturinn og vorið og nú fáum við síðsumarið líka.“ SOK Skólastjórinn ásamt Bjarka Degi Óskarssyni og Ragnari Olsen, en þeir hefja skólagöngu sina á morgun. Tilhlökkun á Hellissandi Fimm nýir kennarar verða í starfs- liði Grunnskólans á Hellissandi á næsta skólaári og tveir snúa aftur til starfa, en skólinn verður formlega settur föstudaginn 24. ágúst. Að sögn Huldu Skúladóttur, skólastjóra, er hlutfall kennara með réttindi lægra en oft áður en á móti kemur að reynslumiklir kennarar koma aftur til starfa. Segir hún að fjöldi nemenda sé svipaður og í fýrra en þó sé lítil fækk- un á milli ára. Hulda segir að á næsta skólaári verði unnið í auknum mæli með svo- kallað innra mat á skólastarfinu, en það er umbótamiðað og ætlað skila betra skólastarfi. Þá hefst með nýju skólaári vinna að Staðardagskrá 21 þar sem unnið verður að því að gera skólann vistvænan. Nýtt hljóðkerfi verður vígt á haustdögum sem er keypt fyrir fé úr sjóði sem nemenda- ráð og starfsfólk skólans höfðu sam- vinnu um að stofna. Segir Hulda að nýja hljóðkerfið muni lífga verulega upp á félagslíf krakkanna og séu kennarar fullir tilhlökkunar að hefja skólaárið. smh Litlar breytingar á kennaraliði Skólastjóri Grunnskólans í Stykkis- hólmi, Gunnar Svanlaugsson, segir að litlar breytingar verði á kennaraliði skólans frá því í fyrra, en skólinn verður settur formlega á morgun. Kennarar eru 23 við skólann og af þeim eru aðeins fjórir nýir. Segir Gunnar að það sé í raun óvenju há tala og aldrei hafi svo margir nýir kennarar verið ráðnir í einu. „Ráðn- ingamálin gegnið ágætlega en hefðu kannski mátt ganga betur. Vonir manns stóðu til þess að með nýjum samningum mætti gera betur og að það yrði mun auðveldara að ráða fyr- ir skólaárið," sagði Gunnar. Það stefnir í að töluverð fjölgun verði á nemendum Grunnskólans í Stykkishólmi. Gunnar segir að á síð- ustu tveimur vikum hafi t.a.m. 14 ný- nemar verið skráðir í skólann og það sé mjög mikið. Segir hann að líklegt sé að fjöldinn fari á endanum yfir 230. Miklar breytingar hafa orðið á skipulagsstarfi í Grunnskólanum í Stykkishólmi sem annars staðar í kjölfar kjarasamninganna nýju. Gunn- Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri Grunnskól- ans í Stykkishólmi. ar segir að nú mæði mun meira á stjórnendum grunnskóla við skipu- lagningu á nýtingu tíma kennara. „Hef- ur miklum tíma verið varið í að út- færa hvernig þessi nýja skipan mála geti orðið skólanum hérna í Stykkis- hólmi sem mest til framdráttar og Ijóst er að þar verði allir að leggjast á eitt til að árangur náist.“ Þriðji vetur símenntunarmiðstöðvarinnar að hefjast stöðugum vexti Atvinnuleit Nám í „Tölvunámskeiðin eru vinsælust hjá okkur enda er það yfirlýst stefna Símenntunarmiðstöðvarinnar að tölvuvæða Vestlendinga," segir Inga Sigurðardóttir forstöðumaður Sí- menntunarmiðstöðvar Vesturlands. „Tölvuþekking er grundvöllur fýrir því að fólk geti stundað frekara nám og því er lögð sérstök áhersla á það. Við tökum inn tvo nýja kennslustaði í vetur í tölvunámi, þ.e. Ólafsvík og Kleppjárnsreyki en auk þess verður kennt á Akranesi, í Borgarnesi, Búð- ardal, Reykhólum, Stykkishólmi, Grundafirði og á Varmalandi." Aðspurð um nýbreytni segir Inga að í tilefni af Evrópsku ári tungumála verði lögð aukin áhersla á tungumál og verður það kynnt sérstaklega á viku símenntunar dagana 3. - 9. sept- ember n.k. Á haustönn verður boðið upp á námskeið í ensku og þýsku á Akranesi og spænsku í Borgarnesi, Stykkishólmi og Grundarfirð. Af öðrum námskeiðum nefnir Inga sérstaklega námskeið í skrautkransa- gerð. „Þar fáum við til liðs við okkur þekkta konu frá Egilsstöðum sem Guðrún heitir en hún sérhæfir sig í að gera skrautkransa úr rusli og ís- lenskum birkigreinum. Þetta nám- skeið verður á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði og Ólafsvík og er styrkt af handverkshópnum Hnokka í Borg- arnesi og hugsanlega öðrum hand- verksfélögum. Þá má nefna námskeið í silfursmíði sem hefur verið mjög vinsælt og ýmis námskeið tengd starfsmenntun, m.a. sem höfða til fólks í uppeldisstörfum s.s mál, mál- Inga Sigurðardóttir þroska og táknmál. Þá er ætlunin að bjóða upp á pungapróf fyrir stýri- menn í Ólafsvík og á vorönn er stefnt að vélavarðanámi í Stykkishólmi vegna fjölda áskorana," segir Inga. Þá segir Inga að í fýrsta sinn verði á vegum Símenntunarmiðstöðvarinn- ar boðið upp á námskeið í atvinnuleit en það sé ætlað fólki sem hafi áhuga á að hreyfa sig á vinnumarkaði. Það er Helgi Baldursson sérkennslustjóri á Bifröst sem sér um námskeiðið. Einnig verður boðið upp á rekstrar- námskeið sem kennt verður í gegn- um veraldarvefinn og segir Inga að fyrirhugað sé að bjóða upp á fleiri námskeið með þeim hætti í framtíð- inni. Námskeið í íslensku fýrir útlend- inga hafa verið vinsæl hjá Símenntun- armiðstöðinni og þeim verður haldið áfram í vetur. „Við tökum upp þá ný- breytni, í samvinnu við fýrirtækið Fjölmenningu, að bjóða upp á starfstengd íslenskunámskeið. Þá er námsefnið sérstaklega sniðið fyrir á- kveðna vinnustaði og snýst kennslan um að gera sig skiljanlegan í sínu vinnuumhverfi. Þá verður einnig farið í réttindi og kennslur vinnustaðanna. Þessi námskeið verða á vinnustöðun- um og það eru Bylgjan í Ólafsvík og Guðmundur Runólfsson hf. í Grund- arfirði sem ríða á vaðið og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið." Rúmlega sexhundruð nemendur í FVA Um 600 nemendur hafa fengið skólavist í haust í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) í dag- skóla. f framhaldsdeildum skólans á Snæfellsnesi eru samtals um 35 nem- endur;20 í Stykkishólmi og 15 í Snæ- fellsbæ. Að sögn Harðar Ó. Helga- sonar, skólameistara, eru auk þessa einhverjar umsóknir óafgreiddar þar sem þær bárust of seint. I sumar hafa verið í gangi miklar viðhaldsframkvæmdir í skólanum auk þess sem stækkun bókasafnsins er í fullum gangi. Hörður segir að stefnt sé á að nýtt bókasafn verði tekið í notkun fljótlega á næsta ári. „Gamla bókasafnið er í notkun eins og er. Það flyst væntanlega um ára- mótin yfir í það nýja og þetta verður klárt sem heild fljótlega eftir það.“ Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá hefur verið unnið að því að setja upp þráðlaust tölvunet í skól- anum síðan á síðasta ári. Stefnt var að því að sem flestir nemendur ættu fartölvu og var þeim boðið að kaupa eða leigja slíkar vélar. Hörður segir að enn sé ekki komið í Ijós hversu stór hluti nemenda verði með far- tölvu. „Það voru heldur færri sem tóku tilboðinu í vor en við áttum von á. Það kemur nýtt tilboð í sept- ember og við verðum bara að sjá til hversu margir taka því. Þetta tekur allt sinn tíma.“ SÓK Fjölgun í kennaraliði Anna Bergsdóttir fyrir framan anddyri Grunnskólans í Grundarflrði. I gær var Grunnskóli Grundar- fjarðar settur. Nokkrar breytingar eru á kennaraliði, bæði er verið að bæta við stöðugildum og svo hafa fimm kennarar farið frá skólanum, ýmist í nám eða leyfi.Að sögn Önnu Bergsdóttur, skólastjóra, gengu mannaráðningar þokkalega og verða nú tólf réttindakennarar af tuttugu starfandi við skólann. Um 220 nem- endur eru nú skráðir í skólann en svipaður fjöldi hefur verið undanfarin ár. í sumar hefur verið unnið að hellu- lögn á lóð skólans en næsta sumar er gert ráð fyrir að lokið verði við þriðja og síðasta áfangann á fram- kvæmdum skólalóðarinnar. Anna segir að helstu áherslubreytingarnar á skólastarfinu felist í að efldar verði náttúrufræði- og samfélagsfræði- greinar. „Með nýjum lögum er nem- endum nú gert mögulegt að taka náttúrufræði sem valfag á neðstu stigum. Þeim nemendum sem áhuga hafa á að leggja fyrir sig raungreinar í framtíðinni hefur þannig verið gert kleift að vera betur í stakk búnir þeg- ar samræmdum prófum lýkur. Á næsta ári koma svo samfélagsgrein- arnar inn með sama hætti,“ segir Anna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.