Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 30.08.2001, Side 1

Skessuhorn - 30.08.2001, Side 1
Tölvuviðgerdir Skrifstofuvörur Símtæki Hymutofgi-430 2200-vdtfli@yensk.is Guðmundur Runólfsson hf. missir veiðikvóta Einii skipi lagt í kjölfarið Fiskiðjan á Húsavík hefur sagt upp samningi sínum við Guðmund Runólfsson hf. í Grundarfirði um veiðar á um 2000 þorskígildum. Samkvæmt heimildum Skessu- horns munu aflaheimildirnar flytj- ast yfir á skip Samherja á Akureyri. Að sögn Guðmundar Smára Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Guðmundar Runólfssonar hf., hef- ur fyrirtæki hans séð um að veiða umræddan afla síðastliðin þrjú ár og keyrt hann síðan norður á Húsavík þar sem unnið hefur verið úr honum. Segir hann að uppsögn samningsins hafi mjög óverulega þýðingu fyrir Guðmund Runólfs- son hf. en þó muni einu af þremur skipum fyrirtækisins, Ingimundi SH, verða lagt. „Flestum úr áhöfn Ingimundar mun verða fengið starf annars staðar innan fyrirtækisins,“ segir hann en alls eru 15 manns í á- höfninni. Guðmundur segir að samstarf þeirra við Fiskiðjuna hafi gengið mjög vel og á þessum þremur árum hafi þeir veitt á sjöunda þúsund tonn fyrir þá. Hins vegar sé ekki sérstök eftirsjá af þessum samningi rekstrarlega séð. smh Fimmti flokkur Islandsmeistari Fimmti flokkur LA í knattspyrnu gerði góða ferð til Reykjavíkur á sunnudag þar sem A og B lið mættu liðum Víkings Reykjavík á Valbjarn- arvelli í Laugardalnum. Leikið var til úrslita um Islandsmeistaratitilinn og taldi sameiginlegur árangur lið- anna. Leikur B liðanna endaði með markalausu jafntefli og því urðu liðsmenn A liðsins að sigra til þess að titillinn yrði í höfh. Víkingar voru taldir sigurstrang- legri þar sem Skagamenn höfðu tvisvar þurft að láta í minni pokann fyrir þeim í sumar. I fyrri viðureign liðanna töpuðu þeir 4-0 og í þeirri seinni 3-0. Strákarnir mættu þó mjög ákveðnir til leiks og ekki leið á löngu þar til Björn Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Víkingar náðu að jafna en Ivar H. Sævarsson kom okkar mönnum yfir á nýjan leik áður en flautað var til leikhlés. I síðari hálfleik fengu Skagamenn dæmda vítaspyrnu og skoraði Björn Jónsson úr henni. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði næsta mark leiksins, en svo óheppilega vildi til að hann skallaði boltann í sitt eigið mark og staðan því orðin 3-2 IA í vil. Mark Arnþórs ku þó hafa verið einstaklega fallegt. Undir lok leiks skoraði Björn Jónsson sitt þriðja mark í leiknum og fögnuðu strák- arnir og áhorfendur gríðarlega þeg- ar flautað var til leiksloka. Björn var að vonum ánægður með sigurinn: „Tilfinningin var bara nokkuð góð. Við vissum alveg að við gætum unnið þótt við hefðum tapað stórt fyrir þeim tvisvar í ár. Þetta var ekkert vandamál." Björn sagðist vera kominn í frí í sex daga en að þá hæfust æfingar á ný. „Við erum bún- ir að æfa fimm sinnum í viku í allt sumar. Eg veit ekki hvernig þetta verður í vetur.“ Aðspurður segir Björn það ekkert vafamál að þeir fé- lagar nái líka að vinna titilinn góða á næsta ári. Þjálfari strákanna er Jón Hugi Harðarson. Rallýkeppni á Uxahryggjaleið mótmælt Ekki ásættanlegt, segir Rúnar Hálfdánarson á Þverfelli Þeir sem farið hafa um Uxa- hryggjaleið síðustu daga hafa vænt- anlega rekið augun í skilti þar sem tilkynnt er að leiðin verði lokuð vegna rallýkeppni hluta úr degi þann 1. septémber n.k. Rallýið sem þar er vísað til er Rallý - Reykjavík, alþjóðleg keppni þar sem tuttugu og þrír bílar eru skráðir til leiks, þar af sjö með erlendum áhöfnum. Fyrirhuguð rallýkeppni hefur mælst misjafnjega fyrir hjá mörgum íbúum í nágrenni við Uxahryggja- leið. „Það er ekld ásættanlegt að þegar búið er að verja tugum millj- óna til að gera veginn þokkalegan ef hann er síðan eyðilagður fyrir stundargaman fáeinna manna,“ segir Rúnar Hálfdánarson bóndi á Þverfelli í Lundarreykjadal. „Það hefur verið borið mikið af fínefni í veginn og þess vegna er hann orðinn þokkalegur. Það gefur því auga leið að hann þolir illa meðferð af þessu tagi. Þessi leið er orðin mjög mikilvæg tenging milli Vesturlands og Suðurlands og með- al annars er vegurinn æ meira not- aður fyrir vöruflutninga en áður var.“ Þá segir Rúnar að það sé undar- legur tvískinnungsháttur ef Vega- gerðin leyfi notkun á veginum sem geti stórskemmt hann. „A vorin er umferð um veginn takmörkuð til að hlífa honum sem gerir það að verk- um að þegar verið er að nýta hann til að sækja aðföng, áburð og fleira á þessum tíma þá þarf að mjatla því í smáum skömmtum. Það er því skrítið ef önnur sjónarmið gilda gagnvart rallýköppum," segir Rún- ar. Hann tekur það hinsvegar fram að hann sé ekki á móti rallýíþrótt- inni sem slíkri en telur að nú sé svo komið að finna verði henni annan vettvang en Uxahryggjaleið og tel- ur að ekki ætti að vera vandamál að finna vegi sem hægt sé að nýta í þessum tilgangi án þess að veruleg spjöll hljótist af. Keppnisleyfi vegna Rallý Reykja- víkur hefur ekki verið gefið út en það er uinferðardeild lögreglunnar í Reykjavík sem hefur með málið að gera þar sem keppnin hefst í henn- ar umdæmi. Að sögn Richarðs J Björgvinssonar hjá umferðardeild- inni verður leyfið ekki gefið út nema fyrir liggi samþykki landeig- enda, vegagerðar og viðkomandi sýslumanna. GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.