Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. AGUST 2001 5 ^&CiSsunui.. Afva Það er skelfing margt hér í henni veröld sem maður þarf að passa sig á og ef maður hefur ekki vitið til þess sjálfur að vara sig á hættunum þurfa aðrir að koma til og þá helst opinberir aðilar. Það skal tekið fram í upphafi að undirritaður er eng- inn sérstakur talsmaður tó- baksneyslu né heldur fanatískur andstæðingur. Nú nýverið, eftir gildistöku nýrra tóbaksvarnar- laga er öllum þeim sem selja slíkan varning skylt að hafa tó- bakið hulið sjónum manna, undir borði, baka til, eða ofaní kjallara. Er þetta gert til þess að fólk kaupi síður það sem ekki er sýnilegt haukfránum augum viðskiptavinum höndlaranna. Er nú svo komið að tóbakið er sest á bekk með huldufólki, hvor- tveggja er til, það bara sést ekki. Undirritaður var staddur í stórmarkaði á dögun- um þar sem allt milli himins og jarðar var fáanlegt og flest sjá- anlegt. Þá sló því niður í haus- inn á þeim sem þetta ritar að margt sé hættulegt heilsu manna annað en tóbak, og þess- vegna brýnt að koma mörgu úr augsýn. Þarna voru til dæmis byssur „ i lange baner“ eins og danskurinn segir. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja að þeg- ar þjóðir eða þjóðabrot leggja í stríðsrekstur er byssa það fyrsta sem menn grípa með sér þegar blásið er til árásar. Hún er sem- sagt mikilvægari en hentugt skótau eða nægjanlegt nesti til fararinnar. Eins og allir vita er tilgangurinn í stríði sá að skjóta sem flesta niður á sem stystum tíma. Byssur eru semsagt bráð- drepandi og skulu því geymdar baka til. Ekki er hérna verið að saka umráðamenn Skagfirð- ingabúðar um stórfellda og ó- löglega vopnasölu til uppreisn- ar og hemdarverkamanna út um víða veröld, heldur munu hólk- ar þessir ætlaðir íslenskum sportveiðimönnum sem iðka það helst á haustdögum að fæla upp fugla með síendurteknum skotárásum. Að vísu eru byss- urnar hættulegar heilsu þeirra fáu fugla sem Rambótýpurnar ramba á að hitta, en þær eru þó miklu hættulegri heilsu kapp- anna sjálfra. Þá er ég ekki að tala um tvær til fjórar tær sem menn skjóta af sjálfum sér og öðrum í hita leiksins, enda flokkast sá gjörningur undir fötlun til frambúðar frekar en heilsuleysi. Nei, heilsu skot- veiðimanna er stefnt í voða þegar þeir híma ofaní skurðum í hausthraglanda blautir í lapp- irnar, skjálfandi og með sí- rennsli úr nefi, þá er stutt í kvef og lungnabólgu, hverju er þá um að kenna nema byssunni sem þeir halda á í krókloppnum krumlunum? Þarnæst lá leiðin framhjá sælgætisrekkum löng- um og háum. Ætti ekki að koma þessari óhollustu allri í hvarf? Sérstaklega lakkrísnum sem veidur of háum blóðþrýst- ingi hjá þeim sem hans neyta. Loks lá leiðin framhjá kæli- borðinu fullum af matvöru sem álls ekki má liggja frammi. Spikfeitt kjöt sem veldur krank- leika og kransæðastíflu, svo maður tali nú ekki um allt sjáv- arfangið stútfullt af PCB og LSD eða hvað sem þetta heitir nú allt saman. Er nú ráð að taka undir með manneldisfræðingn- um sem kastaði fram eftirfar- andi vísu: Margir hlutir meinum valda munngát, hjór og ketiðfeitt efmenn vilja heilsu halda er heilladrýgst að éta 'ei neitt Bjartmar Hannesson Sýslumaðurinn í Borgarnesi Uppboð Fimmtudaginn 6. september nk. kl. 14.00, að Hvítárbakka, Borgarfirði, verða boðin upp fjögur óskilahross, hafi þeirra ekki verið vitjað af eigendum sínum. Um er rœða eftirtalin hross: 1. Grámósótt meri 2-4 vetra gömul. Omörkuð. 2. Brtínstjörnótt meri 4-6 vetra gömul. Markið er óljóst en líklega: Bitiframan hœgra, fjöður aftan vinstra. 3. Rauðblesóttur hestur 3-5 vetra gamall. Omarkaður með breiða blesu. Spakur. 4. Ljósrauðurblesóttur hestur 7 vetra eða eldri. Mark-fjöður framan vinstra. Spakur. Borgarnesi 27. 8. 2001 Sýslumaðurinn íBorgarnesi AÐSTOÐARMENN Skaginn hf. óskar eftir að róöa aéstoðarmenn í framleiðsludeild fyrirtækisins ó Akranesi. Mikil vinna framundan. Áhugasamir skulu hafa samband við Jón Árnason framleiSslustjóra í símum 430 2028 eða 899 7440. acjmn Bakkatúni 26, Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.