Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. AGUST 2001 11 Það er spuming??? Er dýrt að vera í skóla? (Nemendur FVA spurðir) Kristín Edda Búadóttír - Já, það er dýrt að vera i skóla, eu rosalega gaman. Sigmundur R. Ingimarsson - Svolítíð,já. Anton Kristjánsson - Já, svolítíð. Kostar svo mikið á böllin Hrefha Daníelsdóttir - Já, mj 'óg dýrt. Bækur og annað. Gerður Hlín Eggertsdóttir - Já, jjrir þá sem búa úti á landi. Guðrún Baldursdóttir -Jd■ ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Háspenna á Akranesi Mark 30 sekúndum fyrir leikslok tryggði Skagamönnum öll stigin Grétar Rafn Steinsson kom Skagamönnum til bjargar með því að skora eina mark leiksins þegar aðeins örfá andartök lifðu leiks. Leikmenn ÍA hefðu reyndar átt að vera búnir að skora fyrr því nóg var af dauða- færunum. Skagamenn hófu leikinn á móti allsterkum vindi og áttu í töluverð- um vandræðum fyrsta hálftímann. Leikmenn Fram voru meira með boltann án þess að skapa sér nema eitt umtalsvert færi. Ólafur Þór Gunnarsson varði þá vel skot af stuttu færi. Leikmenn brunuðu í kjölfarið í sókn og átti Grétar glæsilegan skalla í þverslá eftir laglega sendingu Haraldar Hin- Lið Skallagríms laut í gras 0:4 fyrir toppliði Hauka á Ásvöllum sl. föstudag. Áttu Skallarnir aldrei möguleika í þessum leik og eftir að Haukarnir skoruðu þrjú mörk með stuttu miilibili í fyrri hálfleik var eng- in spurning um hvorum megin sig- urinn yrði. Fjórða markið kom svo í síðari hálfleik. Með sigrinum hafa Haukar tryggt sér sæti í 1. deild að ári. Skallarnir eru hins vegar við rikssonar. Þegar um fimmtán mín- útur voru eftir af hálfleiknum tóku Skagamenn loksins við sér og fóru að spila boltanum sin á milli. Næsta færi Skagamanna átti Hjörtur Hjartarson en Gunnar Sig- urðsson, markvörður Fram, sá við honum og varði fast skot af stuttu færi. Það var svo á 40. mínútu að Skagamenn fengu dæmda víta- spyrnu eftir að brotið var á Hirti innan teigs. Fjórða vítaspyrna Skagamanna í deildinni í sumar og sú fimmta sé bikarleikurinn gegn Víkingum talinn með. Víta- skytta liðsins, Hjörtur Hjartarson, tók spyrnuna en markvörður Fram varði heldur slaka spyrnu. Þar með misfórst fyrsta vítaspyrna hinn enda 2. deildar og hafa að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjunum, gegn Létti á heimavelli nk. sunnudag (þess skal geta að frítt verður á þann leik) og Víði í Garðinum 8. september. Eru þeir úr fallhættu en gætu lyft sér upp f miðja deild nái þeir að sigra í báð- um leikjunum og verði önnur úrslit hagstæð. smh sumarsins. Framarar drógu sig aftar á völl- inn ( síðari hálfleik og létu Skaga- menn um að stjórna spilinu. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fékk Hjörtur sannkaliað dauðafæri en honum mistókst á ó- skiljanlegan hátt að koma boltan- um í netið eftir sendingu Ellerts Björnssonar. í kjölfarið fylgdu föst skot frá Hirti og Haraldi en inn vildi boltinn ekki. Áhorfendum var hætt að lítast á blikuna og allt stefndi í markalaust jafntefli. Fjórum mínút- um fyrir leikslok skipti Ólafur Þórð- arson Hirti útaf og setti Hjálm Dór Hjálmsson inn á. Hjálmur fór í vörnina en Gunnlaugur Jónsson tók sér stöðu í fremstu víglínu. Þessar breytingar áttu heldur bet- ur eftir að skila sér því eftir aðeins nokkrar mínútur var Gunnlaugur búinn að leggja upp sigurmarkið. Sigurður Sigursteinsson átti þá langa sendingu fram völlinn, Gunnlaugur vann skallaeinvígi við tvo Framara og „nikkaði" boltanum beint fyrir fætur Grétars sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið. Grétar skoraði þarna sitt fimmta mark í sumar. Bestu leikmenn ÍA voru eins og í flestum leikjum sumarsins varn- armennirnir fjórir, þar sem Gunn- laugur fyrirliði ræður ríkjum. Auk þess var Kári Steinn frískur á kantinum og Grétar var duglegur að vanda. Hjörtur sýndi á sér hlið sem sjaldan hefur verið til sýnis í sumar. Þetta var einfaldlega ekki hans dagur og verður hann því að bíða enn um sinn eftir fjórtánda markinu sínu í sumar. Svo virðist sem einhver heppni sé gengin í lið með Skagamönn- um. Síðustu tveir leikir hafa unnist á síðustu sekúndum leiksins og þar með haldið Skagamönnum í toppsætinu. Hvort þetta sé svokölluð meistaraheppni á eftir að koma í Ijós en þegar þrír leikir eru eftir í deildinni eru Skagamenn í vænlegri stöðu, staða sem óhætt er að fullyrða að enginn þorði að vonast eftir í upphafi móts. SÓK Skagamönnum „sparkað“ út úr Evrópukeppninni Dæmigerð mynd fyrir leikinn, Skagamenn að elta leikmann Brugge. Skagamenn máttu sín lítils gegn Club Brugge í seinni viðureign lið- anna í Evrópukeppninni er liðin mættust á Laugardalsvellinum fyr- ir viku síðan. Lokatölur urðu 1 -6 og samtals 1-10. Ólafur Þórðarson tók þá ákvörðun fyrir leikinn að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins auk þess sem Hjálmur Dór Hjálms- son var í leikbanni. Þetta var gert vegna þess að einungis fjórir dagar voru í næsta deildarleik og álagið á leikmönnum hafði verið mikið und- anfarnar vikur. Leikmenn ÍA hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Unnar Valgeirsson tók hornspyrnu beint á kollinn á Andra Karvelssyni sem sneiddi hann laglega í nærhornið. Eftir markið var sem leikmenn Brugge leiddist þetta „klór“ frá Skaga- mönnum og settu í annan gír. For- ysta Skagamanna hélst þó í rúmar tuttugu mínútur en þá skoraði Brugge fyrsta mark sitt. Þannig var staðan í leikhléi. Síðari hálfleik- ur var eign gestanna frá upphafi til enda. Sóknarþungi Brugge jókst jafnt og þétt og síðustu tuttugu mínútur leiksins skoruðu Brugge- menn fimm mörk. Það var sem út- hald Skagamanna væri á þrotum og Belgarnir gengu á lagið. Lítið er hægt setja útá frammi- stöðu Skagamanna í þessum tveimur leikjum. Andstæðingurinn að þessu sinni var einfaldlega mun sterkari en lið IA og sýnir einfald- lega muninn á áhugamönnum og atvinnumönnum í knattspyrnu. Club Brugge er stór klúbbur á evr- ópskan mælikvarða og voru möguleikarnir á hagstæðum úrslit- um fyrir leikina tvo aðeins fjarlæg- ur möguleiki. Það sem leikmenn lA taka með sér úr þessum leikjum er góð reynsla sem kemur til með að nýtast þeim, bæði hér heima og í komandi Evrópuleikjum. HH Molar Garðar Bergmann Gunnlaugs- son, hinn ungi og efnilegi leikmað- ur ÍA, spilaði sinn fyrsta meistara- flokksleik og þar af leiðandi Evr- ópuleik þegar hann kom inn á gegn Club Brugge í síðustu viku. Það gerði Páll Gísli Jónsson líka þegar hann stóð vörð í marki Skagamanna í stað Ólafs Þórs. Garðar lék svo sinn fyrsta leik í efstu deild gegn Fram á mánudag- inn þegar hann spilaði síðustu 10 mínútur leiksins. Garðar og Páll Gísli sem eru aðeins 18 ára gaml- ir, eru báðir mikilvægir burðarásar 2. flokks ÍA og er sá fyrrnefndi þeirra markahæsti maður. 2. flokkur ÍA í knattspyrnu á ís- landsmeistaratitilinn vísan eftir ör- uggan sigur á helstu keppinautum sínum FH, 4-0. Þessum sigri fylgdu strákarnir svo eftir með 2-1 sigri á KR á heimavelli. Þegar tveimur umferðum er ólokið hafa Skaga- menn fimm stiga forystu á FH sem situr í öðru sæti. Skagamönnum nægir því sigur á sunnudaginn gegn Fram til að tryggja sér endan- lega titilinn. Reyndar er markatala ÍA það góð að eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum ætti að duga. Það var ekki Ijóst fyrr en tuttugu mínútum fyrir leik ÍA og Fram að Ó- lafur Þór Gunnarsson gæti staðið á milli stanganna á marki ÍA. Ólafur meiddist illa á öxl í leiknum gegn Brugge í síðustu viku og var talið að hann yrði frá í allt að tvær til þrjár vikur. Blætt hafði inná axlarlið og tjáðu læknar Ólafi að tveggja vikna hvíld, í það minnsta, væri nauðsyn- leg. Ólafur er hinsvegar þekktur fyr- ir allt annað en að kveinka sér og ætlaði ekki að fara að taka uppá þeim sið þarna. Það var þvi stór skammtur af verkjaiyfum og seiglu sem kom Ólafi í gegnum leikinn. Tæplega tveggja vikna hlé verður nú gert á deildinni vegna lands- leikja og ætti Ólafur því að verða fullfrískur í næsta leik. Skagamenn hafa nú unnið sex 'ieiki í röð í deildinni. Síðasti tapleik- w ÍA var gegn Fylki 2. júlí. í kjölfar- éö kom svo jafntefli við ÍBV, 0-0. Síðan þá hafa allir sex deildarleik- irnir unnist með markatölunni 10-2. Petta er lengsta sigurganga ÍA síð- an 1995 en þá unnust 12 fyrstu ieikir sumarsins og 16 alls. Qlafur Þór Gunnarsson, mark- yörður ÍA, setti félagsmet í leiknum gegn Breiðabliki fyrir skömmu. Pegar leikmaður Breiðabliks skor- ttöi eftir 80 mínútna leik var Ólafur buinn að halda hreinu í 568 mínút- $r. Gamla metið átti Jón Þorbjörns- ttOn frá 1978, en andstæðingum hans tókst ekki að koma boltanum ínetið hjá honum í 492 mínútur. Ó- íafur hélt hreinu í síðasta leik og hefur því aðeins fengið á sig tvö mörk á síðustu 668 mínútum. Þetta ■jafngildir rétt rúmlega sjö heilum leikjum. Staðan í Símadeildinni Félag LU J T Mörk Stig '■1 ÍA 1510 2 3 24:11 32 2ÍBV 15 9 2 4 16:11 29 $ FH 15 8 4 3 20:13 28 4:Fylkir 15 7 4 4 25:15 25 HH Grindav. 15 7 0 8 22:27 21 "'6 Keflavík 15 5 4 6 21:23 19 7 Valur 15 5 3 7 16:21 18 8 Fram 15 5 1 9 21:22 16 9 KR 15 4 3 8 12:19 15 10 Breiðab.15 3 1 11 14:29 10 Staðan í 2. deild Félag LU J T Mörk Stig 1 Haukar 1612 3 1 45:12 39 2 Attureid. 1611 3 2 40:15 36 3 Sindri 1610 2 4 20:9 32 4 Léttir 16 7 2 7 28:31 23 5 Selfoss 16 6 4 6 29:24 22 6 Víðir 16 5 4 7 19:27 19 7 Leiknir R.16 4 5 7 25:26 17 8 Skallagr. 16 5 2 9 23:40 17 9 Nökkvi 16 2 4 10 17:34 10 W& KÍB 16 3 1 12 25:53 10

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.