Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 06.09.2001, Síða 1

Skessuhorn - 06.09.2001, Síða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDl - 36. tbl. 4. árg. 6. september 2001 Kr. 250 í lausasölu Tölvur i oivuviðgerðir Skrifstofuvörur Símtæki lyrnutorgi • 430 2200 - verslun@islensk.is Það er heilnæmt vatnið í Stykkishólmslaug Vottað vatn í Stykldshólmi Á dögunum fengu Stykkis- hólmsbúar staðfestan grun sinn um að vatnið þeirra væri heil- næmt. Heilsuefling Stykkishólms ehf. fékk þá vottun á heita vatn- inu frá þýskri stofnun, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns- og umhverfisvottun. I mati þeirra kemur fram að heita vatnið sé sérstaklega gagnlegt gagnvart stoðkerfasjúkdómum en mæla einnig með því til drykkar líkt og tíðkast víða í Evrópu. Þar drekka menn salt-og steinefnaríkt vatn sér til heilsubótar. Vatnið í Stykkishólmi hefur einnig reynst mjög gott á psorias- is-sár og exem og veitt mörgum þeim sem þjást af hafa af þessum sjúkdómum ágætan bata. Vatnið í Stykkishólmi er á margan hátt sérstakt, það er basískt (pH 8,45) og inniheldur allmikið af uppleystum efnum sem eru einkum natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið er að efna- innihaldi líkt því vatni sem frá forsögulegum tímum hefur verið notað til baða á baðstaðnum Baden Baden í Þýskalandi. Kalda vatnið, sem einnig var sóst eftir vottun á, fékk frábæra einkunn og er mælt með því til útflutnings, sérstaklega til að blanda við mjólk handa unga- börnum. Kalda vatnið fékk hins vegar ekki vottun vegna þess að það er lindarvatn en kemur ekki úr borholu. snih Komið af fjöllum... Haustið er komið með öllu sem því tilheyrir. Þótt sauðfé fari stöðugt fækkandi eru göngur og réttir enn einn af hápunktum haustsins hjá mörgum og víða er svo komið að fólk er orðið fleira en féð í einstökum réttum. Fyrir þá sem áhuga hafa á að fara í rétt- ir í haust birtum við í blaðinu í dag yfirlit yfir allar réttir á Vestur- landi. Sjá bls. 6 Borgnesingar í vfking Tveir fimmtán ára unglingar úr Borgarnesi eru fulltrúar Islands í samnorrænu verkefni sem hófst s.l. þriðjudag. Um er að ræða gerð sjónvarpsþáttar sem fjallar um unglinga frá öllum Norðurlönd- unum sem sigla í vikutíma á vík- ingaskipinu Gaju og þurfa að treysta á sjálfa sig og ekki síst sam- vinnu við jafnaldra sína frá hinum löndunum. GE Tengivagn á hliðina undir Hvalfirði Göngin lokuð í íjóra tíma Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tæpa fjóra tíma á mánudagskvöld eítir að tengivagn vörubifreiðar fór á hliðina í norðanverðum göngun- um. Ekki urðu slys á fólki og má lík- lega þakka það að ekki var mikil umferð í göngunum á þessum tíma. Ohappið vildi til með þeim hætti að ökumanni vörubifreiðarinnar mistókst að skipta um gír og byrjaði bíllinn að renna afturábak með þeim afleiðingum að tengivagninn fór þversum og síðan á hliðina. Framhjól vagnsins losnuðu hins- vegar frá og urðu effir aftan í bíln- um. Eins og gefur að skilja var ekki mikið rými til athafha í göngtmum og því tók tíma sinn að ná tengi- vagninum út. Losa þurfti allar vörur úr honum og voru slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn frá Akranesi og fleiri í rúma tvo tíma að ferja yfir í annan bíl allskyns varning, allt frá eplum og appelsínum upp í tísku- famað en farmur bílsins átti að fara í verslanir Hagkaupa og Bónuss á Akureyri. Þegar affermingu var lok- ið kom til kasta kranabíls frá ÞÞÞ og tókst með lagni að rétta vagninn við í göngunum og hengja hann síð- an aftan í kranabílinn. Ohappið varð um kl. 21.00 en það var ekki fyrr en rétt fyrir eitt um nóttina sem aftur var hægt að hleypa umferð umgöngin. Á meðan á þessu stóð höfðu lögregluþjónar beggja vegna ganganna beint umferðinni fyrir Hvalfjörðinn. GE Góður árangur boltameyja Stúlkurnar í öðrum flokki IA mættu Fylki á Akranesvelli síðast- liðinn laugardag en leikurinn var síðasti leikur stúlknanna á Islands- mótinu í ár. Það er skemmst frá því að segja að leikmenn Fylkis áttu aldrei möguleika og lokatölur leiks- ins urðu 7-2. Hafa Skagastúlkur því tryggt sér efsta sæti B-deildar ís- landsmótsins. Mörk þeirra gerðu þær Heiðrún Garðarsdóttir (2), Sólveig Sigurðardóttir, Hallbera Gísladóttir, Unnur Smáradóttir og Berglind Pétursdóttir auk þess sem Fylkisstúlkur gerðust svo almenni- legar að skora eitt sjálfsmark. Á tímabilinu hefur liðið leikið átta leiki. Þar af unnu stúlkurnar sex, gerðu eitt jafhtefli og töpuðu einum leik. Markatalan var 37-10. Árangurinn er sérlega glæsilegur ef tillit er tekið til þess að liðið er allt sldpað leikmönnum á fyrsta ári. SÓK mmmmmmmmmmmmmœmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmammmmmmmemmmmmmmmm -Gildirfrá fimmtudegi 7. sept. Súpukjöt 2.fl....................149 kg. Rauðvínslegin Helgarsteik..20% afsláttur Samlokubrauð fín og gróf...15% afsláttur Kleinur 10 stk.......................15% afsláttur Blómkál..............................249 kg. Appelsínur.......................149 kg. Epli gul........................149 kg.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.