Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 1
Ivur erðir fuvörur Símtæki Vatnshamraleið opin fyrir umferð Síðasti hluti Borgarfjarðar- brautar, Vatnshamraleið, er óðum að klárast. Byrjað var að klæða veginn sl. mánudag og áætlað er að því ljúki í dag. Verktaki er Ingileifur Jónsson frá Svínavatni og hefur hann ásamt mönnum sínum unnið við það sl. tvö sumur. Með tilkomu nýs vegar mun vegalengdin frá Reykholti til Borgarness styttast um 4 km allt á bundnu slitlagi. Aætluð verklok eru um miðjan næsta mánuð þótt opið sé fyrir umferð. Ræðismenn Islands á ferð í Stykkishólmi Flestir ræðismenn Islands á er- lendri grundu voru samankomnir í Stykkishólmi 5. september sl. Mun sú hefð hafa skapast að þeim sé boðið til Islands á fimm ára fresti, til þess að kynnast betur landi og þjóð, efla tengsl þeirra innbvrðis og fræðast um helstu hagsmunamál Is- lendinga, atvinnumál og fl. Ræðis- menn Islands eru 240 talsins og komu 140 þeirra frá 70 þjóðlönd- um ásamt fylgdarliði til Stykkis- hólms á sjö rútum og snæddi hóp- urinn af morgunverðarhlaðborði á „litlu bryggjunni“ sem saman stóð af breiðfirskum sjávarréttakrásum. Það voru Sæferðir sem sáu um borðhaldið og sigldu síðan með hópinn í Búðardal. Síðan var snæddur hádegisverður á Eiríks- stöðum. smh Rœðismenn Islandsfóru um Stykkishólm á dögunum. Markaafrek Valdimars Leikmaður og þjálfari Skalla- gríms í kattspyrnu, Valdimar Kr. Sigurðsson, náði þeim einstaka ár- angri í sumar að hafa skorað alls 152 mörk í 210 deildar- og bikar- leikjuin félagsins. Valdimar hóf að leika með Skallagrími árið 1989 og hefur hann síðan leikið með þeim tólf tímabil og aðeins einu sinni skipt um félag á þeim tíma, en það var árið 1999 er hann gekk til liðs við Fram. Markahlutfall hans er því um 0.72 mark í leik og í hvert sinn sem hann stígur inn á leikvöllinn eru því yfirgnæfandi líkur á því að hann nái að skora. Má fullvíst telja að afrek Valdimars sé einsdæmi á Islandi, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hve marga leiki hann á að baki. smh 2.flokkur ÍA Tvöfaldir meistarar! Leikmenn í öðrum flokki IA tryggðu sér sigur í bikarkeppninni sl. mánudagskvöld með 3-2 sigri á Keflavík í frábærum úrslitaleik. Fimm dögum fyrr höfðu drengirn- ir tryggt sér Islandsmeistaratitilinn með öruggum sigri á IBV, 4-2. Nánari umfjöllun má sjá á bls. 10 Með blaðinu í dagfylgir fjögmra síðna aukablað um staifsemi Skotfe'lags Akraness. jl.VUm !'viv% % VAOUl KNW.Vs Btsmw HXSi.tss -Gildirfrdfimmtudegi 13. sept. Lambalæri - frosin................799,- kg. Austurlæri Ofnsteik..........20% afsláttur Bleikjuflok ........................649,— kg. Heimabrauð...................15 % afsláttur Jólakaka.....................15 % afsláttur ...379,- 169,- kg. 169,-kg. 1944 Grjónagrautur & slátur Epli rauð.................. Perur...................... Góður Iwstur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.