Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 5
oaC39ttl\/k. FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 5 Italíanó Það er ekki kona með konum í dag nema að hún stundi einhvers- konar líkamsrækt. Eg er þar að sjálfsögðu engin undantekning og þó að það sé ekki nema fyrir félgsskapinn þá er frú- arleikfimin eitt af því skemmtileg- asta sem ég geri þessa dagana. AIl- an veturinn hitti ég sama hóp kvenna nokkrum sinnum í viku og stefni með þeim að sameiginlegu markmiði að verða minni í ummáli að vori. A hverju hausti söfnumst við „stelpurnar“ saman og það eru yfirleitt fagnaðarfundir. Við erum svona mátulega þreyttar eft- ir sumarið og erum svona mis „hefaðar" eftir sólböð og óhóflegt át. Fyrsti tíminn nú á þessu hausti var engin undantekning. Þær tóku mér opnum örmum og höíðu á orði hvað ég liti rosalega vel út. Þvílík hræsni, það fór á- hyggjuskjálfti um mig. Nú þyrfti ég virkilega að taka mér tak, því eins og allir vita þá hrósar kona aldrei annarri konu nema hún hafi sjálf vinninginn. Ég var semsagt sú sem hafði bætt mestu á mig þetta sumarið og þær æðislega á- nægðar með það. En eins og vant er þegar konur koma saman var mikið talað. Þær höfðu frá mörgu að segja eftir sumarið. Allar þess- ar utanlandsreisur, hvílíkur hiti, hvílíkur aðbúnaður á hótelum, glansandi marmari og maturinn, maður minn. Engin orð fá nógu vel lýst þessum velheppnuðu ferð- um vinkvenna minna. Ég stóð af- síðis og jánkaði og hummaði á réttum stöðum. Ég heyrði á tali þeirra að ónefhd strönd á Italíu væri toppurinn sem stæði uppúr eftir sumarið. Þar var allt svo hreint og fínt, klósettin glansandi og hvaðeina. Rómantíkin hafði blómstrað og allar voru þær ein hamingja. Maturinn var eins og listsýning hver hlutur á sínum stað og unaðurinn við að borða var slíkur að orð fá ekki lýst. Já Ital- irnir voru stimamýktin og ekkert annað, ánægjan var slík að fá þess- ar vinkonur mínar í heimsókn. Svona rnöluðu þær áffarn og líf mitt virtist enn eina ferðina vera á góðri niðurleið sökum leiðinda og hversdagsleika. Ég gat alveg sagt mér þetta sjálf. A meðan þær lifðu lífsins lystisemdum á erlend- um ströndum berleggjaðar og brúnar borðandi anga ponsulítil hvítlauksbrauð sem einhverjir rosalega sætir Italir bökuðu, þá læddist ég eins og þokubakki um hálendi Islands maulandi heima- bakað rúgbrauð og eini liturinn sem ég náði á skrokkinn var roði í kinnar af kulda. Allt í einu sneri ein kvennanna sér að mér og spurði hvort ég hefði ekki komið til Italíu. Ég neitaði en sagði þeim að það hlyti að verða eitt af því sem ég setti á for- gangslista efdr þennan leikfimis- tíma, þó ekki væri nema til að pissa í glansandi ítalskt postulín. Oll augu beindust að mér. Enn einu sinni var ég farin í öfund minni að hæðast að líferni þeirra. Ætlaði ég aldrei að læra af reynsl- unni og þroskast. Nú yrði ég tek- in fyrir í sturtunum eina ferðina enn og látin heyra það. En þær voru greinilega farnar að þekkja mig eftir áralanga samveru í svita og púli. Einn Italíufaranna leit á mig móðurlegum augum og sagði í umvöndunartón: Þú átt þetta bara eftir Rannveig mín, það kemur einn daginn að því að þú skynjar að klósett er ekki sama og klósett nema ítalskt sé. Ég var nú orð- in óróleg og hefði forðað mér ef tíminn hefði verið búinn, en við vorum nú ekki einu sinni byrjaðar. Ég reyndi að snúa mig út úr þess- ari flækju minni á ítölskum klósett- um og dreifði athygli þeirra frá heitum ströndum Italíu allt norð- ur til Islands. Ég sagði þeim ffá með dramatískum hætti að sumar- ið hjá okkur heimakæru Islend- ingunum hafi lukkast alveg þokka- lega og þar með talið hjá mér Það er að segja ef frá er talin byrj- un þess þegar eiginmaðurinn gerði velheppnaða tilraun til að henda sér niður úr stiga og nefbrjóta sig þar sem hann var við málningar- vinnu. Ég hafi alls ekki tekið það sem viljaverk hans eða tilraun til að losna undan því álagi að ferð- ast með mér um landið. Þetta ó- happ hafi nú bara verið róman- tískt þegar allt kom til alls, hann fékk athygli mína hundrað pró- sent, sem hann á nú ekki að venj- ast og ég hafi jafnvel fundið til kvenleika míns við að bregða mér í hlutverk Florence Nightingale. Ég lýsti ferð okkar fjölskyldunnar um landið þvert og endilangt þar sem náttúruperlur landsins voru skoðaðar ásamt hinum útlending- unum. Ég sagði þeim frá að ég hafi meira að segja getað aðstoðað villuráfandi ítalska ferðamenn og þeir hafi nú aldeilis verið ánægðir með land og þjóð. Ekki hafi skemmt fyrir þeim að hitta hroka- fulla alíslenska húsmóður í sumar- fríi. Þessir ítalir geta nú aldeilis slegið um sig heima á Italíu með sögum af þessari konu sem var ekkert nema þolinmæðin við að leiðbeina þeim á hálendi Islands og ekki kvörtuðu þeir yfir þessum al- íslenska sjarma sem útikamrarnir eru. í lokin benti ég þeim stöllum mínum á að ekki hafi lautartúrar fjölskyldunnar brugðist á nokkurn hátt þar sem við sátum í norðan- nepjunni á köflótta Alafossteppinu maulandi eggjabrauð sem hefur örugglega staðið brauðfætis þeim ítölsku. Þegar allt kemur til alls er ég bara nokkuð ánægð og enn sem komið er bíður Italía eftir mer. .U'Jlýjln'J uní deiljjlíipu!afJ j rJydfjarð|rj!:rundcirl)ií|ppí ðorgarfjcirðarjýidu, Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir sumarhús í landi Bjarteyjarsandi Hvalfjarðarstrandarhrepps Borgarfjarðarsýslu. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun um 5 lóðir fyrir frístundahús við Fornastekk. Deiliskipulag fyrir spennuvirki og þjónustuhúsnæði á lóð Landsvirkjunar Brennimel Hvalfjarðarstrandarhreppi. Gert er ráð fyrir stækkun mannvirkja á lóðinni. Tillögurnar ásamt byggingar- og í skipulagsskilmálum liggja frammi hjá oddvita Eystra-Miðfelli frá 14. september til 11. október 2001 á venjulegum skrifstofutíma. Athusasemdum skal skila fyrir 25. október 2001 03 skulu þœr vera skriflesar. Þeir sem ekki sera athusasemd innan tilsreinds frests teljast samþykkir tillösunni. Skipulass- os byssinsarfulltrúi. Sýslumaðurinn í Borgarnesi Uppbod Fimmtudaginn 20. september nk. kl. 15.00, að Innri Skeljabrekku, Borgarfjarðarsveit, verður boðið upp eitt óskilahross, hafi þess ekki verið vitjað af eiganda sínum. Um er ræða ómerkt rautt mertryppi 3-5 vetra með tígullaga stjömu og örmjóan hala niður úr stjömunni. Borgarnesi 7. september 2001 Sýslumaðurinn í Borgarnesi NÓTASTÖÐIN hf. Faxabraut 7 - 300 Akranesi VINNA í BOÐI "Vantar starfsmenn í vinnu á neta- og víraverkstæði okkar. Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum."

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.