Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 10
10 £tíVÍM*fÚDÁGÚk 13. SÉPTEMBER 2001 jataatnu... Elísabet Lára Björgvinsdóttir (t.v.), leikskólakennari, og Sigrún Þorsteinsdóttir, leik- skólastýra, hafa meðal annarra unnið að skólasamvhmunni í Stykkishólmi. Frumlegt skólasamstarf í Stykldshólmi Nú hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni í skólamálum í Stykkishólmi að samstarfi hefur verið komið á milli leik-, grunn- og tónlistarskóla í Stykkishólmi. Hug- myndina að samstarfinu má rekja til Elísabetar Láru Björgvinsdóttur, leikskólakennara í Stykkishólmi. Spannst hugmyndin út frá lokarit- gerð hennar við leikskólaskor Kennaraháskóla Islands sem íjall- aði um það hvernig tvinna mætti saman tónlist og aðra námsþætti leikskólans, jafnvel án þess að til kæmi sérfræðiþekking kennarans í tónlist. Þannig gengur hugmyndin út frá því að allir geti unnið víðtækt með tónlist, með leikskólabörnum, ef áhuginn er nægur. Að sögn Elísabetar hafði oft komið til tals meðal kennara fyrr- greindra þriggja skóla í Stykkis- hólmi hversu sterk tengsl eru á milli góðs gengis barna í lestrar- og stærðfræðinámi við tónlistarnám. Hún segir að eftir því hafi verið tekið að oft séu það tónlistarnem- endumir sem séu að fá hæstu ein- kunnirnar á prófum í grunnskólan- um. „Við sem höfum unnið með þessum börnum trúum á þá kenn- ingu að áhrifin, þekkingin og hæfn- in sem börnin öðlast í tónlistarupp- eldinu færist yfir á grunnskólanám- ið. Allmargar rannsóknir styðja kenninguna, en að auki hentar tón- list vel fyrir öll börn, gerir þau m.a. ömggari með sjálf sig, þjálfar ein- beitingu þeirra og félagsþroska. Allir eru þannig með - á sínum for- sendum,“ segir Elísabet. „Sam- starf skólanna í Stykkishólmi er einnig liður í því að brúa bilið á milli skólastiganna og ná samfellu í tónlistaruppeldi barnanna, frá leik- skóla og áfram í grunnskóla," bætir hún við. I vor var sett á fót nefhd sem skipuð er, auk Elísabetar, fulltrúa frá tónlistarskólanum og gmnn- skólanum. Hefur sú nefnd komið af stað námskeiðum fyrir kennara sem munu nýtast vel við eflingu á tón- listarvinnu með ungum börnum. Elísabet útskrifaðist eftir fjög- urra ára fjarnám þann 9. júní s.l. og hlaut við það tækifæri viðurkenn- ingu úr minningarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar fyrir ritgerðina. Sjóð- urinn var stofnaður til minningar um Ásgeir S. Bjömsson, lektor við KHI, sem lést fyrir aldur fram árið 1989. Markmið sjóðsins er að efla vandaða ritgerðarsmíð við Kenn- araháskólann með því að veita við- urkenningu fyrir framúrskarandi B.Ed. ritgerðir og koma þeim á framfæri. Stjórn minningarsjóðsins valdi ritgerð Elísabetar úr 9 til- nefningum sem henni bárust frá kennurum og prófdómurum. smh ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - íÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Uppskeruhátíð yngrí flokka IA Síðasttiðinn sunnudag var haldin upp- skeruhátíð yngri flokka ÍA í knatt- spyrnu. Hátíðin var haidin í Fjölbrauta- skóia Vesturlands og voru á bilinu 350- 400 manns viðstaddir herlegheitin. Að vanda fengu fjölmargir leikmenn verð- laun og viðurkenningar. Tilnefndir voru bestu leikmenn hvers flokks auk þess sem einstaklingar fengu verðlaun fyrir mestu framfarir í hverjum flokki. Annar og fimmti flokkur karla fengu sérstakar viðurkenningar fyrir að hafa unnið is- landsmeistaratitil í sumar og það fékk fjórði flokkur einnig en þeir strákar urðu íslandsmeistarar innanhúss. Að lokinni verðlaunaafhendingu grilluðu leikmenn meistarafiokks fyrir mannskapinn. Eft- irfarandi fengu verðlaun fyrir góðan ár- angur á uppskeruhátíðinni: 3. flokkur karla. Besti leikmaður: Ágúst Örlygur Magnússon en hann vareinnig valinn besti leikmaður yngri flokka ÍA. Mesta framför: Kristinn Júlíus Halldórs- son 3. flokkur kvenna. Besti leikmaður: Hallbera Guðný Gísladóttir. Mesta framför: Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir 4. flokkur karla. Besti leikmaður: Heim- ir Einarsson. Mesta framför: Bjarki Guðjónsson 4. flokkur kvenna. Besti leikmaður: Lára Hólm Heimisdóttir. Mesta framför: Valdfs Þóra Jónsdóttir 5. flokkur karla. Besti leikmaður: Björn Jónsson. Mesta framför: Guðjón Þór Ólafsson 5. flokkur kvenna. Besti leikmaður: Hulda Halldórsdóttir. Mesta framför: Daisy Heimisdóttir 6. flokkur karla. Efnilegustu leikmenn: Svanberg Björnsson og Gunnar Þór Þorsteinsson SÓK Símenntun á Vesturlandi Dagana 3.-9. september var vika símenntunar á Islandi. Af því tilefni var Inga Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands, á ferð um Vesturland og hitti fólk á bókasöfh- unum í Olafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi á fimmtudaginn sl. Hún var síðan í Hyrnunni í Borgar- nesi daginn eftir ásamt Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, sem hvatti fólk til að kynna sér kosti símenntunar. Símenntun er hugtak sem byggir á þeirri gamalgrónu hugmynd að svo lærir sem lifir, að menn verði í raun aldrei fullnuma. Símenntun- arstofnanir eru sjálfseignastofnanir sem reka sig sjálfar en hafa verið styrktar af ríkinu. Inga segir að starfsemi símenntunarmiðstöðv- anna felist bæði í eigin námskeiða- haldi og einnig í að miðla nám- skeiðum á milli fyrirtækja og stofn- anna og annarra námskeiðahaldara. Hún segir að símenntunarmið- stöðvarnar hafi í raun leyst gömlu farskólanna af hólmi, enda hefur fjarkennslutæknin gjörbreytt að- stæðum fullorðinsffæðslu. svih Fyrsta útlilutun úr Blikastaðasjóði A þriðjudaginn sl. var í fyrsta sinn úthiutað úr Blikastaðasjóði og fór úthlutunin fram í matsal Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Tveir íslenskir námsmenn í háskólanámi í búvísindum hljóta að þessu sinni styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 750.000. Ingvar Björnsson hlaut styrk að upphæð kr. 600.000 til framhalds- náms (MSc) í búvísindum við University of Guelph í Ontario í Kanada. Styrkurinn mun m.a. nýtast við verkefni Ingvars á sviði plöntukynbóta og plöntuerfða- fræði. Björn H. Barkarson fékk styrk að upphæð kr. 150.000 vegna rannsóknarvinnu við Montana State University í tengslum við meistaranám (MSc) í umhverfis- fræði við Háskóla Islands. Verk- efni Björns er aðallega á sviði beit- arnýtingar og auðlindanýtingar, svo og sjálfbærrar þróunar. Blikastaðasjóðurinn var stofn- aður árið 1999 af Sigsteini Páls- syni, fyrrverandi bónda á Blika- stöðum og fjölskyldu hans, til minningar um Helgu Jónínu Magnúsdóttur, fyrrverandi húsfrú á Blikastöðum og hjónin Þ. Magn- ús Þorláksson og Kristínu Jón- atansdóttur fyrrum ábúendur á Blikastöðum. Heimili sjóðsins er á Hvanneyri og er rektor Land- búnaðarháskólans formaður stjórnar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskóla- námi frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri til framhaldsnáms er- lendis eða til rannsókna í landbún- aðarvísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er heimilt að verðlauna nemendur Landbún- aðarháskólans fyrir framúrskar- andi árangur á burtfararprófi. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - 2.flokkur ÍA Tvöfaldir meistarar! -tveir titlar á Skagann á fimm dögum sonar Leikmenn í öðrum flokki ÍA sýndu það svo ekki varð um villst að þeir eru með sterkasta liðið á íslandi í dag í sínum aldursflokki þegar þeir tryggðu sér bikarmeistaratitilinn á mánudaginn. Skagamenn mættu sterku liði Keflvíkinga á upplýstum Laugardalsvellinum. Öll umgjörð var hin glæsilegasta, völlurinn frá- bær, veðrið stillt með smá rigningu og fjölmargir stuðningsmenn beggja liða sem létu vel í sér heyra. Skagamenn byrjuðu leikinn miklu betur þrátt fyrir að í liðið vant- aði fjóra sterka leikmenn, þ.m.t. Grétar Rafn Steinsson og Jóhann- es Gíslason, en sá síðarnefndi hefur verið frá í nánast allt sumar vegna meiðsla og munar um minna. Eftir 18 mínútur komust Skagamenn yfir. Aukaspyrna var dæmd rétt fyrir utan teig Keflvík- inga eftir að brotið var á Kristjáni Hagalín eftir glæsilegan einleik. Flestir áttu von á því að Hjálmur Dór Hjálmsson myndi senda bolt- ann fyrir en Hjálmur var ekki á þeim buxunum og spyrnti knettin- um glæsilega rakleitt framhjá varn- arveggnum í nærhornið. Aðeins þremur mínútum síðar kom annað mark Skagamanna. Ellert Jón Björnsson gaf glæsilega sendingu frá vinstri á fjærstöngina og þar var að sjálfsögðu markahrókurinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson mættur og skoraði auðveldlega úr þröngu færi. Eftir annað markið sóttu bæði lið af miklum krafti og var geysilegur hraði í leiknum. Staðan hélst þó óbreytt allt fram á 68. mínútu þegar glæsilegasta mark leiksins kom. Skagamenn sendu langa sendingu fram völlinn þar sem tók Ellert við honum, Ellert var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði boltanum af 35 metra færi í bláhornið. Glæsilegt mark. Þrátt fyrir að Keflvíkingar skoruðu tvö mörk undir lok leiksins var sigurinn aldrei í hættu. Leikur- inn var flautaður af um leið og Skagamenn tóku miðjuna eftir seinna markið. Annar titillinn á fimm dögum staðreynd og mikill fögnuður braust út í herbúðum Skagamanna. íslandsmeistar Leikmenn 2.flokks karla í knatt- spyrnu tryggðu sér íslandsmeist- aratitilinn fyrir viku síðan með sigri á ÍBV á Akranesvelli. Það var Ijóst fyrir leikinn að leikmönnum ÍA nægði jafntefli til að enda í efsta sætinu en það var greinilegt að drengirnir spiluðu til sigurs strax frá fyrstu mínútu. Það tók Skagamenn aðeins fyrstu 15 mínúturnar að gera út um leikinn, því á þeim kafla gerðu Skagamenn þrjú mörk og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Skagamenn bættu við fjórða mark- inu en Vestmannaeyingar skoruðu tvö mörk seint í leiknum. Marka- skorarar ÍA í leiknum voru þeir, Garðar B. Gunnlaugsson, Hilmir Njálsson, Ellert Jón Björnsson og Elínbergur Sveinsson. Að leik loknum afhenti Jakob Skúlason fyrrum formaður knatt- spyrnudeildar Skallagríms og nú- verandi stjórnarmaður hjá KSÍ, Þáli Gísla Jónssyni, fyrirliða ÍA, íslandsbikarinn. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.