Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 jntssunv/.. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins ERU OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Már, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigurður Már Harðarson Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla firnmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er 'bent á.að panta auglýsingaþláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Lands- símasala Gísli Einarsson, ritstjóri. Það læra böm... -málþing í Stykkishólmi umjafnrétti í samstarfi foreldra við fæöingu barns Málþing með yfirskriftinni Það læra börn ... var haldið á Fosshóteli í Stykkishólmi s.l. föstudag. Var málþingið á vegum Jafnréttisstofu og hið þriðja í röð fjögurra sem ætlað er að fylgja eftir nýjum fæð- ingar- og foreldraorlofslögum, vekja athygli á þeim og umræðu um þau. Flin fyrri tvö voru haldin á Ak- ureyri og Reyðarfirði og hið síðasta verður í Reykjavík í nóvember n.k. Þrjátíu konur og karlar víðs veg- ar af landinu sóttu málþingið í Stykkishólmi. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra setti þingið og fjallaði um til- komu og tilgang laganna. Katrín B. Ríkarðsdóttir, sérfræðingur á Jafn- réttisstofu greindi frá umræðum og niðurstöðum frá fyrri þingunum og Þorgerður Einarsdóttir, lektor við HI, fjallaði um rannsókn sem hún gerði í tengslum við verkefni Reykjavíkurborgar um fæðingaror- lof nokkurra karla. Fyrirlesarar í pallborðum voru Róbert Jörgensen, framkvæmda- stjóri St.Franciskusspítala, Aðalheiður Lára Guðmunds- dóttir, móðir í fæðingarorlofi, Olaf- ur Þ. Stephensen, ritstjóri, Hrefna Olafsdóttir og Nanna Sigurðardóttir, félagsráðgjafar, Einar Karlsson, formaður Verka- lýðsfélags Stykkishólms og Óskar Eyþórsson, skipstjóri. Fjallað var um fæðingar- og for- eldraorlof, ábyrgð foreldra, vinnu- markaðar og stjórnvalda, og hag barnsins í nútímaþjóðfélagi. Þar kom fram sú mikla breyting sem orðið hefur á fjölskyldumynstri Is- lendinga á síðari árum, en nú er hin dæmigerða kjarnafjölskylda, pabbi, mamma og börn komin í minni hluta meðal barnafjölskyldna. Mik- ið var rætt um breytt hlutverk feðra og þar með mæðra og áhrif þess á uppeldi barna. Þá varð mikil um- ræða um fæðingadeildir í heima- héraði, mikilvægi þeirra og áhættu- þætti og byggða-, stétta-, kyn og einstaklingsbundinn mun á mögu- leikum til að nýta orlofið. Tekin voru til umræðu dæmi um mæður og feður sem lenda milli stóla við útreikning á greiðslum úr fæðing- arorlofssjóði og bent á hvernig slík mismunun bitnar á börnum þeirra. Umræður voru fjörugar og vakti ekki síst athygli hversu fjölbreytt sjónarmið komu fram, enda ekki á hverjum degi sem afar og ömmur, ungabörn, mæður þeirra og feður, forstjórar, skipstjórar, læknar, hjúkrunarfræðingar og forsvars- menn verkalýðsfélaga sitja að spjalli við ráðherra, sveitarstjórnarfólk og sérfræðinga um málefni barna, mæðra og feðra. smh/Valgerður H. Bjamadóttir Agæt þátttaka var í Stykkishólmi sl. fdstudag á málþingi um jafirétti ftrreldra við feðingu barns. Það hefur varla farið fram hjá neinum að Landsímasala hefur ver- ið í lágmarki undanfarna daga og þrátt fyrir miklar væntingar er enn til heilmikið af Landsíma á lager. Það er hinsvegar alveg ástæðulaust að gera grín að því. Þessi einkavæðingastefna sem nú er stunduð er alveg ný af nálinni og þarf tíma til að sanna sig. Fram til þessa hef- ur það nefhilega ekki verið eins algengt og margir halda að ríkisfýr- irtæki hafi verið seld. Þau hafa hinsvegar verið gefin þeim sem vel voru að því komnir, kosningastjórum, hollvinum og hávelbornum einstaklingum. Það er því ekki að undra þótt mönnum bregði við þegar allt í einu á að fara að krefjast greiðslu fyrir hlutina. Ekki er ég í hópi þeirra sem hlakka yfir lélegri Landsímasölu. Mér er yfirhöfuð hjartanlega sama um hver á hvað. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að fá eðlilega símaþjónustu. Þar tel ég mig eiga hags- muna að gæta þar sem ég er þannig í laginu að ég er undantekninga- laust alltaf í símanum hvort sem einhver vill tala við mig eða ekki. Það óttast það margir að eftir einkavæðingu Landsímans verði þjónusta hans á Landsbyggðinni það dýr að það borgi sig fremur að ganga landshlutanna á milli til að eiga samskipti við fólk heldur en að eyða mánaðarlaununum í eitt hallo. Því hefur að vísu verið lýst yfir að til þess verði séð að verð þjónustunnar hækki ekki upp úr öllu valid í hinum dreyfðu byggðum. Enn hefur hinsvegar ekki kornið í ljós hvernig. Eg treysti hinsvegar samgönguráðherra til að tryggja áframhaldandi jöfnuð, ekki bara út þetta kjörtímabil, heldur til frambúðar. Eg hef líka ástæðu til að ætla að hann geri það þar sem hann hefur þegar sýnt að hann ber hag landsbyggðarinnar fýrir brjóst auk þess sem ekkert bendir til annars en að hann sé strang- heiðarlegur og heill í því sem hann er að fást við. Eg veit svo sem ekki hvort það er nýnæmi í embætti samgönguráðherra en allavega ekki sjálfgefið í pólitík. Margir malarbúar eru þeirrar skoðunar að verð og gæði þjónustu eigi að ráðast af markaðnum. Þeir telja það ekki verjandi að sóa aur- um skattgreiðenda í rafurmagn, vegslóða og fjarskipti í krummakuð og afdali þar sem kostnaður per haus sé langt út fyrir öll skynsemis- mörk. Fyrst þetta útálandilið hefur ekki haft vit á eða dug í sér til að drattast í bæinn með sitt hyski er því ekki of gott að éta það sem úti frýs. Annað hlóð er hinsvegar yfirleitt í strokknum þegar þessir hin- ir sömu fara í sinn sumarbústað í Skorradal eða Húsafelli. Þá skilja menn ekkert í því að það sé ekki hægt að bjóða upp á mannsæmandi samgöngur, geessemmsamband eða óbrenglaða sjónvarpsútsend- ingu. Þa er það ailt í einu orðið tii skammar að aimannate skuli ekki nýtt til þess að bjóða upp á almennilega þjónustu í hinum dreifðu byggðum. Þá rennur það líka kannski upp fýrir einhverjum að landsbyggðarlýðurinn borgar líka skatta, oft af vanefnum að vísu. Þannig er það nú. Þótt ég ítreki að ekki sé ástæða til að hæðast að Landsímasölunni fremur en mörgu öðru sem ekki gengur fullkomlega upp á fýrsta degi þá mættu menn nota þetta tækifæri til að velta fýrir sér hvort það sé yfirhöfuð skynsamlegt að einkavæða allt og alla. Helstu rök- in hafa verið þau að einkarekstur sé líklegri til að skila árangri. Akkúrat í dag er við hæfi að benda á að besta knattspyrnulið lands- ins, nýkrýndir Islandsmeistarar Skagamanna, er ekki einkarekið en hefur engu að síður náð ótrúlegum árangri. Hinsvegar eru nokkur einkarkin sparkfýrirtæki í íslensku knattspyrnunni og hvar standa þau í dag? Gísli Einarsson, einkavæddur en óseldur Er 91 árs saga brauðagerðar í Stykláshólmi á enda? Tvísýnt er um framtíð Brauða- gerðarhúss Stykkishólms sam- kvæmt eiganda þess, Guðmundar Teitssonar. Guðmundur segist alvarlega vera að hugsa um að hætta rekstri brauðagerðarinnar í núver- andi mynd því ekki sé hægt að halda úti taprekstri ár eftir ár eins og verið hefur. Segir hann að ef til þess komi sé það auðvitað einstak- iega sorglegt þar sem bakarí hafi verið hluti af bæjarbragnum í Stykkishólmi í 91 ár. „Það er þrennt í stöðunni fýrir okkur að gera. Við getum einfaldlega hætt rekstri og selt tækin, farið að selja inn á stærra markaðssvæði eða hreinlega tekið okkur upp og flutt aðstöðuna á stærra markaðssvæði,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að hann hafi ekkert í sjálfu sér á móti samkeppni en aðflutt brauð frá stórfyrirtækjum úr Reykjavík séu alltaf að verða fýrirferðameiri og það grafi undan grundvellinum fýrir rekstri bakarís í svo litlum bæ sem Stykkishólmur er. smh Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, leiðsagði um gamla Grundarkamp sl. sunnudag, Emblumar komnar af stað í Stykkishólmi Vetrarstarf Emblu er hafið en það er félagsskapur kvenna í Stykk- ishólmi sem stofnað var árið 1981 og hefur það m.a. að markmiði að efla sjálfstraust og fræðast. Upphaf- lega var félagið í samstarfi við al- þjóðafélagið International Training in Communication (ITC) en sagði skilið við það árið 1989 og hefúr upp frá því haldið uppi blómlegu starfi á eigin vegum. Að sögn Jó- hönnu Guðmundsdóttur, forseta Emblu, er starfsemin með afar fjöl- breyttu sniði. „Fræðslustarfsemin felst í því að fá fýrirlesara á fundi og síðan erum við duglegar að fara í vettvangsferðir sem eru einnig skemmtiferðir hjá okkur. Þá heim- sækjum við vinnustaði en notum tækifærið og förum leikhús, út að borða, í baðhús og bara skemmtum okkur vel. Við höldurn árlega ræðukeppnir, kappræður og rnenn- ingarvöku að vori fyrir bæjarbúa, en þá sláum við líka upp list- og handverksýningum," segir Jó- hanna. Venjulega eru tveir fundir í mán- uði á veturna hjá félaginu. Um tutt- ugu konur eru nú starfandi í Emblu en lög félagsins gera ráð fýrir því að ekki fleiri en þrjátíu séu starfandi í einu svo árangur náist frekar. smh Rústir Grundar- kamps kort- lagðar A laugardaginn sl. var alþjóðleg- ur menningarminjadagur í Evr- ópu. Er þetta árviss viðburður þar sem athygli er beint að áhugaverð- um friðlýstum sögustöðum í Evr- ópu og þeim gerð skil með einum eða öðrum hætti. Grundarkampur er bæjarstæði gamla Grundarfjarð- arkaupstaðar og var einn hinna ellefu útvaldra staða á Islandi að þessu sinni. A sunnudaginn sl. var þar afhjúpað upplýsingaskilti sem sýnir hvernig húsaskipan var á svæðinu á 18. öld, áður en kaup- staðurinn var fluttur á núverandi stað, auk þess sem Magnús A. Sig- urðsson, minjavörður Vesturlands, var með leiðsögn um svæðið. smh Leiðrétting I síðasta tölublaði Skessuhorns var rangiega hermt að tii stæði á næstunni að leggja bundið slitlag á leiðina milli Arnarstapa og Hellna. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hefur bundið slit- lag verið á þessum vegarkafla í um eitt ár en hið rétta er að um þessar mundir er verið að leggja um 2,5 km ffá afleggjaranum út að Hellnum og að Þjóðgarðs- mörkum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.