Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 7 Þó manni hafi verið inn- prentað frá blautu barnsbeini að sýna æðruleysi og stillingu þegar manni mislíkar getur æðruleysið og stillingin skropp- ið í orlof þegar manni mislíkar svona óforvaris. Jafnvel getur maður sýnt æðruleysi þegar maður fer að sækja kýrnar til kvöldmjalta og rigningin er þvílík að manni flýgur í hug að slá upp svo sem einni örk og týna til tvennt af flestu, þá sest maður upp í þá dráttarvél sem mótþróaminnst fer í gang og ekur af stað. Æðruleysið er til fýrirmyndar þó þurrkurnar séu bilaðar og maður verði að ferð- ast svona mest eftir minni. Eins haggast fýrrgreint æðruleysi ekki um tommu þó vélin reyki langt umfram það sem Kíjótó bókunum og Grínpískellingum þykir gott. Það er ekki fyrr en maður kveikir á útvarpinu að æðruleysið og stillingin fara út af sporinu. Það var rappara- skratti að þrugla á Bylgjunni bjartri og brosandi svo ég stillti á rás tvö. Þar var síflissandi út- varpskona að fjalla um uppi- stöðulón, virkjanir og álver á Austurlandi og bað fólk endi- lega að hringja og tjá sig um málið. Síðan urðu allar línur rauðglóandi eins og sagt er, og allir voru á móti uppistöðulón- um, virkjunum og álverum á Austurlandi, og síflissandi út- varpskonan hjartanlega sam- mála þeim öllum. Síðan kom á línuna einhver Austfirðingur og var fýlgjandi uppistöðulónum, virkjunum og álveri á Austur- landi. Þá förlaðist útvarpskon- unni flissið og sagði manninum með umvöndunartón í röddu að hvorki henni né ýmsum íbú- um höfuðborgarsvæðisins væri ljúft að sjá á eftir skattpening- um í fyrirhugaðar framkvæmd- ir. Þá vildi Austfirðingurinn koma því á ffamfæri að Aust- firðingar borguðu líka skatta og hefðu þar með kannski lagt fram fé til stóriðju á suðvestur- horni landsins. Nú var umræð- an kornin á það stig að útvarps- konan greip til þess ráðs að segja viðmælanda að hún þyrfti að hleypa öðrum að og kvaddi manninn sem var í miðri setn- ingu og náði síðan sínu fyrra flissi. Nú geta menn verið með eða á móti virkjunum og álveri á Austurlandi á hinum og þess- um forsendum, alvaran liggur í viðhorfi sumra höfuðborgarbúa til dreifbýlisins. Sem sé því að við sem búum úti á landi séum ómagar á framfæri þeirra fyrir sunnan. Annars á ekki af undir- rituðum að ganga hvernig fjöl- miðlarnir rugla hjá honum æðruleysi og stillingu. I Kast- ljóss þætti í sjónvarpinu um daginn voru stjórnendur búnir að gera undirritaðan forvitinn um efni þáttarins, þar sem fjalla átti um jarðneskar leifar hár- greiðslumeistarans við Galtará, náttúrufræðingsins og lista- skáldsins góða, Jónasar Hall- grímssonar. Konur tvær sem stjórnuðu þættinum höfðu fengið til sín ágætan klerk sem nýlega kom fram með þá kenn- ingu að líklega hvíli skáldið ekki á tveimur stöðum eins og hingað til hafí verið haldið, heldur þremur. Báðu þær klerk- inn um forsögu málsins. Hann var rétt byrjaður á að segja frá þegar stjórnendur sögðu tím- ann vera að fljúga frá þeim og vildu nú fá að heyra um upp- gröft beinanna í Danmörku. Varla var klerkur búinn að opna munninn þegar stjórnendur sögðu tímann kominn á enn meira flug en fýrr og vildu nú víkja sögunni heim til Islands. Fékk nú klerkur nokkurn veg- inn ótruflaður að segja frá flutningi beinanna frá Reykja- vík og norður í Oxnadal en þá var tíminn farinn að fljúga langt umfram ljóshraða og stjórn- endum orðið meira en mál að segja bless. Það er bölvaður skandall þegar áheyrilegir menn fá ekki frið til þess að ljúka máli sínu fýrir óþolin- móðum þáttastjórnendum, það hefði bara mátt byrja viðtalið fýrr og skera þá niður þetta hefðbundna snakk um verð- bólgu og verðbréfabrask sem tröllríður öllu flestum stund- um, ég hefði haft þennan pistil lengri ef tíminn væri, bara ekki floginn frá mér. Bjartmar Hannesson Laust starf Húsvarðarstaða við Brún Laus er til umsóknar staða húsvarðar við félagsheimilið Brún, Bæjarsveit. I Viðkomandi starfsmaður hefur umsjón með \ útleigu húsnæðisins og minniháttar viðhaldi. Húsvörður sér einnig um ræstingu. Félagsheimilið er leigt út til fundahalda og samkomuhalds allt árið. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar, sími: 435 1140. Netfangið okkar er sveitarstjori@borgarfjordur.is. Sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar k QÍþjéðígfUFn G. srrrrrru'ícgrrrrr 20. s(sp.í:(srrrr:<sr Kl< 14.66 verdur Félag hjartasjúklinga á Vesturlandi með hjartagöngu. Mœting kl. 14. við stuðlabergið Gerðuberg í Eyjahreppi, síðan verður gengið að Rauðamelsölkeldu. Iframhaldi af göngunni verður aðalfundur félagsins haldinn í Laugagerðisskóla þar sem Gísli Einarsson ritstjóri verður með gamanmál. Hefopnað endurskoðunarskrifstofu að Borgarbraut 49 Borgarnesi. Veiti alhliða þjónustu á sviði bókhalds og reikningsskila, endurskoðunar, skattamála og rekstrarráðgjafar. ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA KONRÁÐS KONRÁÐSSONAR Sími 437-2150, GSM 898-9255

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.