Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 9
jnC,39(jnu>^ FLMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 9 flagga því m að gera enn betur en þeir og það er vissulega gaman að geta gefið þeim og öðrum þessa afmælisgjöf að koma heim með titili að fimmtíu ára afmæli finsta Islandsmeistaratit- ilsins. Hvatti mig til að hætta Blaðamaður Skessuhoms hevrði þá kjaftasögu, sem átti að lýsa metnaði feðganna Olafs og Þórðar á knattspvrnusviðinu, að þegar hann lék sinn fyrsta meistaraflokks- leik, sextán ára gamall þá hafi Skagamenn tapað og Oli ekki þor- að heim til sín fi'rr en liðið var á nótt. „Þetta er nú ekki satt enda átti ég ekki von á neitt slæmum mótt- tökum. Pabbi var hinsvegar alltaf að hvetja mig til að hætta vegna þess að ég gæti ekki neitt og það hvatti mig enn frekar til að standa mig. Þegar maður var að bvrja var mað- ur að vísu stundum svekktur og í- hugaði stundum að hætta en þrjóskan rak mann áfram.“ Púlsinn fljótur upp Flestir áhorfendur á leikjum Skagamanna í sumar hafa eflaust heyrt í Olafi þegar hann er að senda leikmönnum tóninn af hliðarlín- unni og einhverntíma hafa rúðurn- ar í búningsherberginu örugglega nötrað í háfleik þegar skammirnar dundu á leikmönnum. Það vekur hinsvegar athygli að á öllum sínum ferli kveðst Ólafur aðeins einu sinni hafa verið áminntur sem leikmaður og jafn oft sem þjálfari. „Það er vissulega oft erfitt að hafa hemil á sér. Ég hef mikið skap og vil ná ár- angri og það kostar að púlsinn fer oft fljótt upp en líka fljótt niður aft- ur þó maður láti svolítið í sér heyra. Það er hinsvegar djöfúlleg tilfinn- ing að vera á bekknum í spennu- þrungnum leik og geta ekki haft nein áhrif inni á vellinum. Maður verður hinsvegar að treysta strák- unum tdl að höndla þetta og það hafa þeir gert.“ Kitlar að þjálfa erlendis Aðspurður um efrirminnileg at- vik á nýliðnu keppnistímabili segir Ólafur: „Það var þá helst að tapa þessum helv... leik á móti Fylki í undanúrslitunum. Síðan eru allir þessir sigrar náttúrulega eftirminni- legir og það að hafa ekki tapað heima. Það skapar pressu á önnur lið og er mjög jákvætt fyrir okkur. Síðan er það að sjálfsögðu samstað- an innan vallar sem utan og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öll- um sem tóku þátt í þessu, Aðalsteini Vfglundssyni aðstoðarþjálfara, Heimi búningameistara, Georg sjúkraþjálfara, Guðjóni lækni, stjórn félagsins og stuðningsmönn- um.“ Að lokum er við hæfi að spyrja nýkrýndan Islandsmeistara um framtíðaráætlanir. Ætlar hann að gera Akurnesinga að Islandsmeist- urum um ókomna tíð eða hugsan- lega að feta í fótspor bróður síns, Teits, og skapa sér nafri sem þjálfari á erlendri grund. „Það er of snemmt að segja til um það. Hér er skemmtilegt að vera, skemmtilegur fótbolti, góð aðstaða og umgjörð. Það kitlar að þjálfa erlendis en alla- vega langar mig að vera í boltanum áfram. Þetta er búið að vera mitt aðal áhugamál síðan ég fór að ganga,“ segir stjama sumarsins í ís- lenskri knattspymu. GE Toppurinn á ferlinum segirfyrirliðinn, Gunnlaugur Jónsson ,JÚ, ég held að þetta sé toppur- inn á mínum ferli,“ segir fyrirlið- inn Gunnlaugur Jónsson sem margir telja vera mann mótsins. „Eg var óvænt inni í liðinu þegar við unnum KR í úrslitaleik 1996. Það var mjög stór leikur og mikil umgjörð. Þetta er hinsvegar stærra fyrir mig þar sem ég er kannski einn af lykilmönnunum í dag og ber því meiri ábyrgð á sigrinum en '96 vár ég yfirleitt utan við byrjun- arliðið. Það bjóst líka enginn við þessu núna, hvorki við leikmenn- irnir né aðrir og það gerir sigurinn enn sætari. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu var leikurinn í Eyjum æsispennandi og úrslit mótsins voru ekki ráðin fyrr en lokaflautið gall við. Það má því búast við að leikmenn hafi verið orðnir taugatrekktir í restina. ,Jú, ég get ekki neitað því. Síðasta korterið var ansi erfitt. Við misst- um Grétar útaf á miðjunni og það var mjög slæmt þar sem hann er góður skallamaður en þeir voru að reyna háa bolta fram og voru með hávaxið lið. Þá settu þeir Hlyn frarn og lögðu allt undir. Síðan höfðu þeir vindinn í bakið í seinni hálfleik svo þetta var vægast sagt verulega erfitt en vörnin hélt því sem þurfti. Eg vil reyndar meina að þeir hafi ekki fengið mikil færi en föstu leikatriðin voru hættuleg hjá þeim. Óli harður Gunnlaugur var fyrirliði í sumar í fyrsta sinn og fékk það hlutverk að stjórna liði sem var að mestu skipað leikmönnum sem voru enn blautir á bakvið ejn-un. „Ég get ekki kvartað yrfi þessu hlutverki og það hefur gengið vel þrátt fyrir að við séum að mestu með smá- stráka. Þeir eru aldir upp við að gefa allt í leikina og það skiptir ekki máli hvort þeir eru að spila í 2. flokki eða meistaraflokki. Hverju þakkar fiTÍrliðinn þenn- an góða árangur? „Það er náttúru- lega þjálfarinn og leikmennirnir, stemmingin í hópnum, þeir sem halda utan um þetta allt og stuðn- insmennirnir. Stemmingin í hópn- um var góð og það má kannski þakka því að fiárhagslegar þreng- ingar félagsins þjöppuðu mönnum saman og menn voru líka stað- ráðnir í að leysa þau vandamál sem upp komu innan hópsins. Það skiptir öllu að hafa móralinn í lagi. Hvað þjálfarann varðar þá má náttúrulega segja að hann sé býsna harður og það er það sem þarf. Eg vil frekar hafa harðan þjálfara og góðan aga heldur en einhverja bleiðu sem ekki tekur á neinu. Olafur er vissulega harður en hann er líka sanngjarn. Þetta er það sem skilaði árangri og það var þess virði. Ég man ekki eftir ann- ari eins stemmingu og á Akratorgi á sunnudaginn og vonandi verður hún endurtekin á uppskeruhátíð- inni hjá okkur um aðra helgi,“ segir Gunnlaugur fyrirliði. GE Otrúleg tilfinning Siguröur Sigursteinnson skoraöi seinna markiö í Eyjum Sigurður Sigursteinsson er kannski ekki einn af þeim leik- mönnum sem voru mest áberandi í sumar en hann kom oft inn í liðið á mikilvægum augnablikum og átti þá jafnan góða spretti. Það sem stendur uppúr er þó vafalaust markið sem hann skoraði gegn Vestmanneyingum á sunnudaginn var. „Það var ótrúleg tilfinning og maður fattaði þetta ekki fyrr en eftir á. Eg er ekki markaskorari og vissi ekki hvernig maður átti að bregðast við. Þetta er fyrsta mark- ið mitt fyrir IA í efstu deild og tímasetningin var góð en það er alls ekki leiðinlegt að skora mörk sem hafa jafn mikið að segja og þetta. Aðspurður segir Sigurður það oft vera erfitt að þurfa að berjast fyrir sæti í liðinu allt sumarið eins og raunin hefur verið í hans tilfelli. „Það er alltaf hundfúlt að vera á bekknum og því hefur maður reynt að nýta sénsana til fullnustu í stað þess að setjast niður og væla. Ég hef átt dapra leiki en yfirleitt skilað mínu og það var gaman að fá þetta tækifæri í úrslitaleiknum. Það var hinsvegar að sama skapi leiðinlegt fyrir Andra Karvels að missa af þessum leik vegna meiðsla en hann var búinn að vera að spila mjög vel í þessari stöðu.“ Sigurður segir að þessi eftir- minnilegi endasprettur gefi góða innspítingu fyrir næsta sumar. „Það er ekki spurning. Maður var stundum þreyttur þegar ver gekk en á stundu eins og í Vestmanna- eyjum og við heimkomuna þá er það fljótt að gleymast og maður fer mjög sáttur í frí.“ GE Blóð, sviti og tár Baldur Aöalsteinsson sáttur þrátt fyrir markaþurrö „Það má sannarlega orða þetta þannig að þetta hafi verið blóð sviti og tár,“ segir Húsvíkingurinn knái, Baldur Aðal- steinsson. „Þetta var erfitt ár en við enduðum það eins og á að gera. Maður sá það núna í lokin hverju maður er bú- inn að vera að berjast fyrir og það reyndist vera vel þess virði. Ég er búinn að vera hérna í þrjú ár og við höfum alltaf unnið bikar þótt þeir hafi verið misstórir. Fyrsta árið var það deildar- bikarinn, þá bikarinn í fyrra og núna sá stóri. Þetta er stöðugt uppávið og gæti ekki verið betra. Ég veit hinsvegar ekki hvar þetta endar.“ Þótt Baldur hafi stimplað sig rækilega inn í liðið með góðum leik á síðasta keppnistímabili þá átti hann misjöfnu gengi að fagna í sumar. Hann þurfti að berjast fyrir stöðu sinni í liðinu og gekk illa að skora. „Það er samkeppni um stöður í liðinu og það er af hinu góða. Eg var ekki að spila eins vel og ég vildi í sumum leikjum en mjög vel í öðrum. Ég var vissulega orðinn pirraður á þessari markaþurrð en ég er samt sáttur við sumarið í heild.“ Aðspurður um eftirminnilegasta at- vikið í sumar segir Baldur: „Ég held að það hljóti að vera að hafa verið valinn í landslið og ná að skora tvö mörk og síð- an sunnudagurinn að sjálfsögðu.“ GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.