Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 Hvar var Salteyrarós Eyrbyggju ? Jón Pétursson skrifar um Kolgrafarfjörð Þar sem Bjarnarhafnarfjall á norðanverðu Snæfellsnesi rís hæst í 573 m heitir Skipaþúfa. Nafnið dregið af því að þangað var farið upp, stundum daglega hér fyrrum þegar von var á vorskipunum eftir langan og oft strangan vetur þegar farið var að sverfa að um mjölvör- una og á kútinn, en af Skipaþúfu sér að Snæfellsjökli. Sæist skip við jökulinn var farið hraðboði um sveitir að boða komu þess. Þá var eftir að sjá hvort sigl- ing yrði á Grundarfjörð, Kumbravog hjá Bjarnarhöfn eða Nesvog við Stykkishólm og enn fyrr hvort skip kæmi á Salteyrarós. En hvar er Salteyrarós ? Var Salteyrarós þar sem er Grundarós í Grundarfirði, Kvía- bryggjuós, eða á vöðlunum við Kirkjufell, eða var hann í Kolgraf- arfirði þar sem Bersekseyrar- og Kolgrafaroddi koma saman og mynda nokkuð aðþrengda vík sem kölluð er Hópið. Salteyrarós er því eitt þeirra ör- nefna yfir stað sem álitamál er um hvar hafi verið. Þar sem nú mun vera uppi ætlan um þverun Kolgrafarfjarðar með brú millum Kolgrafar- og Ber- serkseyrarodda austan íjarðar og Hjarðarbólsodda að vestan, ætla ég að velta því upp fyrir mér og þeim sem eiga munu þarna leið yfir fjörðinn í framtíðinni, hvort hugs- anlega geti verið að í Hópinu í Kolgrafarfirði sé hinn forni Salt- eyrarós sem getið er um í Land- námu og síðar ? Eyrbyggju. Svo var álit séra Helga Sigurðs- sonar sóknarprests á Setbergi í Setbergssókn 1866 til 1875, en hann má telja stofnanda Forn- gripasafnsins sem var forveri Þjóð- minjasafns Islands. Af frásögn í Eyrbyggju er höf- undur hennar ekkert í vafa um hvar Salteyrarós er, því hann stað- setur hann ekki, þar sem allir vita þegar hann ritar söguna á fyrri- hluta 13. aldar hvar hann er. I Eyrbyggju segir frá því er Snorri goði á Helgafelli brenndi kaupskip í Salteyrarósi, sem var aðför tengd svokölluðum Máva- hlíðarmálum. I Eyrbyggju segir: „Þetta sumar kom út í skip í Salteyrarósi ok áttu hálft norrænir menn. Hét Björn stýrimaður þeirra. Hann fór til vistar á Eyri til Steinþórs. Hálft skiptit áttu suðreyskir menn og hét Alfgeir stýrimaður þeirra. Hann fór til vistar í Mávahlíð til Þórarins svarta.“. Svo segir: „Snorri goði reið upp um háls til Hrísa ok svá til Drápu- hlíðar ok um morguninn út til Svínavatns ok svá til Hraunsfjarðar ok þaðan, sem leið liggr, út til Tröllaháls ok létti eigi ferðinni fyrr en við Salteyrarós.". Hér með lýkur að segja frá Salt- eyrarós í Eyrbyggju og líklega hvergi aðrar ritaðar heimildir um þennan stað, þar til Arni Thorla- cíus í söguörnefnum í Safni til sögu Islands Kpmh. 1860 segir svo um Salteyrarós: „Það er máske meir getgáta en vissa að þessi ós sé sá, sem nú er kallaður Grundarós, því af Eyrbyggju verðr það ei séð. I Grundarfirði eru tveir aðrir ósar: Kvíaós hjá Krossnesi, sem er eins djúpur og Grundarós, og endar við svonefnda Bryggju miklu dýpri, því þar gæti haffært skip legið á floti enda um fjöru; og svo er ós og höfn góð hjá Kirkjufelli, sem menn með vissu vita, að til forna hafa skip komið á. Skammt fyrir innan Kirkjufell eru gamlar tóptir, og ár tvær litlar, sem kallaðar eru Búðá ytri og innri.“. Af þessum skrifum Arna sést að hann er í vandræðum með að stað- setja Salteyrarós, því hann veit ekki um Hópið í Kolgrafarfirði sem lík- legan stað og fer því að velta fyrir sér öðrum stöðum en Grundarós, sem hann réttilega útilokar sem Salteyrarós samkvæmt frásögn í Eyrbyggju. Þessar vangaveltur Arna eru síð- an að mestu endurteknar af Krist- jan Kaalund Kpmh. 1877. Aftur á móti telur séra Helgi Sigurðsson í sóknarlýsingum fyrir Setbergssókn 1873 að Salteyrarós hafi verið í fyrrnefndu Hópi og færir fyrir því mjög sannfærandi rök a.m.k. fyrir þá sem kunnugir eru þar staðháttum. Þá finnst mér ljóst að séra Helga hafi verið bent á staðinn af sveit- ungum sínum og sóknarbörnum, enda hann aðkomumaður, og eins að sögusagnir hafi gengið meðal fólks um þennan stað. Það bendir til niðurlagsorða hans í athuga- semdum eftir staðarlýsingu þar sem hann segir: „Talað er og um komu írskra í Hópið.“. En hann skrifar: „Framundan Kolgrafarodda, millum hans og Berserkseyrarodda er hóp nokkuð, almennt nefnt Hópið. Fellur mjög úr því um fjörur, svo það verður nálega þurrt. Það er þrengra að framan heldur en þegar inn í það er komið og hefir rnjúkan sand- botn, er alldjúpt lón utan einn hólma í því. Um hinar stærri flæð- ar er það skipgengt og það fyrir þilskip, sjálfsagt hin minni af þeim eða þau, er væru grunnskreið (líkt og voru skip fornmanna). Þar eru og einkum á einn veg, allháir bakk- ar, bæði til skjóls, og líka má við þá nærfellt vambleggja skipum um flæðar, og þetta hefir gjört verið, þegar Flateyringar fyrir 10-20 árum sóttu og keyptu mó af Kolgrafarmönnum og lögðu inní Hópinu skipum sínum. En gott mótak er skammt þaðan. Lýsing þessi bendir á, að í Hópinu mætti vera góð skipalega, og til þess ætla ég, að það hafi verið notað í fornöld. Og virðist mér einna lík- legast, að verið hafi hinn forni Salteyrarós, sem vafi leikur á, hvar verið hafi.“. Neðanmáls til rökstuðnings get- gátu sinni skrifar hann: „Sjá sögu- örnefni í Safni til sögu Islands, Kpmh. 1860 bls. 291, þar sem A. Thorlacíus leiðir í gátu, að Salt- eyrarós muni hafa verið ós sá, sem nú er nefndur Grundarós. En mér virðist sem Eyrbyggja (á bls. 36) geri það ekki ólíklegt (ef ekki næsta líklegt), að nefnt Hóp hafi verið hinn forni Salteyrarós. Helstu ástæður mínar fyrir þessu eru bæði hið ofannefnda: 1) að góð skipalega sé í Hópinu. 2) að fyrir grunnskreið skip er hún, að ég alit, hið besta í sókninni, eink- um á vetrum, og þá betri en í Grundarósi. 3) að Eyrbyggja, sem nú var sagt, virðist benda á, að hið hérgreinda sé næsta líklegt, ef til vill því hún segir (sjá útgáfuna í Leipzig 1864 bls. 36) að Snorri goði hafi farið, út til (en ekki yfir) Tröllháls og síðan til Salteyraróss. Hefði hann farið yfir Tröllaháls, sem sjálfsagt hefði verið, ef hann hefði ætlað til Grundaróss, hefði söguritarinn (er annar ferð hans nákvæmlega) víst getið þess, eink- um þar eð þangað var, við Trölla- háls, talsvert eftir af leiðinni, því virðist af orðum „út til Tröllaháls" að ráða, sem Snorri hafi við Trölla- háls átt lítið eftir af leiðinni út að Salteyrarósi og hafi þaðan farið hinn miklu betri og fljótfarnari veginn eftir Straumhlíðinni og síð- an norðan múlana til Hópsins (Salteyraróss), þar sem hann brenndi skip það, sem Austmenn- irnir voru að búa til brottfarar og móttöku Þórarni Mávhlíðing, að undirlagi Arnkels goða. Líka er, auk annars, athugandi, að frá Eyri (þar sem Austmennirn- ir vistuðust hjá Steinþóri) og til Hópsins var stuttur sjóvegur, og hægra og enda betra að hafa skipið þar en í Grundarósi, - Talað er og um komu ískra í Hópið.“. Við þessa ýtarlegu lýsingu og rökstuðning séra Helga um Hópið í Kolgrafarfirði, sem hann hefur lagt mikla vinnu í og haft fyrir- höfn, er litlu við að bæta annað en að taka undir með honum, að sá sem fer frá Drápuhlíð og yfir Tröllaháls og léttir ekki ferðinni þaðan fyrr en við Grundarós, verð- ur að á, á þeirri leið og þess þá ver- ið getið í ferðalýsingunni um ferð Snorra í Salteyrarós, sem er mjög nákvæm. Tröllaháls er skarð milli botns Hraunsfjarðar og vestur yfir í syðsta hluta Kolgrafarfjarðar, þar sem heitir Eyrarbotn, yfir nes það sem skagar í norður frá aðal fjall- garðinum og skilur að Hraunsfjörð og Kolgrafaríjörð, en Hópið liggur norð-vestanvert á nesi þessu undir Kolgrafarmúlanum. Hópið var því ekki í alfararleið þeirra tíma, og í aldir, þegar landleiðin lá út og inn Snæfellsnesið norðanvert, var far- inn Tröllaháls. Það sér vel til Flópsins frá Eyri, þ.e.a.s. Hallbjarnareyri sem er vestanvert við Kolgrafaríjörðinn því þeim megin fjarðar eru allháir sjávarbakkar og mátti vel fylgjast með hversu fram fór daglega í Hópinu og stutt sjóleið að færa þangað vistir, ef vetrardvöl ein- hvers eða annarra en Björns stýri- manns hafi verið um að ræða, í eða Akrastapar og Berkseyraroddi. Hoiýt af þjóðveginum. Eyrarfjall og Eyraroddi þar sem stóð landnámsbarinn Öndverðames Akurgerði hjd Akrastöpum Loftmynd afAkrastöpum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.