Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 11 Akrastapar vestanvert. Bjarnarhafnarfjall og Akureyjar þar horSuraf. við skipið, því annara en Björns er ekki getið að hafí farið til vistar hjá Steinþóri á Eyri og ekkert um að Austmenn hafi farið þangað eins og séra Helgi segir. Sjálft nafnið Salteyrarós tekur ekki af tvímæli um staðsetningu, því millum Kolgrafar- og Ber- serkseyrarodda er hóp og eyri en Grundarós er sjávarkambur og ós. Eða voru menn þarna að fást við saltsuðu.? Landfræðilega liggur Hópið vel fyrir verslun þar sem það er miðsvæðis á verslunarsvæði fyrir Helgafells- og Eyrarsveit, en með breyttum skipakost, verða aðrir staðir áhugaverðari og Hópið ekki í alfaraleið landleiðina eiris og áður segir. Því gleymdist nafnið Salteyrarós og hverju hann þjónaði í tímanna rás og öllum gleymdur nema fáum á tímum séra Helga á Setbergi. Og enn leynir Hópið á sér, þótt vel sjáist til þess frá núver- andi þjóðvegi, ofan bæjar á Kol- gröfum og fáum rennur í grun að þárna gætu léynst merkar minjar um hinn forna verslunarstað Salt- eyrarós. Því ber að fara varlega og með gát ef ráðist verður í vegagerð og brú yfir Kolgrafarfjörðinn á þessum stað. Það vakna og margar spurningar varðandi Salteyrarós, Eyrbyggju og niðurlagsorða séra Helga um Hópið í Kolgrafarfirði, þar sem harin ýjar að sögusögnum um að á Hópið hafi verið sigling af írskum. Hverjar voru þessar sagnir og frá hverjum ? Voru þetta Papar ? Að þeir hafi vitað urn þennan stað og nýtt hann fyrir landnám og síðan landnámsmenn og afkomendur þeirra tekið við af þeim. Var sigl- ing sú á Salteyrarós sem getið er um í Eyrbyggju einstök, eða var þarna kunnur verslunarstaður. Ekkert segir Eyrbyggja um það, þó frásögnin beri það með sér að svo hafi verið. Hvað með Papana? Hina írsku einsetumenn sem áttu að hafa ver- ið hér á landi um og fyrir landnám en engar minjar finnast eftir, ann- að en stutt frásögn í Landnámu. Margur maðurinn hefur velt sér upp úr þessari sögn og skapað úr henni fjölmennar byggðir Ira vítt um landið. Og má þá ekki bæta einnri byggðinni við, á þessu svæði við Breiðafjörðinn með höfn og kaupstað í Hópinu í Kolgrafar- firði? A ferðalagi til Grundarfjarðar síðastliðið sumar skrapp ég í tíma- leysi af þjóðveginum niður að Hópinu og litaðist þar um. Sjór var þá hálf fallinn í stórstreymi en enn lá þó sjór á því. Ég gekk niður mýrar og á lang- an klettarana sem gengur í norð- vestur til sjávar austan við sjálft Hópið. Tvær tjarnir eru þarna sitt hvoru megin ranans og er sú aust- ari mun stærri. Þegar komið er vel niður á klettaranann hallar honum niður að vestari tjörninni sem tengist sjálfu Hópinu með rennu meðfram sunnanverðum Berserkseyrarodd- anum og fellur sjór greinilega urn hana á flæðum og hálf föllnum sjó í stórstreymi eins og þarna var háttað og í tjörnina. Því er það, þegar betur er að gáð, þá er tjörn- in frekar lón en tjörn og hið ákjós- anlegasta skipalægi fyrir grunn- skreið skip. Þarna uppaf tjörninni í hallanum mót suð-vestri eru rústir húsa eða búða og mjög áberandi akurgerði, enda heitir klettarani þessi Akrastapar. Austan við hann þar sem hann er þverari sér einnig til rústa. Oll eru þessi ummerki og mannvistarleyfar sýnilega fornar. Sunnantil á rananum vestanverð- um gékk ég síðan fram á hringlaga rúst að því mér sýndist. Og þar er einnig akurgerði sáanlega eldra en hitt. Fram af þessum Akrastöpum í norður, út í skerjum er heitt vatn að finna sem meiningin er að leiða yfir væntanlega brú yfir fjörðinn og til Grundarfjarðar. Því endur- tek ég að fara verður með gát um allar framkvæmdir á þessum stað. Eg gékk síðan suður fjörur Hópsins og undir vel mannhæðar- háum bökkum þar sem mýrlendi er upphaf og suður í botn þess þar sem átt hefur sér stað nokkuð landbrot. A miðri þessari leið varð fyrir mér rudd vör í fjöruborðinu, gerð fyrir stærri skip. Kom mér þá í hug mótekja þeirra Flateyinga sem séra Helgi getur um. Eftir þetta flausturslega rand mitt um fjörur og nes Hópsins og það sem fyrir augu bar er ég sann- færður og sammála séra Helga um að þarna er Salteyrarós Eyrbyggju og hvergi annarsstaðar. Því hverjum þeim sem kemur fram í Akrastapa verður sýnilegt að þar eru fornar mannvistarleifar. Þá er Ijóst af skrifum séra Helga um Hópið að hann hefur ekki far- ið niður að Hópinu, heldur látið duga lýsingu og að horfa yfir það úr hlíðinni fyrir ofan. Þá er auð- vitað allt umhverfið annað en var fyrir eitt þúsund árum svo sem dýpt Hópsins sem þá hefur allt verið meira en nú er. Og enn sótti á hugann þessi dulúð um veru Papa á þessum stað og næsta nágrenni þegar ég gekk fram á hina fyrrnefndu hringlög- uðu rust og tengdi hana við sögn þá sem séra Helga var sögð um kaupskap Ira í Hópinu. Þá er hringlaga rúst á Gíslahjöllum í Eyrarodda þarna skammt undan og skerið Irland þar norðuraf. Hringlaga rúst er við Steinahlíða- haus á Eyrarfjalli þarna vestur af. I Akureyjum norðanundir Bjarnar- hafnarfjalli eru margar hringlaga rústir fornar. Var ekki byggingar- lag Papanna hringlaga ? En allt þarf sinn tíma. Einnig þessi staður, að einhver sérfróður leggi það á sig að rölta niður á Akrastapa að litast þar um. Jón Pétursson Salteyrarós Hópid í Kolgi'afinfiröi. Kolgrafaroddi til vinstri en Berkseyraroddi og tjamarlóvið til hægii. Eyrarfjall og Eyraroddi í baksýn. Lífiræn fuglahræða Þótt rúllun og plastpökkun séu heyverkunaraðferð sem slegið hef- ur í gegn ef svo má að orði komast þá fylgja henni ýmis vandamál. Meðal annars sækja fuglar mjög í rúllurnar og gata plastið þannig að heyið skemmist. A bæ einum á Vesturlandi hefur verið brugðið á það ráð að refsa viðkomandi fugl- um með líflátsdómi og hengja þá síðan upp á staur öðrum til viðvör- unar. Mynd: GE Mabrögð síðustu viku dagana 15. - 23. sept. Rifshöfh Straumur II 35 1 Handf. Hamar 53.650 3 Botnv. Bárður 8.502 4 Handf. Rifsnes 44.108 1 Botnv. Samtals 10.137 Bára 3.286 3 Dragn. Esjar 22.821 5 Dragn. Stykkishólmhöfin Rifsari 36.973 3 Dragn. Denni 1.820 3 Handf. Þorsteinn 24.791 3 Dragn. Elín 2.108 3 Handf. Faxaborg 26.041 2 Lína Fönix 755 2 Handf. Guðbjartur 1.024 2 Lína Glitský 1.935 3 Handf. Sæbliki 4.493 3 Lína Hólmarinn 3.038 3 Handf. Votaberg 854 1 Lína Hrísey 617 1 Handf. Þerna 2.169 2 Lína Kári 4.251 4 Handf. Bugga 1.240 2 Net Rán 1.696 3 Handf. Magnús 3.682 1 Net Snót 1.365 2 Handf. Oli Færey. 4.404 5 Net Bjarni Svein 40.434 5Hörpud. Pétur 1.265 3 Net Gísli G. II 31.258 5Hörpud. Saxhamar 8.703 3 Net Grettir 51.356 5Hörpud. Steini Rand. 2.056 4 Net Kristinn Fr. 56.016 5Hörpud. Örvar 9.199 1 Net Þórsnes 52.928 5Hörpud. Samtals 250.759 Arnar 17.680 5Krabbag. Pegron 10.130 4Krabbag. Amarstapahöfin María 4.874 4 Lína ísaborg 1.600 2 Handf. Samtals 282.261

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.