Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 12
tnor ír"j;i.'Trq^? ,rr .írT70Ar'T7,'vi'AR 1**1 12 FLMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 ^olSSSUllU.. Búfræðingur, rafvirki, leikmynda- hönnuður og listmálari Skagamaðurinn Vignir Jóhannsson segirfrd fjölbreyttri listsköpun sinni Vignir Jóhannsson myndlista- maður opnar sýningu í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi næstkom- andi laugardag, klukkan þrjú. Af því tilefni sló Skessuhorn á þráðinn til Vignis og fékk hann til að rifja upp ferilinn en Vgnir hefur hefur þrá- ast við að lifa af listinni í aldarfjórð- ung en það eru sjálfsagt ekki alltof- margir íslenskir listamenn sem geta státað af því. „Eg hélt mína fyrstu sýningu hér á Akranesi 1976 og hef verið í þessu eingöngu síðan. Eg hef reyndar komið víða við og er að fást við ýmis form og tek að mér ólík verk- efni. Það rímar líka við það að bak- grunnurinn er skrautlegur. Ég er upphaflega búfræðingur og lærði síðan rafvirkjun. Þá fór ég í Mynd- lista- og handíðaskólann og síðan í bandarískan listaháskóla á vestur- ströndinni, einn af þeim bestu, og útskrifaðist þaðan með masters- gráðu 1981. Eg hef síðan verið mest í Skándinavíu og Bandaríkjunum og núna hér heima. Eg hef hef mest verið í málverkunum en líka í skúlptrúum úr steini og bronsi og líka glerinu, sérstaklega í seinni tíð og hef haldið svona tvær sýningar á ári,“ segir Vgnir. Enginn lager Vignir segir að sér hafi alltaf gengið vel að selja enda hefur hann fyrir löngu skapað sér nafn í heimi listanna. „Eg get ekki kvartað enda hef ég aldrei náð að safna neinum lager. Þetta hefur alltaf farið fyrir rest. Eg hef hinsvegar líka verið að taka að mér einstök afmörkuð verk- efni þannig að ég hef kannski ekki getað afkastað eins miklu og ég hefði viljað. Eg hef talsvert verið í leikmyndagerð og ljósahönnun fyr- ir leikhús og mikið verið í að setja upp sýningar. Meðal annars setti ég upp forsýningu landmælinga í safnahúsinu á Görðum og er að vinna að endanlegri sýningu þar. Eg er nýbúinn að ljúka við upp- setningu á töfrabragðasýningu á Hótel Islandi og núna erum við Ari Trausti að vinna í Heklusetri fyrir austan. Einnig hef ég unnið fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Það er fínt að hafa þetta með og gott að hafa fjölbreytni. Eg ákvað það þeg- ar ég flutti heim frá Bandaríkjun- um að einangra mig ekki við eitt á- kveðið til að vaxa frekar og þroskast sem listamaður en mér fannst ég svolítið fastur í sama far- inu fyrir vestan. Þar var ég fyrst og fremst bundinn við penslana. Þessi íjölbreytilegi bakgrunnur minn nýtist mér líka vel í svo ólíkum verkefnum, það er helst að bú- fræðinámið sé vannýtt en þó ekki alveg.“ Meðal þeirra bestu Það er ekki nóg með að verkefn- in séu fjölbreytt heldur eru verkin unnin á fjölbreytilegustu stöðum. „Það er einn af mínum helstu kost- um að ég get unnið hvar sem er, hvort sem er úti eða inni. Eg hef unnið hingað og þangað, í Dan- mörku, Bandaríkjunum á strönd Korsíku, Róm og út um allt. Það gefur manni víðsýni og skapar f)öl- breytni í verkin að vera ekki bund- inn við einhverja afmarkaða vinnu- stofu.“ Að undanförnu hefur Vignir unnið talsvert í gler og hefur hlot- ið viðurkenningu á því sviði. „Mér var boðið núna í ágúst að vera með tvö verk í nútíma glerlistasafni sem Danir voru að opna í Kaupmanna- höfn. Þeir fengu alla helstu gler- listamenn Norðurlanda til að korna með sýn verk þannig að það var mikill heiður fyrir mig að fá að vera í þeim hópi, eini Islendingur- inn. Maður og náttúra Myndefni sitt sækir Vignir mikið í náttúruna enda er honum um- hugað um umhverfi sitt. „Eg veit ekki hvort á að kalla þessar myndir sem ég er að sýna á Akranesi lands- lagsmyndir en þær fjalla um sam- skipti mannsins og náttúrunnar. Vignir Jóhannssoti Maðurinn á að taka meira mark á náttúrunni og hlusta á hana í stað þess að stýra henni. Það er sá boð- skapur sem býr í þessum verkurn. Það er sennilega meira land í þess- um verkum sem ég er með núna og annað sem er kannski frábrugðið er að þessar myndir eru mjög litlar miðað við fyrri verk mín. Þetta eru olíumálverk sem eru 50 - 60 cm á kant en ég var yfirleitt í verkum sem voru svona 2 x 3,50 m eða þar um bil.“ Vignir segir það alltaf vera á- nægjuefhi fyrir sig að fá að sýna á Skaganum enda er hann þar fædd- ur og uppalinn. „Skagamenn hafa ávallt tekið verkum mínum vel og ég hlakka til að hitta þá núna ekki síst eftir glæsilegan endi á góðu fótboltasumri,“ segir Vignir. GE G0B TÆKITRYGGJA Wönustuumboa •»; ■wíMr'iii é ; ■; - 437-2020 / sse-asdt Brakarbraul 20-Borgamesi MÁLA BÆINN RAUDAN, A í HVAÐA LIT SEM Kl V V UjJL averktaki BRYNJOLFUR O. EINARSSON málari CSM: 894 7134 Heimasími: 435 1447 Lundi li - Lundarreykjadal -311 Borgarnesi SENDIBILL með lyftu Þorsteinn Arilíusson, Borgarnesi Símar: 861 0330 og 437 1925 Tek að mér alla alhlida flutninga. / ^l/tía-ra rUofci' Véátur/atmh Útfararstjóri: Þorbergur Þórðarson Heiðargerði 3, Akranesi Símar: 431 1835 / 855 0553 og 696 8535 Símboði: 845 9312 Fax: 431 1110 JÁRNSMÍÐAR skarði9VarSS°n’ ÖRMERKINGAR Lundarreykjadal se“j“g Sími/Fax 435-1391 „ Netfang: skard@aknet.is Ormerki hross. _______ _______ _________ ¥ Einangrunargler * Öryggisgler Speglar Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn GLER 1 ÖLUN Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 * Búsáhöld * Gjafavara * t-eikföng BÚVÉLA VWGERDIR Vesturgötu 14 • Akranesi 430 MÍO • MM4X3KÍ ir ■ ipmenn Verslið við heimamenn. VÖRUFllfTNSsiGAR J í L VESTIM.ANDS Bf Sólbakka 7-9 S: 437 2030 - Fax: 437 2243 Afgreiðsla í Reykjavík: Vöruflutningamiðstöðin. HAUKS Sími 437 1125

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.