Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 15
rnr'r '» ’Pmtn’OftÆGCR' '27.'SEW.MBER 2001 '15 úOtiSSlJtlUil ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR Einn óvæntasti og markverðasti íslandsmeistaratitill ÍA Sigurvegarar sigurvegaranna Ofboðsleg spenna allt fram á síðustu sekúndur mótsins Nærri lætur að um 2000 manns hafi verið á Akratorgi á sunnudagskvöidið til að taka á móti Islandsmeisturunum. Það var varla nokkur Skagamað- ur, hvar á landinu sem hann var staddur, sem ekki fylgdist með af áfergju síðustu andartökununum á íslandsmótinu í ár. Síðustu mín- úturnar í leik ÍA og ÍBV voru ekki fyrir hjartveika og var spennan þvílík að margir þoldu ekki við. Fregnir bárust af því eftir leik að margir hafi slökkt á viðtækjum sínum og snúið sér að einhverju öðru sem tók ekki eins mikið á taugarnar. T.a.m. varð formaður Knattspyrnufélagsins, Gunnar Sigurðsson, að fá sér göngutúr á meðan seinni hálfleik stóð vegna þeirrar spennu sem á leikvellinum ríkti. Bátarnir í Vestmannaeyja- höfn fengu notið nærveru Gunn- ars á meðan seinni hálfleik stóð en Gunnar kom aftur um síðir eða þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Óskabyrjun Það var Ijóst áður flautað var til leiks að jafntefli nægði Skaga- mönnum til þess að tryggja sér fyrsta íslandsmeistaratitilinn í fimm ár. Hafi einhver haldið að Skagamenn hafi ætlað sér að hanga á þessu stigi sem til þurfti þá var sá hinum sama fljótlega Ijóst að sú leikaðferð, að leggjast í vörn, var ekki uppá teikniborðinu hjá leikmönnum ÍA. Eftir sautján mínútur var staðan orðin 0-2 Skagamönnum í vil. Fyrra markið skoraði Kári Steinn Reynisson á 7. mínútu þegar að hann fylgdi eftir föstu skoti Grétars Rafns Steinssonar sem Birki Kristins- syni, markverði ÍBV, tókst ekki að halda. Tíu mínútum síðar fengu Skagamenn hornspyrnu sem Ell- ert Jón tók. Eyjamaður skallaði boltann útúr teignum þar sem Sigurður Sigursteinsson kom aðvífandi og skaut hnit- miðuðu skoti sem hafnaði í marki ÍBV. Þegar þarna var komið við sögu töldu ef- laust margir að nú væru úrslitin ráðin. Eyja- menn virtust ekki líklegir til afreka á meðan Skagamenn virkuðu frískir og tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem til þarf. Það kom því mönnum í opna skjöldu þegar Eyja- menn minnk- uðu muninn að- eins sjö mínút- um eftir annað mark ÍA. Við markið hresst- Gísli Gíslason bæjarstjóri var i Eyjum og fagnaði innilega með meisturunum. Kátir voru karlar... ust Eyjamenn án þess að ná nokkrum yfirtökum í leiknum. Þeir voru þó nærri búnir að jafna undir lok fyrri hálfleiks en Ólafur Þór Gunnarsson kom Skagamönnum til bjargar á síðustu stundu eins og svo margoft áður í sumar. Umdeild aukaspyrna í síðari hálfleik var komið að Eyja- mönnum að hafa sterkan vindinn í bakið og hófu þeir hálfleikinn af miklum krafti. Eftir klukkutíma leik höfðu þeir jafnað metin. Síðasta hálftímann sóttu Eyjamenn meira en að sama skapi þéttist vörn Skagamanna og fundu leikmenn ÍBV sjaldan smugur að marki gestanna og ef þeim tókst það var annar óyfirstíganlegur klettur fyrir þeim, Ólafur Þór Gunnarsson. Á 85. mínútu gerðist atvik sem vald- ið hefur töluverðum umræðum. Sturlaugur Haraldsson sparkaði boltanum í átt til Ólafs markvarðar í því skyni að Ólafur tæki auka- spyrnu sem dæmd hafði verið Skagamönnum. Áður en boltinn náði að berast til Olafs hafði einn Eyjamaðurinn komist í boltann og stýrt honum í autt markið. Dómari leiksins taldi hinsvegar ekki rétt staðið að framkvæmd aukaspyrn- unnar og markið því ólöglegt. Egill Már Markússon, dómari leiksins, bætti við rúmum sex mín- útum vegna þeirra tafa sem höfðu orðið í síðari hálfleik. Eyjamenn fjölguðu í sóknarlínunni hjá sér og hver sóknin á fætur annari dundi á Skagavörninni. Síðustu spyrnu íslandsmótsins áttu Eyjamenn þegar að skalli þeirra eftir horn- spyrnu fór rétt framhjá. Skaga- menn voru orðnir íslandsmeistar- ar í 18.sinn, sléttum 50 árum eftir þann fyrsta. Leikmenn ÍA fögnuðu sigrinum að vonum innilega en það kom hinsvegar mörgum á ó- vart að Eyjamenn samfögnuðu þeim innlega þótt þeir hafi að von- um verið svekktir þar sem þeir voru aðeins hársbreidd frá því að Myndir: Fréttir, Vestmannaeyjum standa í sömu sporum. Vakti í- þróttamannsleg framkoma Eyja- manna verðskuldaða athygli og mættu eflaust margir taka þá sér til fyrirmyndar. Sanngjörn niðurstaða Það kann vel að vera að Vest- manneyingar hefðu átt skilið sigur í þessum leik en þegar á heildina er litið voru Skagamenn með heil- steyptasta liðið og jafnbesta ár- angurinn í sumar og því ættu flestir að vera sammála um að úr- slitin hafi verið sanngjörn. Alla- vega ber mönnum saman um að þessi tvö lið sem þarna kepptu til úrslita voru sigurvegarar deildar- inna, lið sem byggðu að mestu á heimamönnum og ríkri hefð. Það var hinsvegar ekki nema einn bik- ar í boði og Skagamenn eru því sigurvegarar sigurvegaranna. GE Molar - Molar Grétar Rafn Steinsson fór í aðgerð í fyrradag þar sem gert var að brotnu ristarbeini. Grétar hafði spilað með beinið brákað síðan um miðjan júlí og það fór endanlega í sundur í leiknum gegn ÍBV. Reiknað er með að Grétar verði kominn á ról eftir 3-4 vikur. Fyr- ir vikið missir Grétar af leik ung- mennalandsliðs íslands gegn Dönum sem fram fer í næsta mánuði. Um 80 stuðningsmenn ÍA snéru við í Hveragerði á sunnudaginn þegar að Ijést var að ekkert yrði af fyrirhuguðu flugi til Eyja vegna veðurs. Flestir fóru á nýja fótboltabarinn á Akranesi, Skagabarinn, og mynduðu þar mikla stemmningu. Leikmenn ÍA fengu ekki bara höfð- inglegar móttökur á Akratorgi á sunnudagskvötdið. Um 40 manns gerðu sér ferð frá Akranesi til Þorláks- hafnar til að taka á móti leikmönnum ÍA. Þaðan keyrði hersingin í halarófu sem leið lá uppá Skaga. Haraldur Hinriksson tilkynnti það eftir leikinn á sunnudaginn að hann hyggðist leggja skóna á hilluna. Har- aldur, sem er 33 ára, spilaði rúmlega 250 leiki fyrir ÍA þau níu tímabil sem hann lék með meistaraflokki félags- ins. Sturlaugur Haraldsson lét einnig þau orð falla að hann væri hættur eft- ir þetta tímabil, ekki síst vegna þeirra slæmu meiðsla sem hann hefur átt við að stríða í baki undanfarin ár. Sturlaugur viðurkenndi þó fyrir Skessuhorni að hann væri ekki alveg jafn ákveðinn að hætta og hann sagðist vera en áframahaldandi knattspyrnuiðkun hans byggðist fyrst og fremst á því að hann fengi sig góð- an af bakmeiðslunum. Af þeim sextán teikmönnum ÍA sem skráðir voru til leiks gegn ÍBV á sunnudaginn, höfðu sjö þeirra áður fagnað íslandsmeistaratitli. Reyndar spilaði Reynir Leósson aðeins einn leik 1996, og átti því lítinn þátt í þeim sigri. Síðastliðinn tíu tímabil hafa verið þau sigursæiustu í sögu ÍA. Sex ís- landsmeistaratitlar og þrír bikarmeist- aratitlar unnust á þessum tíu tímabil- um. Ólafur Þórðarson hefur verið með iiðinu átta af þeim níu skiptum sem titill hefur unnist. Aðeins árið 1992 var Ólafur ekki með en þá var hann atvinnumaður i Noregi. Tveir núverandi leikmenn liðsins, þeir Sig- urður Sigursteinsson og Haraldur Hinriksson, spiluðu með Skagaliðinu 1992.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.