Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUÐAGUR 4. OKTOBER 2001 ðucsaunu.^ Slys við Glym Karl og kona slösuðust íllla þegar þau urðu fyrir grjótskriðu við fossinn Glym í Hvalfirði síð- astliðinn laugardag. Fólkið var í ferð með öðrum starfsmönnum Islenskra Ævintýraferða en tveir aðrir úr hópnum sluppu með skrekkinn. Björgunarsveitarmenn frá Akranesi og Reykjavík voru kallaðir út til að koma hinum slösuðu þangað sem hægt var að sækja þá á sjúkraflutningabiffeið en ekki var hægt að koma þyrlu við vegna lélegra veðurskilyrða. Um hundrað björgunarsveitar- menn komu að aðgerðinni og þurftu þeir að leggja mikið á sig til að flytja fólkið niður gilið og nið- ur að veginum, meðal annars þurftu þeir að synda yfir á og láta sjúkrabörumar síga niður foss. Konan var flutt á Landspítal- ann í fossvogi en karlmaðurinn á Sjúkrahúsið á Akranesi. Þau em bæði töluvert slösuð. GE Höfðabraut 14-16 Gengið til samn- inga við Verk-vík Á fundi bæjarráðs Akraness þann 27. september síðastliðinn var ákveðið að ganga til samninga við Verk-vík varðandi kaup á blokkinni við Höfðabraut 14-16 á Akranesi en fyrirtækið átti næst- hæsta boð í verkið. Þann 18. júlí síðastliðinn hafði bæjarráð samþykkt að taka tilboði hæstbjóðanda, Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar, og var bæjarstjóra falið að ganga frá nauðsynlegum samningum og að greina íbúum hússins frá niðurstöðunni. Nú, rúmlega tveimur mánuð- um síðar, lá hins vegar fyrir að ekki var hægt að ganga ffá samn- ingi við Trésmiðju Þráins og var því eins og áður sagði ákveðið að ganga til samninga við Verk-vík. ÁTVR opnar í Grundarfirði Nú er ljóst að ATVR mun opna útibú í Gmndarfirði þann 7. nóvember nk. Mun verslunin verða staðsett við hlið Blómabúð Maríu, að Hrannarstíg 3, þar sem rekin hefur verið fataverslunin Krýna. Næstkomandi laugardag fljtur Krýna starfsemi sína í hús- næðið þar sem matvöruverslunin Gmnd var áður, við Gmndar- götu, auk þess sem Teiknistofan Eik mun hafa þar aðstöðu sína. Ami Halldórsson, eigandi hús- næðisins að Hrannarstíg 3, verð- ur verslunarstjóri í áfengisversl- uninni og segir hann að fram- kvæmdarundirbúningur vegna opnunarinnar hefjist um miðjan október. Mikill reykur myndaðist þegur kvikuaði í Faxaborg á fóstudagsmorgun. Bruni í Faxaborgimii Eldur kom upp í Faxaborginni í upp á stjórnborðsgangi skipsins gekk vel að slökkva eldinn. Tjón er Rifshöfn sl. föstudagsmorgun. laust fyrir klukkan níu er löndun töluvert vegna elds og reyks og Samkvæmt heimildum Skessu- úr skipinu var nýhafin. Var línan t.a.m. ónýt. horns mun eldurinn hafa komið slökkviliðið kvatt á staðinn og smh Tvíbreiðar brýr á Snæfellsnesi Brítin yfir Núpá verður tvíbreið intian skamms. Hafin er nú af fullum krafd vinna við breikkun brúa á leiðinni út á Snæfellsnes. Um er að ræða fjórar brýr; yfir Urriðaá á Snæfellsnesvegi og Urriðaá á Álftaneshreppsvegi, auk brúa yfir Kaldá og Núpá. Brým- ar yfir Urriðaárnar verða heil stálræsi og áætlað er að þær verði tilbúnar 1. desember nk. Brýrnar yfir Kaldá og Núpá verða með steyptar undirstöð- ur og stálboga yíir. Mun áætlað að þær verði tilbúnar í nóvember. Endanlegur frágangur á brúar- framkvæmdunum verður svo næsta sumar. smh Lenging Norðurgarðs Grundarfj arðarhafiiar Byrjað var að reka niður stálþil vegna lengingar Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar á mánudag. Framkvæmdir við lenginguna hófust á vordögum þegar um 100 þúsund rúmmetrum af sjávarefni var dælt með skipi ofan á hafs- botninn þar sem fyllingin stendur nú. Á undanförnum vikum hefur verið unnið að því að keyra út kjarnafyllingu framan við núver- andi bryggju, til vesturs, byggja grjótvörn á utanverða fyllinguna og enda hennar. Grjóthleðsla grjótvarnargarðsins er nú um 75 metrar á lengd en fyllingin, þ.e. milli grjóthleðslu og stálþils, er komin í um 90 metra á lengd en alls verður hún um 100 metrum lengri en áður var þegar fram- kvæmdum er lokið. Þegar búið verður að reka niður stálþilin verður breidd fyllingarinnar um 40 metrar og alls munu um 50 þús- und rúmmetrar af grjóti fara í hana. Grjótnáman, þar sem hinir 50 þúsund rúmmetrar af jarðefni eru teknir, er í um 1,5 km fjarlægð frá höfninni, innan bæjarmarka Grundarfjarðar, og er mikill kost- ur hversu stutt flutningsleiðin er. Grjótið hefur verið sprengt nær daglega frá því að framkvæmdir hófust þann 24. júlí sl. Áætlað er að verkinu ljúki þann 1. desember nk. smh Grunur um kynferðislega misnotkun á sauðfé -málið sent sýslumanninum í Dalasýslu til rannsóknar Um mitt síðastliðið sumar fundust drukknuð hræ kindar og tveggja lamba í fjöruborðinu við bæinn Ber- serkseyri í Eyrarsveit með búmark frá Engjahlíð í Dalasýslu. Var fulltrúi héraðsdýralæknisins í Stykkishólmi kvaddur á staðinn ásamt lögreglu- mönnum sem gerðu rannsókn á staðnum þar sem ekki þótti allt með felldu varaðandu dauða sauðfjárins. Það var Hreinn Bjamason, bóndi á Berserkseyri, sem fann hið dauða sauðfé á landi sínu og komst að þeirri niðurstöðu í samráði vð Rún- ar Gíslason, héraðsdýralækni, að ó- hugsandi væri að féð hefði rekið sjó- leiðina alla leið frá Dalasýslu. Afréði héraðsdýralæknir að senda hræin til rannsókna hjá rannsóknarstöðinni að Keldum sem komst síðan að þeirri niðurstöðu að áverkar á skeið- arvegg kindarinnar væm þess eðlis að þeir gætu samræmst kynferðis- legri misnotkun. Oskaði héraðs- dýralæknirinn, Rúnar Gíslason, efrir því fyrir nokkm síðan við sýslu- mannsembættið í Stykkishómi zð þa’ rannsakaði málið en nú hefur sýslumaður Snæfellinga sent málið áfram til starfsbróður síns í Dala- sýslu. s mh Nýtt nafii á Eyrarsveit valið A sveitarstjórnarfundi Eyrar- sveitar þann 13. september sl. var á- kveðið að atkvæðagreiðsla um nýtt stjórnsýsluheiti á Eyrarsveit muni fara fram þann 24. nóvember næst- komandi. I vor fór fram könnun á afstöðu íbúa sveitarfélagsins til nokkurra nafna og urðu Gmndar- fjarðarbær og Sveitarfélagið Grundarfjörður atkvæðamest. Á- kveðið var að fela Eyþóri Björns- syni, sveitarstjóra, að finna hag- kvæmustu leiðina við að bjóða íbú- um að velja á milli þessa tveggja kosta. smh Samningavið- ræður við Valdimar Kr. Sigurðsson Á stjórnarfundi Knattspyrnu- deildar Skallagríms á þriðjudag var samþykkt að fela formannin- um Stefáni Loga Haraldsson að ganga til samninga við Valdimar Kr. Sigurðsson um að halda á- fram að þjálfa meistaraflokk fé- lagsins. Valdimar þjálfaði sem kunnugt er í fyrsta skipti lið Skallagríms á sl. tímabili og sldl- aði því í sjötta sæti 2. deildar sem verður að teljast viðunandi árang- ur. Hann hefur leikið með Skalla- grími nánast óslitið frá 1989 eða rúmlega 200 leiki og skorað yfir 150mörk. smh Guðrím Ingimarsdóttir er einfiög- urra Vestlendinga se?n taka þátt í uppfierslu töfraflauttinnar. Vestlendingar í Töfraflautunni Sem kunnugt er ffumsýndi Is- lenska Operan Töfraflautuna eftir Mozart með pompi og prakt fyrir skemmstu en þetta verk er meðal vinsælustu óperustykkja allra tíma. Þannig háttar til í þessari uppfærslu að þar koma þrír Borgfirðingar við sögu og einn Dalamaður. Fyrsta skal telja Guðrúnu Ingimarsdóttur frá Hvanneyri sem syngur hlutverk sjálfrar næt- urdrottningarinnar en Diddú mun einnig syngja þetta hlutverk í nokkrum sýningum. Þá fer Sig- ríður Aðalsteinsdóttir úr Hálsa- sveit með hlutverk þriðju dömu og Borgnesingurinn Olgeir Helgi Ragnarsson syngur 1. ten- ór í Kór íslensku óperunnar og fer með hlutverk prests í sýning- unni. Þess má einnig geta að Ol- geir er núverandi formaður Op- erukórsins. Þá syngur Dalamað- urinn Hanna Dóra Sturludóttir hlutverk Pamínu á móti Auði Gunnarsdóttur. Ingnmi og Sturlaug- ur landa Isfisktogari Haraldar Böðvars- sonar hf., Sturlaugur H. Böðv- arsson AK 10, landaði í síðustu viku um 95 tonnum af ísuðum fiski. Um helmingur aflans var þorskur en afgangurinn aðallega karfi og ufsi. Skömmu áður hafði Ingunn AK 150 landað fullfermi af kolmunna á Akranesi, eða um 1.940 tonnurn. Skipið hefur þá landað 52 þúsund tonnum af uppsjávarfiski á sínu fyrsta ári í rekstri. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.