Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 7
jntsaunu^ FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 2001 7 Allar deildir reknar með hagnaði í ár Allt önnur staða en samt ekki dans á rósum segir Gunnar Sigurðsson formaður meistaraflokksráðs Knattspyrnufélags 1A Gunnar Sigurösson „Ef allt gengur eftir eins og ég reikna með koma allar þrjár deildir knattspyrnufélagsins til með að skila hagnaði á þessu rekstrarári, mismiklum að vísu, og einnig eru góðar líkur á að við verðum búnir að borga íyrir þátttöku í Evrópu- keppninni þótt við fáum ekki tekj- urnar fyrr en í maí á næsta ári,“ seg- ir Gunnar Sigurðsson, formaður meistaraflokksráðs KFIA, aðspurð- ur um fjárhagsstöðu félagsins í dag eftir árangursríkt sumar á knatt- spvrnuvellinum. Eins og flestum er sjálfsagt í fersku minni var fjárhagsstaða Knattspyrnufélags IA afar slæm urn síðustu áramót og voru skuldir fé- lagsins milli 60 og 70 milljónir. Þá var farið í sérstakt átak til að ná nið- ur skuldum og skilaði það vægast sagt góðum árangri því áður en keppnistímabilið hófst var félagið nánast orðið skuldlaust. Síðan þarf varla að rifja það upp að árangur sumarsins var vonum framar, félag- ið eignaðist Islandsmeistara í meistaraflokki og einnig í öðrum og fimmta flokki þrátt fyrir að út- gjöldum væri haldið í lágmarki og nánast eingöngu byggt á heima- mönnum. Þá var aðsókn á völlinn mjög góð í sumar og allt hefur þetta hjálpað til að skjóta á ný styrkum stoðum undir knattspyrnuveldið IA. „Staðan er náttúrulega allt önn- ur þótt það sé ekki hægt að segja að við séum á grænni grein. Það kost- ar ekki lítið að reka alvöru knatt- spyrnufélag og sem dæmi má nefna að allur hagnaðurinn af þessu starfsári fer væntanlega í að reka dæmið í vetur. Núna höfum við hinsvegar haustið til að undirbúa næsta keppnistímabil en þurfum ekki að vera að vinna aftur fyrir okkur eins og undanfarið. Núna verður farið í að gera langtíma samninga við styrktaraðila og ganga frá leikmannasamningum og fleira sem oft hefúr ekki verið hægt að vinna fyrr en á vorin.“ Eins og fram hefur komið í Skessuhorni eru líkur á því að IA fái hluta af kaupverði Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem uppeldisfélag leikmannsins en sem kunnugt er var hann seldur frá RJ Warwick til Real Betis fyrir skemmstu. „Það er verið að vinna í því máli en þetta er eitt af fyrstu málunum sem kemur upp eftir að nýjar reglur um leik- mannaskipti voru settar. Þetta get- ur orðið einhver lögfræðilegur þvælingur og tekið tíma en mér skilst að við eigum rétt á 4,5% eða 5% af kaupverðinu. Við vitum hinsvegar ekki enn hvert kaupverð- ið var þannig að þetta er ekki á hreinu,“ segir Gunnar en sam- kvæmt þeim tölum sem nefndar hafa verið um kaupverð Jóhannesar ætti hlutur IA að verða um 12-15 milljónir. Þá hefur það heldur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með boltanum í sumar að margir ungir leikmenn ÍA hafa slegið í gegn í surnar og sannað sig sem líklega kandidata í atvinnu- mennsku. Þessir leikmenn eru allir samningsbundir IA og því líkur á að félagið geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð ef erlend stórlið kynnu að vilja krækja í þá. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessir ungu strákar verði hjá okkur áfram en ör- ugglega eiga einhverjir þeirra eftir að fara £ atvinnumennsku. Við erum hinsvegar ekki komnir með dollaramerkið í augun yfir þeim enn. Eg er hinsvegar ákveðinn í því, ef ég verð í þessu áfram það er að segja, að beita mér fyrir því að tekj- ur sem félagið kann að fá af sölu leikmanna verði notaðar í upp- byggingu félagsins. Eg vil að þeir peningar verði látnir ávaxtast og höfuðstóllinn ekki skertur en vext- irnir notaðir í þessa stráka sem eru að koma á skólasamninga hjá okkur. Við höfum auglýst eftir fjölskyldum til að taka að sér unga stráka sem við ætlum að ala upp og erum að gera samninga við þrjá núna til árs- ins 2003, einn frá Siglufirði, annan frá Dalvík og þann þriðja úr Grundarfirði. Við bindum miklar vonir við þetta uppbyggingarstarf og verðum að mínu mati að leggja rækt við það.“ Gunnar er bjartsýnn á að hægt verði að fylgja hinum ótrúlega ár- angri sumarsins eftir enda líkur á að flestir þeirra leikmanna sem léku í sumar verði með á næsta ári og að fleiri muni jafnvel bætast við. „Ef menn eru tilbúnir til þess áfram að leggja eitthvað á sig þá er bjart framundan,“ segir formaðurinn sigursæli að lokum. GE Of mildð um hraðakstur í göngunum Okumenn greiða allt aö 50 þúsund króna sekt Eins og fram hefur kornið í Skessuhorni og víðar voru settar upp hraðaljósmyndavélar í Hval- fjarðargöngunum fyrir síðastliðna verslunarmannahelgi. Dregið heflir úr hraðakstri í göngunum eftir til- komu þeirra þótt margir ökumenn freistist til að keyra yfir hámarks- hraða sem er 70 km/klst. Vikuna 14.-21. september síðastliðinn va.r 331 ökumaður festur á filmu. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Spalar ehf. óku flestir á 80-100 km/klst. Mesti hraði sem mynda- vélin hefúr mælt í göngunum er 121 km/klst og þurfti ökumaður þeirrar bifreiðar að greiða 50 þús- und krónur í sekt. SOK Fr 'ótisk sktíta liggur nú bundin við Stykkishólmshöfit. Kom skútan til hafnar í Stykkishólvii í sumar en hún er í eigu franskrar fiögmra manna fiölskyldu san atlar að hafa vetursetti í skútunni í Stykkishólmi ogferðast þaðan itm lsland. A myndinni sést hvar hún liggur utan á skútu san Björn Arnason ogfleiri eru eigendur að, en hann er einnig einn af eigendttm Sjávarpakkhússitts í Stykkisbólmi. Mynd: smh Frönsk skúta í Stykkis- hólmshöfn lllOKO < Borgarbraut 55 3 i Borgamesi 4371930 Efnalaug t>0ottahús 1*Jotim og hreinsum: Sðengnr - kodda - s>Defnpoka - mottur - gardínur - dúka - heimitisþOottinn og spari Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 ... Fax: 437-1017 'GGVASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Skúlagata 9, Borgarnesi íbúð á neðri hæð, 57 ferm. íbúðin (forstofa, stofa og eitt svefnherb.) er öll parketlögð. I eldhúsi er nýleg viðarinnr. Baðherb. allt nýlega flísalagt, ljós viðarinnr., sturta og tengi f. þvottavél. Geymsluskúr á lóð. Nýjar vatns- og skolplagnir, nýtt rafmagn og nýlegir gluggar. Verð: 4.900.000. Borgarbraut 55, Borgarnesi Iðnaðarhúsnæði 210 ferm. (nú smíðaverkstæði). Húsnæðið er mjög vel staðsett og með góðri aðkomu. Húsið býður því upp á mikla möguleika og fjölbreyttan rekstur. Til afhendingar fljótlega. Verð: 10.900.000 Akraneskaupstaður Hús til sölu Akraneskaupstaður auglýsir hér með til sölu húseignina sem áður stóð við Kirkjubraut 25 (Merkigerði), en húsið er nú geymt á athafnasvæði Gámu. Húsið verður selt til flutnings eða niðurrifs í því ásigkomulagi sem það er í. Húsið er til sýnis í samráði við umsjónarmann sorpmála, Valdimar Þorvaldsson. Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofuna, Stillholti 16-18, eigi síðar en mánudaginn 15. október 2001, kl. 11:00, en þá verða tilboðin opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bœjarritari

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.