Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 10
(! 10 f A > -■ Sfth^ ’/l' ' f ‘ ' ’ ' -i FIMMTUDAGUR 4. OKTÖBER 2001 . • i* ontaaunu.. K-lyidll í þágu geðsjúkra Landssöfnun Kiwanis til stuönings geðsjúk- um nær hámarki 6. október Kiwanismenn á Vesturlandi safna þessa dagana fé til stuðnings geð- sjúkum með sölu á K-lyklinum. Landssöfnun Kiwanishreyfingar- innar hófst 1. október en nær há- marki laugardaginn 6. október. Þá verður gerigið í hús og selt við verslanir og samkomustaði í Borg- arnesi, Ólafsvík, á Akranesi og víð- ar á Vesturlandi. Verðbólga er eng- in í Kiwanis og því er K-lykillinn enn seldur á 500 krónur líkt og í síðustu söfnun. K-lykillinn er seldur í tíunda sinn í ár en Kiwanismenn standa fyrir söfnun sinni þriðja hvert ár. K-lykillinn var fyrst seldur árið 1974 og hefur ágóði. af sölunni ávallt runnið til geðverndarmála. A liðnum árum hafa ýmis málefni notið góðs af sölu K-lykilsins, þ.á. m. Geðhjálp, unglingageðdeild við Dalbraut, og Bjarg á Akureyri svo dæmi séu tekin. Sú nýbreytni verður í söfriuninni í ár að hægt verður að leggja henni lið með því að hringja í sérstök símanúmer og láta tilteknar upp- hæðir af hendi rakna. Með því að hringja í síma 907 2500 gefa menn 500 kr. en hringi menn í síma 907 2100 gefa menn 1.000 kr. Að þessu sinni mun andvirði söfriunarinnar renna að stærstum hluta til Klúbbsins Geysis. Að auki rennur hluti til Hringsjár, starfs- þjálfunar fatlaðra og áfangaheimilis geðfatlaðra á Akureyri. Klúbburinn Geysir hyggst nota sinn hluta söíri- unarfjárins til húsnæðiskaupa, Hringsjá til tækjakaupa, og áfanga- heimilið á Akureyri til endurbóta og uppbyggingar. Klúbburinn Geysir er vettvangur fyrir fólk sem á við eða hefur átt við geðræn veikindi að etja. Geysir er hvorki meðferðarstofnun né end- urhæfingarstofnun heldur brú milli stofnunar og samfélags. Hringsjá er miðstöð starfsþjálfunar fyrir fatl- aða. Þar er einstaklingum veitt að- stoð við endurhæfingu til starfs eða náms. Afangaheimili geðfatlaðra í Alfabyggð á Akureyri hefur verið starfrækt frá 1989. Markmið á- fangaheimilisins er að þjálfa ein- staklinga út í lífið - að styðja þá til náms eða vinnu. Nýr meindýraeyðir Erlendur Samúelsson, starfs- maður Essó í Borgarnesi hefur tek- ið að sér eyðingu meindýra í Borg- arbyggð og hundaeftirlit í Borgar- nesi. Erlendur tók við þessu starfi af Guðsteini Sigurjónssyni sem féll frá í sumar en hann sá um að halda meindýrum í Borgarbyggð í skefj- um um langt árabil. GE „Félagsheimili á Akraiiesi“ teibmð af Oskari Sveinssyni í maí 1942. He'r sést fi-amhlii húss sem átti að vera 1436fermetrar að gnmnfleti. Þar af var salur og sena sem átti að vera 18x42 m. Gert var ráð fyrir hringsviði með S. 5 m radíns. I vinstri álmu átti að vera bókasafit og lessalttr en veitingasalur með hljómsveitarpalli í hægri álmunni. Horfið! /Hefði getað orðið! í anddyri Bæjar- og héraðs- bókasafns Akraness hefur verið sett upp sýning á gömlum og nýjum teikningum og uppdrátt- um úr Héraðsskjalasafninu á Akranesi. A sýningunni gefur að líta sýnishorn af teikningum af mannvirkjum af ýmsum gerðum sem ekki voru byggð og enn- fremur teikningar af horfnum byggingum sem eitt sinn settu svip á bæinn. Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins frá 13-20 alla virka daga. Galdrar í Borgamesi Laugardaginn 6. október kl. 14 verður opnuð myndlistarsýning í Listasafni Borgarness sem ber yfir- skriftina Galdrar. Þar sýnir Sigrid 0sterby grafíklist og verk unnin með blandaðri tækni. Megininntak sýningarinnar tengist kynnum listamannsins af Finnmörk og Sömum, menningu þeirra og sögu. Sigrid segir áhuga sinn á sögu Sama hafa vaknað eftir að hafa dvalist í Vestur-Finnmörk á ýmsum árstímum: „Eg hef m.a. búið á Rolvsoyá71° n. br. Eyjan er suð- vestur af Nordkapp. Eg kynntist eyjaskeggjum og arfleifð þeirra. Samar héldu heiðinni trú sinni allt til 1700, þótt kristin trú væri þá orðin mikils ráðandi. Galdratrúin var þyrnir í augum yfirvalda með sinni mystik. Af fornri arfleifð má nefria galdratrommuna. A hana voru letraðir galdrastafir og spáðu galdramennirnir með trommunum á marga vegu um veðurfar, veiði og upplýstu glæpi með trommuslætti. I þetta spáði ég og í stærri myndun- um má sjá eyrnamörk hreindýra með tilbrigðum.“ Sigrid 0sterby er fædd í Dan- mörku 1937. Hún á að baki mynd- listarnám í Myndlista- og handíða- skóla Islands, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Kennaraháskólan- um en grafíklist hefur hún einkum numið í einkatímum hjá Ríkharði Valtingojer og Jens Bygvaa. Auk þessa hefur Sigrid sótt listnám út fyrir landsteinana, til Norðurlanda og víðar um álfur. Sigrid starfar sem kennari í myndmennt og lista- sögu í framhaldsskóla en um þessar mundir leggur hún stund á nám í listþerapí í Noregi. Sigrid 0sterby hefur haldið fjölda sýninga, bæði hérlendis og í Noregi, en sýnir nú í fyrsta skipti í Listasafni Borgarness. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjamar- braut 4-6 Borgarnesi, og verður sýningin opin á opnunartíma þess, alla virka daga frá kl. 13-18 og þriðjudags- og fimmtudagskvöld til kl. 20. Sýningin stendur til 2. nóv- ember. (Tréttatilkynning) Agætu Akumesingar og nærsveitungar Þá er komið að árlegri perasölu Lions sem mun fara fram 10. -17. október. Þökkum ykkur fyrir mjög góðar viðtökur á liðnum árum. Eins og undanfarið mun ágóðinn af perusölunni renna í áhaldakaupa- sjóð Sjúkrahúss Akraness. Lýsum upp skammdegið með peram frá Lions. Með fyrirfram þökk Lionsklúbburinn Eðna GSM: Heimasími. GÓB TÆKITRY9GJA mmmm&rn Ingvar Helgason hf. Toyota Hekla Brlmborg ,, „ B&L (f.SSSS Suzuki - , Ræslr ,< Bflhelmar “ Jöfur .:: v;::; :ÐMWriÉ é MíiiiíÉi :•:•:• S. 437-2020 / 606-6801 i Brákatbraut 20 - Borgamesi Verslið við heimamenn. VÖRUFUJTNINGARi IVESTURLANDS Eir Sólbakka 7-9 S: 437 2030 - Fax: 437 2243 Afgreíðsla í Reykjavík: Vöruflutningamiðstöðin. ^As?0 Súni 437 1125 MÁJ,A BÆINN RAUÐAN, EM í HVAÐA LIT SEM Rl VILT Alhliba málningaverktaki BRYNJÓLFUR Ó. EINARSSON málari 894 7134 435 1447 Lundi II - Lundarreykjadal -311 Borgarnesi SENDIBÍLL með lyftu Tek að mér alla alhliða flutninga. Þorsteinn Arilíusson, Borgarnesi Símar: 861 0330 og 437 1925 íísicoasciiÉiJLU'OiítíOWib & Einangrunargler ¥ Öryggisgler * Speglar Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn GLER ! ÖLLIN Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 * Búsáhöld * Gjafavara * Leikföng Útfararstjóri: Þorbergur Þórðarson Heiðargerði 3, Akranesi Símar: 431 1835 / 855 0553 og 696 8535 Símboði: 845 9312 Fax: 431 1110 JÁRNSMÍÐAR skarði9VarSS°n’ ÖRMERKINGAR Lundarreykjadal se”iettnuMhug Sími/Fax 435-1391 Netfang: skard@aknet.is Ormerki hross. ______________ ________ Vesturgötu 14 • Akranesi Simi: 430 3660 • Farsimi: 893 697S Bréhimi; 430 3666

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.