Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 18.10.2001, Síða 1

Skessuhorn - 18.10.2001, Síða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 42. tbl. 4. árg. 18. október 2001____Kr. 250 í lausasölu Sæmundur kaupir EDP Sæmundur Sigmundsson sér- leyfishafi í Borgarnesi hefur keypt rekstur sérleyfisferða Helga Pét- urssonar á Snæfellsnesi og samein- að undir eitt sérleyfi fyrir allt Vest- urland. Sæmundur hefur verið undir stýri á hópferðabifreiðum í tæp fimmtíu ár og á núna fjörutíu rútur af öllum stærðum. Sjá viðtal við Sæmund á bls. 2. Dóra BA-24 gerir það gott í innilegunni í Ólafsvík Hefiir ekkert landað í meira en tvö ár - en skilar eigandanum miklum tekjum Hæpnar full- yrðingar Gísla „Það erum við sem höfum stað- ið í þessari uppbyggingu á Grund- artanga en ekki Akurnesingar,“ segir Jón S. Valgarðsson, oddviti Hvalþarðarstrandarhrepps. Hann er ósáttur við fullyrðingar Gísla Gíslasonar bæjarstjóra Akraness í síðasta tölublaði Skessuhorns og neitar því alfarið að sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar séu dragbít- ur á uppbyggingu á svæðinu. Sjá viðtal við Jón á bls. 3. í meira en tvö ár hefur Dóra BA- 24 frá Tálknafirði, sem Hali ehf. frá Isafjarðarbæ gerir út, legið bundin við bryggju í Olafsvík án þess að róa til fiskjar. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef bátnum hefði ekki verið úthlutað 331.282 kg þorskígildis fyrir fisk- veiðiárið 2000-2001 og að engar landanir eru skráðar á bátinn frá því ári samkvæmt heimildum frá Fiskistofu. Sömu heimildir sýna að aflatilfærslur voru umtalsverðar á síðasta ári, mest frá Dóru á Kvóta- þing. Hjá Fiskistofu fást einnig þær upplýsingar að fyrir nýhafið fiskveiðiár fékk Dóra úthlutað 303.036 kg þorskígildis og hefur á því ári átt viðskipti við fimm mis- munandi skip þar sem 151.459 kg þorskígildis hefur verið fært frá Dóru yfir á skipin. Til þess að halda óskiptum hlut aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár verður Dóra hins vegar á þessu ári að uppfylla 50 prósent regluna svokallaða, sem kveður á um að veiða verði 50 prósent af úthlutum afla annað hvert ár. smh Dóra BA-24 liggurbundin við bryggjuna í Ólafsvík þarsern htín hefiirverið undanfar- in ár. ÍföPWi 1 lp i m mpr 1 Stærsta bjiirgunaræfmg ársins var haldin á Snæfellsnesi um helgina. Um þrjúhundruð björgunarmenn voru ræstir rít um jjögurleytið aðfaranótt laugardags og stóð æfingin fram eftir laugardeginum. A laugardagsmorguninn opnaði síðan samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, fórmlega nýja rústábjurgunaraðstöðu í þjálfunarbtíðunum á Gufuskálum og er þessi mynd tekin við það tækifieri. Mynd: GE Vopnaður myndatöku- maður á rjúpnalendum Lögreglan hafði töluverð af- skipti af rjúpnaskyttum um helg- ina áður en veiðitíminn hófst og einnig eftir að menn héldu lögleg- ir til veiða mánudaginn 15. októ- ber samkvæmt upplýsingum frá Borgarneslögreglu. Lögreglumaður í eftirliti á flug- vél sá til manns á Holtavörðuheið- inni upp úr hádeginu á laugardag- inn 13. október þar sem hann ók áleiðis að Snjófjöllunum. Lög- reglan fór og hafði tal af mannin- um sem kvaðst þá hafa verið að taka myndir af rjúpnalendunum en hann hefði alls ekki ætlað á rjúpnaveiðar. Ekki gekk mannin- um vel að útskýra fyrir lögregl- unni hvers vegna hann væri með haglabyssu og skotfæri í bifreið- inni í þessari skoðunarferð sinni. Hugsanlegt er að hann hafi viljað vera við öllu búinn og getað varið sig ef hann yrði fyrir rjúpna- árás! Náttúruspjöll Fyrsta löglega rjúpnaveiðidaginn haíði lögreglan afskipti af nokkrum rjúpnaskyttum vegna ólöglegs akst- urs utan vega á Holtavörðuheiðinni. Höfðu mennirnir fest einn jeppa í aurbleytu en böðlast áífam á öðrum sem var á enn stærri dekkjum og valdið skemmdum á um 3 km löng- um vegslóða. Voru mennirnir til- sagðir af öðrum skyttum á svæðinu sem voru gáttaðir á þessum akstri og þeirri leti sem í þessu fólst. Að sögn lögreglu geta mennirnir átt von á að verða kærðir fyrir þennan utan vega- akstur. Jörð er með öllu frosdaus á hálendinu og því mikil hætta á gróð- urskemmdum ef ekið er utan þjóð- vega. Þá hefur veginum að endur- varpsmastrinu á Stórholti á Holta- vörðuheiði verið lokað fyrir allri umferð vegna úrrennslis og aur- bleytu en mikið er um að rjúpna- skyttur aki upp að mastrinu til að stytta sér leiðina í Snjófjöllin. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.