Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 5 jn£33Unui.. Að bera sitt barr Þegar menn rak fyrst að ströndum þessa norðlæga útsjáv- arskers sem við byggjum var það viði vaxið frá fjöru til fjalls. Svo segir Ari hinn fróði Þorgilsson, sá óljúgfróði öldungur. Allir vita hvernig fór fyrir þess- um samfellda skógi Islands. A fá- einum öldum var honum nærri því gereytt. Menn kepptust við að höggva hann sér til eldiviðar og jafnvel smíðaviðar þótt seint teljist frumbýlingstré landsins kjörviður til smíða. Ekki fór bú- peningur landmanna mildari fót- um um skóglendið, hross brutu og tróðu það sem uppkomið var, en sauðfé sá vendilega um að eta hvern þann nýgræðing sem úr moldu spratt. Svo rækilega var skógunum eytt að nafnorðið „holt“ - sem áður þýddi skógur - þýðir nú gróðurlaus hæð. Ekki var þetta þó gert vegna þess að skóglendið væri mönnum til ama, öðru nær. Vandinn var bara sá að þjóðin var einangruð og fátæk. Hún gat ekki án eldi- viðar og búsmala verið og varð því að fórna skóginum til að tóra sjálf. Jafhframt þessu breyttist veðurfar til hins verra. Svo kom blessað stríðið sem gerði syni landsins ríka. Bylting- arkenndar breytingar á efnahag og samgöngum gerbreyttu öllu og úr grasi óx kynslóð sem lét sig dreyma um að endurheimta skóglendi á Islandi. Fólk sem var reiðubúið að sveifla haka og rækta nýjan skóg. Jafnframt þessu varð blessuð mengunin í útlöndum til þess að breyta veð- urfari hér til hins betra. Fljótt kom á daginn að inn- fæddar birkihríslur væru ekki heppilegasta hráefnið í mikla skóga. Þær eru litlar og krækl- óttar og standa óvíða upp úr krækiberjalynginu. Nú þurfti að hugsa stærra. Valinkunnir menn voru gerðir út til Alösku og Sí- beríu og komu heim með harð- gera norðurhjarastofna tignar- legra trjáa. Já, og auðvitað jarð- bótablómið blíða og besta vininn bláa, blessaða lúpínuna. Flokkar manna fóru um landið að gróðursetja. Eftir hálfrar aldar þrotlaust starf er svo komið að hér og hvar á landinu má sjá ræktarlega skógarlundi. Þó fer því enn fjarri að skógur nái að þekja eitt prósent af ræktanlegum hluta landsins. Margra alda starf er enn óunnið. En einmitt þegar starfið er rétt að byrja að skila árangri spretta upp brjálaðir menn og krefyst þess að öllu sé hætt. Og ekki nóg með það, heldur skuli öll útlend tré rifin upp með rótum og brennd til ösku. Fyrst Þingvellir, svo allt ísland. „Okkar ósiðmenntuðu óvinir“ hrópa þeir, „rússneskir runnar, bandarískt barr, finnsk fúin fenjafura og ormétinn einir frá Alaska, þykjast geta ruðst yfir vorn ættgöfga aríska orfoka eyðisand. En þar sem íslensk auðn stendur, þar stendur hún, eitt ríki, ein þjóð, einn foringi og engin bannsett barrtré!!“ Þannig tala þeir. Líkt og þeir óttist að úr ein- hverri stikafurunni stökkvi aftur- genginn halanegri með prik í hendi og byrji óðum að berja menn og barna konur. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, þeim útlenda drumbi. „Friðum holt og móa, sanda og auðnir, mýrlendi og mela,“ sagði mætur maður í blaðagrein þar sem hinn nýi bótaníski rasismi var kynntur til sögunnar. En hví skyldum við friða brunarústir brunnins bæjar? Er ekki nær að byggja upp á nýtt? Standi ekki stoðir og stofhar þessa lands gegn hinum nýju eyðingaröflum, termítum tuttug- ustu og fyrstu aldarinnar, er hætt við að illa fari. Við skulum gera okkur grein fyrir því að markmið þeirra er að fara yfir landið eins og logi um akur (eða skóg) þar til ekkert stendur eftir annað en urð og grjót. „Friðum mela og móa“. Þá verður ekki lengur legið á greni, ekki einu sinni furu. Þá verður ekki dansað í kringum jólatré, bara einiberjarunn. En eftir slíkt fyllerí munu menn sjá eftir gjörðum sínum. Þá vakna kannski einhverjir með verk fyrir höfði, fátækari en áður og með óbragð í munni. Það munu vera vondir timburmenn, enda spurning hvort landið beri sitt barr á ný. Bjarki Már Karlsson Borgarnesi afsláttur Stafræna hugmyndasmiðjan/3073

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.