Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 2001 „.r.V'iiiiii,. Fimmhundruð manna björgunaræfing á Snæfellsnesi Rústabjörgunarmenn að störfum I rúst. Björgunarsveitarmaður kíkir upp um gat á nístasvœöinu. Um þrjúhundruð björgunar- sveitarmenn af öllu landinu voru ræstir út um fjögurleytið aðfara- nótt síðastliðins laugardags til að taka þátt í stærstu björgunaræfingu landsins sem haldin var vítt og breitt um Snæfellsnes. I æfmgunni, sem haldin var á vegum Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar í sam- vinnu við landhelgisgæsluna, vam- arliðið og fleiri aðila, var reynt að taka á sem flestum þáttum björg- unarstarfs, leit og björgun á sjó og landi og leitarstjórn. Utbúin voru fjölbreytt verkefni fyrir björgunar- sveitarmenn að leysa s.s. rústa- björgun, sjúkraflutningar, klifur og sig svo eitthvað sé nefnt. Auk björgunarsveitarmannanna sem tóku beinan þátt í æfingunni komu um tvö hundruð manns að henni með einhverjum hætti, bæði við undirbúning og stjórnun og síðan var fjöldi manns í hlutverki sjúk- linga og fórnarlamba hinna fjöl- breyttustu slysa sem sett vora á svið. Rústir I tengslum við æfinguna var formlega tekin í notkun ný aðstaða til rústabjörgunaræfinga í þjálfun- arbúðunum á Gufuskálum og er hún sú eina sinnar tegundar á landinu. Aður var slík aðstaða hinsvegar til staðar í Saltvík á Kjal- arnesi en hún hefúr ekki verið not- uð í nokkurn tíma. Það var Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sem opnaði formlega aðstöðuna á Gufuskálum að viðstöddum for- stjóra Landhelgisgæslunnar, ríkis- lögreglustjóra, landlækni og fjölda björgunarsveitarmanna og annarra gesta. Að því loknu tóku björgun- armenn frá björgunarsveitinni Ar- sæli til óspilltra málanna við að bjarga fólki sem var fast í þessum tilbúnu húsarústum. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg tókst æfingin vel enda hentar Snæ- fellsnesið afar vel til björgunaræf- inga þar sem landslagið býður upp á nánast allar þær aðstæður sem björgunarsveitarmenn þurfa að fást við. GE Þyrla vamarliðsbis tók þátt í æfingunni Franska skútan L’Oca með þanin seglin. ATVINNA Bifreiðastjóri / sölumaður Eðalfiskur óskar eftir að ráða bifreiðastjóra/sölumann til útkeyrslu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fólk í vinnslusal Eðalfiskur óskar eftir að ráða fólk til framleiðslustarfa, í vinnslusal, pökkun og fleira. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Eðalfisks, Sólbakka 6, sími 437 1680 Ragnar eða Asgeir , , Fjölskyldan ætlar að búa í eitt ár í bátnum Franska skútan í Stykldshólmshöfn -Væsir ekki um okkur í vetur Eins og Skessuhorn greindi frá fyrir skömmu þá liggur frönsk skúta bundin við bryggju í Stykkis- hólmi. Þar hefur frönsk fjögurra manna ijölskylda ákveðið að eyða heilu ári og upplifa Island frá sjó og landi. Forsaga málsins er sú að fyrir sex árum tóku frönsku hjónin sig upp frá heimkynnum sínum rétt við Bordeaux í Frakklandi og fóru í árs leyfi frá störfúm sínum til að sigla um norðurslóðir á skútu sinni. Höfðu þau viðdvöl á íslandi á þess- ari ferð sinni og heilluðust svo að þau hétu því að koma aftur hingað til lengri dvalar og upplifa íslensk- an vetur. Þann 25. ágúst komu þau svo til Stykkishólmshafnar eftir siglingu frá Frakklandi, um Skotland, Færeyjar, Vestmannaeyj- ar og Reykjavík. Boris Germes, íjölskyldufaðirinn, sigldi reyndar með vinum sínum til Skotlands en kona hans ásamt bömunum tveim- ur kom til liðs við áhöfnina þar. Boris segir að Stykkishólmur hafi orðið fyrir valinu vegna jarðfræðiá- huga þeirra auk þess sem hann sé fallegur og ekki langt frá Reykjavík. Þá sé höfhin þar góð og þau þyrftu ekki að hafa miklar áhyggjur í vetur þegar veður yrðu vond. Raunar fengu þau smá reynslu af íslensku slagviðri á dögunum, en Boris seg- ir að ráðstafanir sem hann gerði á skútunni, þegar hann einangraði vistarverurnar fyrir veðurhávaða, hafi gefið góða raun. „Það væsir ekki um okkur í höfninni. Við höf- um allt sem við þurfum um borð þótt allt sé smátt í sniðum,“ segir hann. Munu þau ætla sér að ferðast um ísland í vetur á bíl sem þau keyptu sér þegar þau komu til landsins en fara styttri ferðir á skútunni. „Við fóram í mesta lagi í stutta fiskitúra á skútunni og í skoðunarferðir í ná- grenni Stykkishólms í vetur en geymum lengri ferðir til næsta sumars,“ segir Boris. Dóttir þeirra, Manon, er fjögurra og hálfs árs og er á leikskóla í Stykkishólmi en sonur þeirra, Simon, er eins og hálfs árs. Hjónin era námsfús, enda bæði menntafólk sem starfar við kennslu í Frakklandi. Þau ætla sér því auk landkönnunar Islands að læra íslenska tungu og vonast einnig til að getað notið félagsskap- ar við aðra Stykkishólmsbúa næsta árið. smh Frönsku hjónin segja að þráttfyrir þröngar vistaverur í skútunni sé þar allt til alls.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.