Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 11
iíÍÉlsssunuáJ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 11 ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Karfan farin af stað Skallarnir lágu fyrir meisturunum geröi 18 stig, þá var Sigmar spræk- ur og geröi 17 stig. Hlynur Bær- ingsson átti einnig fínan leik, geröi 15 stig og tók 16 fráköst. Eins og áður sagöi átti Brenton Birming- ham stórleik fyrir Njarövíkinga og geröi 37 stig og það var fyrst og fremst fyrir tilstuðlan hans sem meistararnir sluppu meö sigur úr þessum leik. Slakt í Seljaskóla Menn bjuggust viö hörkuleik s.l sunnudag þegar Skallagrímsmenn mættu í Seljaskóla til að takast á viö ÍR-inga í 2. umferð úrvalsdeild- arinnar. Von var á nýjum Amerík- ana í lið Skallagríms og menn bjartsýnir eftir góöan leik gegn Njarðvíkingum. En raunin varö önnur. Hvorki sást tangur né tetur af Ameríkananum og Borgnesingar voru heillum horfnir í upphafi leiks. ÍR komst i 8- 0 og Skallarnir komust ekki á blað fyrr en eftir tæpar 4 mínútur. Breiö- hyltingar höföu 12 stiga forystu eft- ir fyrsta leikhluta og ekki skánaöi þaö ( þeim næsta. Borgnesingar voru óheppnir meö skotin sín og samvinnan var léleg í vörninni. Svo fór að heimamenn voru komn- ir meö 19 stiga forystu í hálfleik. Um miðjan 3. leikhluta fóru Skalla- grímsmenn aö beita svæöisvörn meö Alexander í miðri vörninni. Viö þetta vöknuöu strákarnir til lífs- ins og náðu að minnka muninn í 3 stig 54-51. En á næstu mínútum gerðu Breiöhyltingar 19 stig gegn 6 stigum Borgnesinga og geröu út um leikinn. Heimamönnum hélst á forystunni til leiksloka og sigruöu 86-69. Þaö er morgunljóst aö strákarnir verða aö gera betur en þetta ætli þeir sér ekki að lenda í vandræð- um í næstu leikjum. Hlynur Bær- ingsson var sá eini í liði Skalla- gríms sem eitthvaö kvaö að, piltur- inn skoraöi 25 stlg og tók 10 frá- köst. Þá átti Finnur Jónsson fínan leikoggerði 11 stig. Alexandervar einnig drjúgur meöan hans naut viö, en hann lék lítið vegna meiösla í fingri. Þá spilaði Ari Gunnarsson ekkert meö, en hann er enn aö jafna sig eftir erfið meiðsli. Keppnistímabilið hjá badmin- tonfólki á Vesturlandi hafið Viltu fá að vita meira um sjálfan þig? Ertu á tímamótum í lífinu en vantar kjark og stuðning? § o j Veitum ráðgjöf í gegnum síma: s Guðrún Helga, miðill, sími 908 6080 Mínerva, talnaspekingur, sími 905 2510 Hlynur Bæringsson á vítalínunni Úrvalsdeild karla í körfubolta hófst síðasta fimmtudag og voru ís- landsmeistarar Njarövíkinga fyrstu gestirnir í íþróttahúsinu í Borgar- nesi þennan veturinn. Þrátt fyrir aö Borgnesingar hafi verið án erlends leikmanns og Alexander lítiö veriö með stóöu þeir lengst af í meistur- unum og velgdu þeim verulega undir uggum. Þaö var greinilegt í upphafi leiks að heimamenn komu vel stemmdir til leiks. Nýr leikmaöur Skallagríms Steinar Arason skoraöi fyrstu körfu leiksins og á eftir fylgdu nokkrar glæsilegar sóknir Skallanna. Hittn- in var mjög góö í byrjun og einnig var vörnin mjög þétt þó aö Al- exanders nyti ekki við. Eftir 3 mínútur var staöan oröin 9-3 heima- mönnum í vil. Borgnesing- um hélst for- ystan út fyrri hálfleik og í hálfleik var staðan 42-40. Það var svo í 3. leikhluta sem styrkur meistaranna kom í Ijós. Eftir aö Skallagrímur haföi skoraö fyrstu körfuna tók Brenton Birmingham við og skor- aöi hverja körfuna á fætur annarri, alls skoruðu Njarövíkingar 21 stig í röð í leikhlutanum og gerði Brenton alls 20 stig í 3. leikhluta. Alexander kom svo inn á og náöi að þétta vörnina. Borgnesingar náðu aö minnka forystuna í 3 stig en nær komust þeir ekki og Njarðvíkingar sluppu fyrir horn og sigruðu 78-89. Steinar Arason átti fínan leik í sín- um fyrsta leik fyrir Skallagrím og Keppnistímabilið hjá badminton- fólki er komið á skrið eftir sumarfrí sem var í styttra lagi þetta árið. Nú þegar hafa liðsmenn frá Akra- nesi og Borgarnesi tekið þátt í þremur mótum auk þess sem tutt- ugu krakkar frá fyrrnefndum bæj- arfélögum fóru í velheppnaöa æf- ingaferö til Danmerkur í ágúst. Tvö af þessum þremur mótum voru í unglingaflokki, annarsvegar Reykjavíkurmótið sem var haldiö í TBR húsinu og hinsvegar Ung- lingameistaramót Akureyrar sem fór fram á Húsavtk. Þriöja mótiö var svo hiö árlegt mót sem haldið er til minningar um Atla Þór Helgason. Mótiö er haldið af Bad- mintonfélagi Akraness og Kiwanisklúbbnum Þyrli. Óhætt er aö segja aö Skagamenn og Borg- nesingar hafi sópaö til sín verö- launum á þessum þremur mótum og áttu þeir verðlaunahafa í nán- ast öllum flokkum. Eftirfarandi er uþpskera ÍA og UMSB á mótunum þremur: Reykjavíkurmót: U-13 stúlkur einliðaleikur: 1. Hulda Einarsdóttir ÍA 2. Una Harðardóttir ÍA U-13 stúlkur tvíliðaleikur: I.Hulda Einarsdóttir og Una Harðar- dóttir ÍA U-13 tvenndarleikur: 1. Hulda Einarsdóttir og Andri Marteins- son ÍA 2. Una Harðardóttír og Aron Pétursson ÍA U-13 strákar einliðaleikur: 1. Heiðar E. Karlsson UMSB U-13 strákar tvíliðaleikur 1. Aron Pétursson og Andri Marteins- son 2. Heiðar E. Karlsson U-13 aukaflokkur strákar einliðaleikur: 2. Arnþór Kristinsson ÍA U-15 stúlkur einliðaleikur: A myndinni má sjá dótturAtla Þórs Helgasonar, Þóru, með tveimur af efnilegri badmintonstúlkum Akraness, þeim Birgittu Rán Ásgeirsdóttur og Karítas Ósk Ólafsdóttur. 1. Karítas Ósk Ólafsdóttir iA U-15 tvíiiðaieikur: 1. Karítas Ósk Ólafsdóttir og Liney Hendrikka Harðardóttir ÍA U-15 tvenndarleikur: 1. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Hjalti Jónsson ÍA U-15 aukaflokkur pilta: 1. Hjaiti Jónsson ÍA U-17 aukaflokkur pilta: 1. Stefán Jónsson ÍA U-17 einliðastúlkur: 1. Inga Tinna Sigurðardóttir UMSB U-17 tvíliðaleikur stúlkur: 2. Inga Tinna Sigurðardóttir og Sigríð- ur Sigurgeirsdóttir UMSB U-17 tvíliðaleikur piltar: 2. Stefán Jónsson og Hólmsteinn Valdimarsson ÍA Unglingameistaramót TBA U-13 stúlkur einliðaleikur: 1. Una Harðardóttir ÍA 2. Hulda Einarsdóttir ÍA U-13 tvíliðaleikur stúlkur: 1. Una Harðardóttir og Hulda Einars- dóttir ÍA 2. Harpa Jónsdóttir ÍA ogAnna Guðna- dóttir (TBA) U-13 tvenndarleikur: 1. Una Harðardóttir og Guðmundur Kristinsson ÍA 2. Hulda Einarsdóttir og Andri Mart- einsson ÍA U-15 einliðaleikur stúlkur: 1. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir ÍA 2. Karítas Ósk Ólafsdóttir ÍA U-15 tvíliðaleikur stúlkur: 1. Karítas Ósk Ólafsdóttir og Líney Hendrikka Harðardóttir ÍA 2. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Birna Björk Sigurgeirsdóttir ÍA U-15 tvíliðaleikur piltar: 1. Hjalti Jónsson ÍA og Ólafur Jónsson (Keflavík) U-15 tvenndarleikur 2. Hjalti Jónsson og Birgitta Rán Ás- geirssdóttir Atlamótið (uppskera Skagamanna) A-flokkur Einliðaleikur karla: 2. Valdimar Guðmundsson Tvíliðaleikur karla: 1. Friðrik Valdimarsson og Valdimar Guðmundsson Tvenndarleikur: 1. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Jörgen Nilsson 2. Karítas Ósk Ólafsdóttir og Hólm- steinn Valdimarsson Einliðaleikur kvenna: 1. Karítas Ósk Ólafsdóttir 2. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir Tvíliðaleikur kvenna: 1. Karítas Ósk Ólafsdóttir og Líney Hendrikka Harðardóttir 2. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Birna Björk Sigurgeirsdóttir Molar Sturlaugur Haraldsson mun hugs- anlega aðstoða Ólaf Þórðarson frá varamannabekknum næsta sum- ar. Þetta er að sjálfsögðu háð því hvort Sturlaugur standi fast á því að ferli hans sé lokið sem leik- manni. Aðalsteinn Víglundsson var aðstoðarþjálfari ÍA á nýaf- stöðnu tímabili en eins og mönn- um er kunnugt gerði Aðalsteinn þriggja ára samning við Fylki um þjálfun meistaraflokks félagsins. Leikmenn ÍA heimsóttu tvo styrkt- araðila í Reykjavík um síðustu helgi. Á föstudaginn voru þeir í Búnaðarbankanum í Kringlunni að gefa eiginhandaráritanir og húfur. Töluverður fjöldi fólks heimsótti borðið hjá íslandsmeisturunum en þó mun færri en búist var við. Það skýrist að sjálfsögðu af því að flestir tögðu leið sína í Smáralind- ina þessa helgi. Ekki vantaði fólks- fjöldann daginn eftir þegar drengirnir heimsóttu Jack&Jones í Smáralindinni. Leikmennirnir tóku þátt í tískusýningu í versluninni og gáfu eiginhandaráritanir að þeim loknum. Prentverk Akraness og Knatt- spyrnudeild ÍA skrifuðu undir styrktarsamning sl. þriðjudag. Samningurinn, sem er til þriggja ára, er 1,5 milljón, eða 500.000.kr á ári. Gunnar Sigurðsson skrifaði undir samninginn fyrir hönd ÍA en Guðmundur R. Guðmundsson fyrír Prentverk Akraness. Síðasta golfmót Ólsara Síðasta golfmót ársins á Fróð- árvelli við Ólafsvík var haldið á dögunum og bar nafn styrktar- aðilanna, Deloitte & Touche og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi og spilaðar 18 holur. Mótið fór fram í blankalogni og voru keppendur 16. Úrslitin urðu þessi: í 1. sæti urðu þeir Jónas Kristó- fersson og Ólafur Rögnvalds- son á 63 höggum. 12. sæti ientu þeir Óli Sigurjónsson og Krist- inn Jónasson á 65 höggum og i 3. sæti Gísli Bogason og Gunn- laugur Bogason á 67 höggum. í lokin var vippkeppni og Gunn- laugur Bogason gerði sér lítið fyrír og vippaði beint í holu og vann þar með vippkeppnina. Stóðu sig vel Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Páll Gísli Jónsson, leikmenn ÍA, komu heim frá Tékklandi á sunnu- daginn en þar höfðu þeir spilað þrjá ieiki með u-19 ára landsliði ís- lands í undankeppni Evrópumóts- ins. Garðar og Páll léku alla leikina með liðinu sem stóð sig frábær- lega og tapaði ekki leik. Það dugði þeim þó ekki til sigurs í riðlinum og þar með farmiðann í úrslitakepþn- ina, því gestgjafarnir voru jafn- mörg stig en hagstæðari marka- tölu. Báðir þóttu þeir félagar standa sig með sóma og skoraði Garðar eitt mark í leiknum gegn Andorra. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.