Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 43. tbl. 4. árg. 25. október 2001____Kr. 250 í lausasölu Raftar Bifhjólaáhugamenn í Borgar- firði era að stofna samtök um þetta áhugamál sitt sem þeir kalla, Raft- ar - Bifhjólafjelag Borgarfjarðar. Segja má að mótorhjóladella hafi náð tökum á Borgnesingum og ná- grönnum þeirra að undanförnu. Sjá allt um það á bls 11. Rúllu- þjóftir Rétt fyrir síðustu helgi barst lögreglunni í Olafsvík tilkynn- ing um þjófnað á fjórum hand- færarúllum úr Stakkavík GK- 45 sem legið hefur í Olafsvík- urhöfn að undanförnu. Rúll- unar eru af gerðinni DNG 6000 og að verðmæti um 230 þúsund krónur stykkið. Er málið komið til lögreglunnar í Olafsvík til rannóknar. Larry Florence í Skallagrím Körfuknattleikslið Skallagríms fékk góðan liðsstyrk í síðustu viku þegar Bandaríkjamaðurinn Larry Florence kom til landsins. Florence lék í 5 ár með háskólaliði Nebraska í Bandaríkjunum þar til hann út- skrifaðist þaðan með láði í mai 2000. Hann var fastamaður í liðinu þau ár sem hann lék með því og byrjaði inná í 75 leikjum á þessum árum. Hann var stigahæstur leikmanna liðsins síðusm 2 árin og var einnig með um 7 fráköst að meðaltali í leik. Árið 1999 var hann valinn íþróttamaður ársins í skólan- um og var hann mjög vinsæll meðal smðningsmanna liðsins. Þá æfði hann einnig amerískan fótbolta í skólanum og er því greinilegt að þarna er mikill íþróttamaður á ferð- inni. Þess má til gamans geta að með honum í Nebraska spilaði leikmað- ur að nafhi Tyrone Lue sem síðar gerðist leikmaður með L.A Lakers í NBA deildinni og varð tvöfaldur meistari með þeim. Hann spilar í dag með Michael Jordan í liði Was- hington Wizards Einnig er kominn til liðs við Skallagrím rússneskur leikmaður að nafni Leonid Zdanov. Hann er 196cm á hæð og hefur verið at- vinnumaður í Rússlandi í 10 ár. Hann er sagður vera mikil skytta og góður sóknarmaður. Hann verður þó ekki löglegur með liðinu fyrr en í leiknum gegn Þór á sunnudaginn og verður gaman að sjá til liðsins þegar það er orðið fullskipað. R.G Leikskólinn Vallarsel Tónlistarkennsla skert Aðsókn í Tónlistarskólann á Akranesi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og haustið nú var engin undantekning á þeirri reglu. Þessi aukna aðsókn hefur þó kom- ið niður á tónlistarkennslu í leik- skólanum Vallarseli. Þar er lögð sérstök áhersla á tónlistaruppeldi og frjálsan leik og hefur Bryndís Bragadóttir, tónlistarkennari, séð um kennsluna sem fram fer einu sinni í viku. „Aðsóknin í Tónlistarskólann var svo mikil í ár að ekki reyndist fært að sinna okkar starfi í eins langan tíma og fyrir fram var áætlað þótt viljinn sé fyrir hendi hjá Tónlistarskólanum,“ segir Lilja Guðlaugsdóttir, leikskóla- stjóri. „Þrautalendingin var sú að skerða kennsluna. Úthlutuðum tímum í tónlist undir leiðsögn tón- listarkennara hefur því verið fækk- að úr sex niður í fjóra. Við reikn- um með því að þetta verði svona að minnsta kosti fram að áramót- um en hér ríkir almenn óánægja með ástandið og bæði foreldrafé- lag og starfsfólk leikskólans hafa ritað skólanefnd bréf þar sem ósk- að er eftir því að eitthvað verði gert í þessum málum.“ Lilja segir að þótt tímunum hafi fækkað fái hvert barn á leikskólanum kennslu í jafnlangan tíma og áður. „Við leystum málið þannig að í stað þess að stytta tímana erum við með helmingi stærri hópa í tónlist- arkennslunni miðað við það sem áður var. Aður voru t.d. um átta börn í hóp og hægt að sinna hverju barni vel en nú eru þau orðin sext- án. Það gefur auga leið að svona fyrirkomulag kemur niður á börn- unum því ekki er hægt að gefa þeim sömu tækifæri í tónlistinni.“ Lilja segir málið sérlega baga- legt með tilliti til þess að leikskól- inn hefur lagt mikla vinnu í að þróa upp gott og kraftmikið tón- listarstarf á undanförnum árum því eins og áður segir er þar lögð sér- stök áhersla á tónlistaruppeldi. „- Fyrstu önnina sem við réðumst í þessa tónlistarkennslu fengum við einungis fjórum tímum úthlutað. Foreldraráð leikskólans barðist fyrir því á sínum tíma að kennslan yrði aukin en nú erum við komin aftur á byrjunarreit.“ SOK kynning föstudaginn 26. okt. frákl. 14- 18 CASA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.