Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 1
1 I / Oli Jón tapar máli gegn Borgarbyggð Þann 25. október sl. féll dómur í Hæstarétti í máli Ola Jóns Gunnars- sonar, bæjarstjóra Stykkishólms, gegn Borgarbyggð. I dómsorði Hæstaréttar segir að héraðsdómur skuli vera óraskaður. I dómsorði Héraðsdóms Vesturlands frá 3. maí sl. segir: Stefndi, Borgarbyggð, er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Ola Jóns Gunnarssonar, í máli þessu. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Iapríll999var Olajóni sagtupp störfum sem bæjarstjóri Borgar- byggðar, áður en ráðningasamning- ur hans rann úr. Oli Jón krafðist launa dl loka umsamins tveggja ára ráðningartíma og í sex mánuði til viðbótar, auk miskabóta. Oli Jón gerði eftirfarandi dóm- kröfur: Aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 7.580.415 krónur með dráttarvöxt- um samkvæmt IH. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1999 til greiðsludags. Til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða stefn- anda 4.376.466 krónur með dráttar- vöxtum samkæmt IH. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1999 til greiðsludags. Með hliðsjón af sér- stöku eðH starfs bæjarstjóra var talið að umdeilt ákvæði ráðningarsamn- ings aðila, um starfslok Ola Jóns fyr- ir lok ráðningartímans, bæri að skýra á þann veg að í þvf fælist gagn- kvæm heimild samningsaðila til uppsagnar samningsins. Akvæði samningsins um rétt Ola Jóns til launa „í sex mánuði frá þeim tíma“ var túlkað svo samkvæmt orðanna hljóðan að þar væri bæði vísað til loka ráðningartímans og þess tíma er störfum bæjarstjóra kunni að ljúka í ratm, sé það fyrr. Var Borgar- byggð því sýknað af kröfu Ola Jóns til frekari launagreiðslna. Þar sem ekki voru lagaskilyrði til að fallast á miskabótakröfu Ola Jóns var Borg- arbyggð einnig sýknað af þeirri kröfu, enda þótt fallist væri á það með Ola Jóni að Borgarbyggð hefði gengið óþarflega hart ffam við upp- sögnina. smh Ný prentsmiðja - ferskara blað Frá og með þessu tölublaði verð- ur Skessuhorn prentað í prent- smiðju Morgunblaðsins en fram til þessa hefur blaðið verið prentað hjá Isafoldarprentsmiðju. Tilgangur- inn með þessum breytingum er að auka gæði prentunarinnar og bæta þannig þjónustuna við lesendur og ekki síst auglýsendur Skessuhorns. Morgunblaðsprentsmiðja bíður upp á bestu prentun sem fáanleg er á dagblaðapappír og auk þess er mögulegt að hafa allar síður blaðs- ins í lit sama hver síðufjöldinn er. Síðast en ekki síst tekur prent- vinnslan styttri tíma og með því móti er hægt að halda blaðinu opnu fram undir hádegi á miðvikudegi en samt sem áður er blaðið tilbúið síðdegis sama dag. Með því móti opnast sá möguleiki að koma blað- inu fyrr til lesenda og því hefur ver- ið ákveðið að dreifa Skessuhorni á miðvikudagskvöldum til áskrifenda á Akranesi og Borgarnesi til að byrja með og hugsanlega öðrum þéttbýlisstöðum Vesturlands þegar ffarn í sækir. A næstu vikum verður síðan hug- að að smávægilegum breytingum öðrum á útliti og efni blaðsins. Það er von útgefenda að með þessu móti verði hægt að bjóða upp ferskara, fríðara og enn betra blað en áður en þrátt fyrir mikinn sam- drátt í þjóðfélaginu er það stefna Skessuhorns að hvika hvergi frá þeirri stefnu sem ávallt hefur verið í heiðri höfð hjá blaðinu, þ.e. að vera langflottast! GE Það er kraftur í nemendum og aðstandendum Kleppjámsreykjaskóla í Borgarfirði og kom það berlega í Ijós um síðustu helgi þegar menn þar á bæ tóku sig til og bjuggu til eitt stykki knattspymuvöll á þremur dögum, þ.e. breyttu grjóti í gras. Sjá bls 8 Ólafur tekur við u-21 árs landsliðinu Ólafur Þórðarson, þjálfari ís- landsmeistara IA, hefur verið ráð- inn þjálfari ungmennalandsliðs Is- lands skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Ólafur skrifaði undir samn- ing þess efnis á þriðjudaginn og gildir samningurinn til tveggja ára eða út undankeppni Evrópumóts- ins. Ólafur kemur að sjálfsögðu á- fram til með að stýra Skagaliðinu samhliða nýja starfinu. Ólafur sagði í samtali við Skessuhorn að honum littist vel á nýja starfið. „Eg tók mér vikutíma í að hugsa málið eftir að KSl hafði samband við mig. Þetta er skemmtileg áskorun sem spenn- andi er að takast á við, eins er þetta fín reynsla sem maður fær útúr þessu“. Aðspurður um hvort nýja starfið kæmi til með að taka tíma frá honum við þjálfun meistara- flokks IA svaraði Ólafur því til að vanalega færu 3-4 dagar í hvem leik hjá landsliðinu en þar sem aðeins einn leikur er áætlaður á næsta ári á meðan Islandsmótinu stendur ætti það ekki að vera stórt vandamál. Allar líkur era á því að Sturlaugur Haraldsson komi til með að vera aðstoðaþjálfari IA næsta sumar og mun hann stjóma þeim æfingum sem Ólafur kemst ekki á. Metnaður Ólafs er mikill, eins og flestum er kunnugt og hann hefur nú þegar á- kveðin markmið með landsliðið. „Eg stefni á að koma liðinu upp úr riðlinum. Það hefur aldrei tekist áður og maður hlýtur að stefna á að gera betur en árin á undan“. Atli Eðvaldsson, núverandi þjálfari A- landsliðsins, var þjálfari u-21 árs landsliðsins áður en hann tók við aðalliðinu. Er Ólafur kannski að taka fyrsta skrefið í þá átt að leysa Atla af hólmi þegar að hann lætur af störfum? „Það er aldrei að vita, ffamtíðin leiðir það bara í ljós,“ sagði Ólafur, sposkur á svip. HJH Ferða- málaráðu- neytí Aðalfundur ferðamálasamtaka Vesturlands var haldinn um síð- ustu helgi. Þar var meðal annars samþykkt ályktun þess efnis að skora á stjómvöld að beita sér fyrir stofnun sérstaks ferðamála- ráðuneytis. Einnig var rætt um nauðsyn þess að koma á fót um- ferðarmiðstöð í Borgamesi ofl. Sjá bls 11 > Amótí byggða- kvóta Smábátasjómenn á Snæfells- nesi era uggandi um sinn hag vegna nýtilkomins kvóta og telja að ríflega þrjátíu störf hafi tapast í Snæfellsbæ einum af þeim sök- um. Þeir telja byggðakvóta enga lausn á sínum vanda. Sjá bls 6 kynning föstudaginn 2. nóv. frákl. 14- 18 i Hymutorgi Góður kostur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.