Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sínti: 431 5040 Fox: 431 5041 Akronesi: Kirkjubraut 3 Sínti: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tiðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur 1. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjúnsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa í lausasölu. krónur/50 er kl. 14:00 á þriðjudögum. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en í lausasölu er 250 kr. sé greitt með greiðslukorti. Verð 431 5040 Gísli Einarsson, ritstjóri. Á ári hverju er eytt tugum, hundruðum eða jafnvel þúsund- um milljóna í að reka stofnanir sem hjálpa ógæfusömum ein- staklingum til að berjast við flknir af ýmsu tagi. Þar ber hæst fíkn í áfengi, kynlíf og jafhvel fjárhættuspil. Ekki vil ég gera lítið úr því, nema síður sé, og hef fulla sam- úð með öllum þeim fíklum sem standa í endalausu stríði við sjálfa sig. Hinsvegar vill það bregða við í þessu sem öðru að eitt og annað verði útundan. Svo dæmi sé tekið þá hef ég lengi ver- ið haldinn hinum og þessum fíknum, meðal annars í rykkling, magál og Andrésblöð. Þó hef ég enga aðstoð fengið hvar sem ég hef leytað og allsstaðar rekið mig á vegg í kerfinu. Mín vandamál eru svo sem ekki stórkostleg og ég ber að sjálf- sögðu harm minn í hljóði og reyni einn og óstuddur að feta hinn gullna meðalveg og tek bara einn dag fyrir í einu og allt það. Aftur á móti er annað vandamál öllu stærra og almennara sem vekur furðu mína að ekki skuli vera tekið á af opinberum aðilum né nokkrum öðrum. Það er óstjórnleg skýrslufíkn Is- lendinga! Ymsir hafa haldið því fram að vandamál séu til að leysa þau. Þetta mun hinsvegar vera alrangt því í reynd hefur verið litið þannig á að vandamál séu til að skrifa um þau og tala um þau á löngum fundum og málþingum. Orð eru vissulega til alls fyrst en oftar en ekki eru þau tóm. Eitt vinsælasta viðfangsefni skýrslufíkla er margumræddur byggðavandi. Otal rannsóknir hafa verið gerðar sem sína það óvéfengjanlega að það er fólks- flótti af landsbyggðinni til Höfuðborgarsvæðisins. Alltaf kem- ur þessi niðurstaða jafhmikið á óvart og ávallt veitir hún tilefni til að skrifa nýjar skýrslur. Án efa er undirrótin sú að íslendingar séu fram úr hófi skipu- lagðir og vilja ekki rasa um ráð ffam. Ekki dettur mér í hug að halda að skýrslufarganið og maraþonfundirnir stafi af því að vissulega eru auðveldara og þægilegra að tala um hlutina held- ur en að gera eitthvað. Samt sem áður er það enn svo og verð- ur sjálfsagt áfram að það eru skrifaðar skýrslur og um þær eru haldin mikil málþing og um málþingin er hægt að skrifa nýjar skýrslur og halda svo útaf þeim ný málþing og svo framvegis og svo framvegis. Þegar öllu er á botninn hvolft er svosem kannski ástæðulaust að lasta það. Þessi fíkn, líkt og flestar aðrar er þó allavega at- vinnuskapandi jafnvel þótt meðferð sé ekki til að dreifa. Ein- hverjir þurja jú að skrifa skýrslurnar og annað sem ekki er verra að þær henta vel á náttborð þeirra sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með svefn. Kannski einmitt þeirra sem eru svefnlaus- ir vegna vandamála sem eru rækilega tíunduð í umræddum skýrslum. Þar með lýkur skýrslu minni um skýrslur og vona ég að hún komi að góðum notum og verði alþjóð til heilla í nútíð og framtíð. „Skýrsli“ Einarsson, forstöðumaður Skýrslmnálastofnunar Ný gámastöð í Stykldshólmi Stykkishólmsbær hefur samið við íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu í Stykkishólmi ffá og með 1. nóvember nk. Um þessar mundir er verið að vinna við und- irbúningsframkvæmdir vegna byggingar nýrrar gámastöðvar rétt ofan við flugvöllinn sem áætlað er að verði tilbúin 1. desember nk. Þangað til munu húseigendur fá ný sorpílát og heimilissorpi áfram ekið í Fíflholt. Frá 1. desember verður öllu sorpi komið í nýju gámastöðina og gömlu öskuhaug- unum endanlega lokað. smh Séðyfir vœntanlegt athafhasvœði gámastöðvarinnar í Stykkishólmi. Vatnaheiðin býryfir mikilli náttúmfegurð. Opnað fyrir Vatnaleiðina Opnað var fyrir umferð um Vatnaleiðina á Snæfellsnesi sl. laug- ardag. Hefur vegurinn yfir Vatna- heiðina nú leyst leiðina um Kerl- ingarskarð af hólmi sem lokað var endanlega sl. mánudag. Vatnaleiðin er um 16 km á lengd, um 3 km styttri en leiðin um Kerlingarskarð og liggur um 80 metrum lægra. Á Hafrannsóknarstofnun efndi á dögunum til opins fundar um haf- rannsóknir í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Til fundar mætti Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, ásamt sér- fræðingum. Jóhann ræddi í erindi sínu um starfsemi Hafró, ástand fiskistofna og þróun þorskveiða á íslandsmiðum í hálfa öld. Reifaði hann þær breytingar sem orðið hafa á veiðum vegna umhverfisá- hrifa. Kom m.a. fram í máli hans að ljóst sé að sókn hafi verið of mikil á síðustu 30-40 árum. Ennfremur gat Jóhann þess að vegna loftlagsbreyt- inga hafi grænlandsgöngur þorsks- ins ekki verið eins og áður. Allt þetta gæfi klárlega til kynna að Vatnaleiðinni eru einungis þrír kílómetrar sem liggja í meira en 200 m yfir sjávarmáli en í Kerling- arskarðinu voru það meira wn tíu kílómetrar. Formlega opnar samgönguráð- herra, Sturla Böðvarsson, Vatna- leiðina nk. föstudag með tilheyr- andi borðaklippingum. smh grisjun væri ekki vænlegur kostur í stöðunni og að frekar ætti að leyfa þorskinum að dafna um sinn í sjón- um í staðinn. Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknar- stofnun, fjallaði um óvissuna í mati á stofnstærð þorsksins. Hann talaði um mikilvægi þess að menn líti ekki svo á að matið sé hárnákvæmt held- ur stjórnist alltaf dálítið af óræðum þátmm í sjónum. Fundurinn var vel sóttur og mál- efnalegar umræður spunnust um málefni hafrannsókna. Sagði Jó- hann Sigurjónsson að góð tengsl hafi náðst á fundinum við sjómenn- ina á Snæfellsnesi. smh Rakel Olsen hlýtur Auðarverðlaun Miðvikudaginn 17. október sl. var Rakel Olsen, stjórnarfor- manni útgerðarfyrirtækisins Sig- urðar Agústssonar ehf. í Stykkis- hólmi, veitt svokölluð Auðar- verðlaun. Var Rakel ein þriggja kvenna sem hlaut verðlatmin að þessu sinni en þetta er annað árið sem þau er veitt. Rakel hlýtur Auðarverðlarmin fýrir að hafa stýrt sjávarútvegsfyrirtæki um áratugaskeið sem og fýrir menn- ingarmál en hún hefur beitt sér fyrir verndun og endurreisn gamalla húsa í Stykkishólmi. í umögn dómnefhdar kemur fram að Rakel hafi án efa aldrei litið á sig sem konu í stjómunarstöðu, heldur einfaldlega sem atvinnu- rekanda. Hún er fýrsta konan tdl þess að setjast í stjóm SH og einnig í stjórn Coldwater Seafood Corporation í Banda- ríkjunum. smh Hólmfiríð- ur ráðin Hólmfríður Sveinsdóttir, varaþingmaður Samfýlkingar- innar á Vesturlandi hefur verið ráðin verkefnisstjóri Staðardag- skrár 21 fýrir Borgarbyggð og önnur sveitarfélög í Borgarfirði. Ráðningin er tímabundin en auk þess að annast fýrrgreint verk- efni mun hún annast fram- kvæmd Borgfirðingahátíðar auk fleiri verkefha. GE Fjölbrautaskóli Vesturlands Góður árang- ur í stærð- fræðikeppni Stærðfræðikeppni framhalds- skólanna var haldin um miðjan október og vom úrslitin gerð kunn nú á dögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum sigr- aði stúlka í keppninni að þessu sinni en strákarnir hafa nær al- farið séð um það undanfarin ár. Tveir nemendur úr Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi náðu mjög góðum árangri í keppninni í sínum flokki, en keppt er í tveimur flokkum; yngra og eldra stigi. Harald Björnsson var í hópi þeirra 20 efstu á yngra stigi og Fríða Bjarnadóttir lék sama leikinn á eldra stigi. Þetta er glæsilegur árangur því keppnin er haldin um allt land og þátttakendur em iðulega margir. SOK Framkvœmdir við hellulögn Skólastígs í Stykkishólmi eru nú langt komnar enda gengið vel í góðri tíð. Er ásýnd götunnar eins og sjá má nú þegar orðin með fegursta móti en á- œtlað er að framkvœmdum verði lokið 15. nóvember nk. Mynd: smh Fundur Hafiró í Olafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.