Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 5
Si^SSUWiOBKl FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001 5 Vatnshamrabraut opnuð Hin nýja Vatnshamraleiö þykir býsnafalleg. Hér er séö eftir henni við Hest í átt að Hvanneyri. Síðastliðinn föstudag var svoköll- uð Vatnshamraleið í Borgarfirði formlega opnuð af Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra en leiðin liggur frá Götuási við minni Lund- arreykjadals og að Hvanneyri og liggur nokkurn veginn í beina línu frá bænum Hesti að Hvanneyri og leysir af hólmi gömlu leiðina sem lá fram hjá Hvítárvöllum. Með opnun Vatnshamravegar styttist umrædd leið verulega og er það því gífurleg samgöngubót fyrir íbúa uppsveita Borgarfjarðar og ferðamenn. GE Garðar vekur athygli Garðar Bergmann Gunn- laugsson, framherjinn ungi og efhilegi hjá IA, hefur undanfarið vakið athygli útsendara nokkurra enskra liða sem hafa séð hann með ungmennalands- liði Islands skipað leikmönnum 19 ára og yngri. Islenska liðið lék á dögunum æfingaleik í Englandi þar sem Garðar þótti standa sig vel og í kjölfarið hafa mörg lið spurst fyrir um dreng- inn. Ein þrjú úrvalsdeildarlið í Englandi hafa verið nefnd í þessu sambandi. Nú síðast Bolton sem hefur boðið Garðari út til æfinga í næstu viku. Eins hefur lið Bjarka Gunnlaugsson- ar, bróður Garðars, Preston North End boðið honum til æf- inga með samning í huga. Allt er þetta þó enn á frumstigi og eng- ar viðræður farnar í gang um hugsanleg kaup á leikmannin- um. Garðar segist sjálfur hafa haft áhuga á því að dvelja er- lendis í vetur við æfingar og keppni og koma svo heim næsta sumar og spila með IA en nýjar félagsskiptareglur hjá Knatt- spymusambandi Evrópu koma í veg fyrir það. Nýju reglurnar kveða á um það að leikmanni er óheimilt skipta yfir í erlent félag og aftur heim innan 12 mánaða ffá fyrri félagaskiptunum. Garð- ar þarf þó ekki að örvænta þó hlutimir gangi ekki í gegn á næstu mánuðum því hann er að- eins 18 ára gamall og á eflaust efdr að vekja athygli enn fleiri liða með góðri ffammistöðu á knattspymuvellinum. HJH Anægja með Tax firee daga Tax free dagar voru haldnir á Akranesi í annað sinn um síðast- liðna helgi og eru þeir smám sam- an að festa sig í sessi sem árlegur viðburður í bæjarlífinu. Að sögn Sævars Haukdal, talsmanns versl- unareigenda á Akranesi og eiganda Hljómsýnar, vom viðtökur góðar. „Verslunareigendum sýnist sem svo að orðið hafi aukning frá dög- unum í fyrra enda vora viðtökur mjög góðar og fólk almennt ánægt með þetta í heildina. Eg á því ekki von á öðm en að Tax free dagarn- ir verði aftur að ári.“ SÓK Sævar Haukdal CLARINS ■PARIS' Clarins kynning verður á snyrtistofu Jennýjar Lind föstudaginn 2. nóvember. Kynning verður á Colour Symphony, nýju vetrarlitunum. Snyrtifræðingur verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf. Fallegar CLarins töskur fyLgja með meðferðum. Verið VeLkomin! Draumur ÍJturm-asrtofa uttl Ultta tft Dagskrá á vegum Snorrastofu í tilefni pess að 70 ár eru liáin frá vígslu Héraðsskólans í Reykholti \augardaqinn 3. nóvember 2001 í Hátíoarsal gamla skólans Dagskrá: 14:00 Bergur Þorgeirsson, forstöSumaður Snorrastofu: Setning dagskrár 14:05 Ivar Jónsson, félagshaqfræSingur oa dósent viö ViSskiptaháskólann á Bifröst: rHéraosskólarnir í Ijósi nýrrar byggSastefnu 14:25 Jón Þórisson, lyrrv. kennari viS HéraSsskólann í Reykholti: Stofnun Reykholtsskóla 15:00 Kaffihlé 15:15 GuSjón FriSriksson, sagnfræSingur: Jónas frá Hriflu gg héraSsskólarnir 15:45 PallborSsumræSur 16:00 Dagskrá slitiS Stjórnandi dagskrár: Þórunn Reykdal Við hvetjum fólk til að koma í Reykholt og taka þátt í áhugaverði dagslcrá. Aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar. Fjögurra herbergja íbúð til leigu í neðribæ Borgamess Laus strax Upplýsingar í síma 892 1825 SNYRTISTOFA JENNÝJAR LIND Borgarbraut 3 • 310 Borgarnes Sími 437 1076

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.