Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001 Yfir þrjátíu störf hafa tapast segir Gísli Gíslason trillusjómaður í Snæfellsbæ firði en ekkert hér á Vesturlandið. Þetta snýst um fleira en byggða- kjarna og þar hlýtur að skipta máli hvers konar útgerð er á svæðinu. Staða smábátasjómanna er mjög erfið hér þó svo að stærri útgerðir standi nokkuð vel í kvóta. Eg er heldur ekki viss um að þessi byggðakvóti verði unninn í sjávar- byggðunum eins og reynslan sýndi síðast. Eg hefði heldur vilja sjá flatan kvóta á línuna, og er reynd- ar ósáttur við að þetta skuli vera aðeins til eins árs.“ Róbert segir að fyrst og fremst verði að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Hann segir stöðu smábáta á Vestfjörðum einna besta á landinu þegar litið er til veiðireynslu og þó að ástæða sé til að aðstoða hinar dreifðu byggð- ir landsins verði að líta til fleiri þátta. Tekjuskerðing fyrir bæjarfélagið Pétur Jóhannsson, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ sagði í samtali við Skessuhorn að ljóst væri að svo miklar takmarkanir á veiðiheimild- um smábáta og annarra báta í Snæ- fellsbæ hlytu að þýða tekjuskerð- ingu fyrir bæjarfélagið. „Þetta er auðvitað erfitt fyrir sjómennina hérna á svæðinu en það má ekki gleyma því að afleið- ingarnar verða líka þær að tekjur bæjarfélagsins skerðast. Hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna er að verja hag bæjarfélagsins og mér finnst að sveitarstjórnarmenn í þeim bæjarfélögum sem helst verða fyrir barðinu á þessari skerð- ingu mættu vera duglegri að láta heyra í sér vegna kvótamálsins. Það er alltaf verið að reyna að skæla út peninga vegna ýmissa málaflokka og það verður einnig að mótmæla því harðlega þegar stjórnvöld skera heimildir svona niður. Þetta er það sem við lifum á,“ sagði Pétur Jóhannson. Að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra í Snæfellsbæ hefur ekki verið fjallað um málefni smábáta- sjómanna í bæjarstjórn og því liggi ekki fyrir afstaða hennar til þessa máls. Kristinn sagði kvótastöðu annarra útgerða á svæðinu sterka sem gæti haft áhrif á væntanlega úthlutun byggðakvóta. KK „Okkur telst til að yfir þrjátíu störf hafi tapast hér á Nesinu í kjöl- far kvótasetningarinnar og skerð- ingar sem hún hafði í för með sér,“ segir Gísli Gíslason, trillusjómaður í Olafsvík í samtali við Skessuhorn. Gísli hefur ásamt Torfa Sigurðssyni farið yfir áhrif skerðingarinnar á hvern smábát í Snæfellsbæ og þeir segja niðurstöðxma þessa. „Eins og ég óttaðist komu þessar breytingar hart niður á bæjarfélag- inu enda breyttu margir róðrarlag- inu í kjölfarið og hafa þurft að skera niður. Bæði sjómenn og beitninga- fólk í landi hafa misst vinnuna. Og þegar maður horfir til aðgerða stjórnvalda og þess sem boðað hef- ur verið í sambandi við byggða- kv7óta þá virðist sem við hér á Vest- urlandi komum til með að sitja eft- ir með sárt ennið. Það er vissulega rétt að staða stórútgerðar hér á svæðinu er nokkuð sterk en það breytir ekki aðstöðu okkar sem ger- um út smábáta. Margir hér eru í virkilega slæmum málum. Nú hefur verið rætt um að deila út ríflega 2000 tonna byggðakvóta sem mun að öllum líkindum fara til þeirra staða þar sem stórútgerð er ekki. Eins og málin virðast ætla að þróast eru hverfandi líkur á því að við fáum einhvem byggðakvóta hingað og það erum við skiljanlega ekki á- nægðir með,“ sagði Gísli Gíslason. Taka verður tillit til aðstæðna „Eg er mjög ósáttur þegar talið berst að byggðakvótanum og væntanlegri úthlutun hans,“ sagði Róbert Óskarsson, trillusjómaður í Ólafsvík þegar Skessuhorn ræddi við hann í vikunni. „Eftir því sem okkur skilst fer kvótinn líklega til Vestfjarða, Grímseyinga og Hríseyinga og eitthvað austur á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi Hinn árlegi basar á Dvalarheimilinu verður haldinn laugardaginn 3. nóvember 2001 kl. 17:00. Munimir verðar til sýnis kl. 15:30 - 16:45. Kaffisala verður á staðnum kl. 15:30 - 18:00. Sala á basar hefst kl. 17:00 Agóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð heimilisfólks. Allir hjartanlega velkomnir. EPSON DEILDIN I KORFUBOLTA Sunnudaginn 4.nóvember kl. 20 Skallagrímur-Haukar í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi Allir á völlinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.