Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001 SPARIS JOÐUR MYRASYSLU Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi Sími 430 7500, símbréf430 7501 www.spm.is, netfang: spm@spm.is Tilkynning frá Sparisjóði Mýrasýslu Vegna útfarar Sigfúsar Sumarliðasonar, fyrrverandi Sparisjóðsstjóra, verða afgreiðslur Sparisjóðsins við Borgarbraut og á Hymutorgi lokaðar frá kl. 12 á hádegi föstudagsins 2. nóvember nk. BÚNAÐARBANKINN BORGARNESI Búnaðarbankinn í Borgarnesi verður lokaður föstudaginn 2. nóv.frá kl. 13:45 -15:15 vegna jarðarfarar Sigfúsar Sumarliðasonar. Starfsfólk Búnaðarbankans íBorgarnesi Atvinnuráðgjöf f ^ ^ ^ ^ Vesturlands haldið í íþróttamiðstöóinni á Jaðarsbökkum á Akranesi föstudaginn 9. nóvember og hefst kl. 14.30. Málþingiö veröur sett af menntamálaráöherra, Birni Biarnasyni. Flutt veröa stutt erindi um hlutverk menntunar í búsetuskilyrðum á landsbyggðinni. Leitast verður eftir því að fá sem breiðast viðhorf til málaflokksins. Flytjendur erinda verða skólastjórnendur á Vesturlandi, nemendur, sveitarstjórnarfólk og fræðimenn. Að lokum verða panelumræður. Tilgangur þessa málþings er að skerpa sýn Vestlendinga á mikilvægi menntunar m.t.t. búsetuþróunar. Stjórnandi málþingsins verður Árni Þórður Jónsson. Málþingið er öllum opið og allir þeir sem áhuaa hafa á að taka þátt í umræðu og mótun þessa malaflokks eru nvattir til að mæta. Áætluð málþingsslit eru kl. 18.10 Nánari dagskrá málþingsins verður komið á framfæri í næsta tbl. Skessuhorns að viku liðinni og víðar. ; - -■ : - . . - • : Frá þökulagningu Kleppj ámsreykj askóli Að breyta grjóti í gras Frá síðasta degi sumars til fyrsta vetrardags heita veturnætur. A hausti urðu þær okkur mörgum í Kleppj árnsreykj askóla minnisstæð- ar fyrir það að eftir stuttan aðdrag- anda voru fyrstu túnþökumar tekn- ar s.l. fimmtudag upp af túni í Deildartungu og á sunnudag, eftir óbilandi eljusemi nemenda, for- eldra og starfsmanna skólans, vom síðustu þökurnar lagðar á malar- völlinn, alls um hálfur hektari. A þann veg hafði grjóti verið breytt í gras. Eftir er aðeins að laga ytra umhverfi vallarins og til þess eigum við þökur á brettum heim við skóla. Áhrifin hafa orðið nokkur og má m.a. marka þau af því að fjölskylda hefur gefið skólanum allhá grenitré til fegrunar á lóð skólans. Upphaf málsins má rekja til þess að í vor veitti Borgarfjarðarsveit á- hugamönnum um knattspyrnu 200 þús.kr. til verksins. Jón Bjömsson og fjölskylda í Deildartungu gáfú tún. Ekkert varð hins vegar úr framkvæmdum m.a. vegna þess að kostnaðurinn var ætlaður mun meiri. Eg afféð því fyrir hálfum mánuði að freista þess að fá foreldra til að leggja fram vinnu og vélar til að verksins. Undirtektir urðu góðar og svo urðu efndir umffam orð er til stykkisins kom. Flálfdán á Háhól gaf verulegan afslátt af sinni vinnu við þökuskurð, Haukur Júlíusson einnig við vallarjöfnun og KBB gaf 1200 kg af beinamjöli þannig að allir lögðust á eitt með að gera þessar vetumætur svo eftirminni- legar sem raun ber vimi. Þó völlurinn tilheyri skólalóð og skóla mun hann að sjálfsögðu standa öllum knattspyrnuáhuga- mönnum skólahverfis jafht til boða, enda verður vafalaust gerður samn- ingur um notkun hans, hirðu og viðhald. Ollum er lögðu máli þessu lið em hér með færðar bestu þakkir ffá Kleppj árnsreykj skóla. Með góðri kveðju, Guðlaugur Oskarsson Rússibanar á Hvanneyri Hin þekkta gleðisveit Rússíban- heldur tónleika á vegum Tónlistar- arnir er komin aftur á fulla ferð eft- félags Borgarfjarðar í matsalnum á ir rólega keyrslu að undanförnu. Hvanneyri miðvikudagskvöldið 7. Tatu Kantoma harmonikkuleikari nóvember n.k. kl. 20.30. Þar verð- er mættur til leiks á ný, fimari en ur flutt efhi af nýjum geisladiski nokkru sinni og til liðs við þá hefur Rússíbananna sem ber nafnið Gull- gengið Matthías M D Hemstock regnið. sem lemur húðir. Hljómsveitin (Fre'ttatilkynning) Abalfundur Ferbamálasamtaka Snœfellsness verður haldinn á Fosshótel Stykkishólmi föstudaqinn 2. nóvember kl. 17.00 # Efni fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf og breytingar á samþykktum samtakanna. í lok fundarins verða óvæntar uppákomur að hætti Hólmara! Tillögur að nýjum samþykktum samtakanna má finna á vefsíðunni: www.vesturland.is/snaefellsnes

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.