Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001 ..ir.-v-Minw. Fróðárundur tekin upp í Ólafevík Akveðið hefur verið að taka upp sýningar á leikritínu Fróðárundur í Félagsheimilinu Klifi Olafsvík í nóvember. Leikritið var ífumsýnt í maí sl. og vakti verulega athygli en það var Eygló Egilsdóttir, hótel- stjóri á Hótel Höfða, sem hafði frumkvæði að því að leikgerð yrði gerð um Fróðárundrin og hugsað sem liður í menningartengdri ferðaþjónustu í Snæfellsbæ. Verða tvær sýningar nú í nóvember, sú fyrri laugardaginn 3. nóvember og sú síðari 10. nóvember. Leikritið skrifaði Jón Hjartarson, leikari, eft- ir ffásögn Eyrbyggju af atburðtm- um sem áttu sér stað árið 1000 að bænum Fróðá í Gömluvík, þ.e. vík- inni milli Olafsvíkurennis og Bú- landshöfða. Segir það ffá einum mesta draugagangi íslenskra bók- mennta. smh Nýtt og betra húsnæði verslunariimar Krýnu Fataverslunin Krýna í Grundar- firði er nú flutt í nýtt húsnæði að Grundargötu þar sem síðast var Asakjör og þar áður Grund. Að sögn Birnu Guðbjartsdóttur, eig- anda Krýnu, er nýja húsnæðið mun betra en það fyrra sem var við hlið Blómabúðar Maríu við Hrannarstíg. „Þetta er allt annað líf því hið nýja húsnæði er mun stærra og bjartara en áður var hjá okkur á Hrannarstígnum. Það eina sem við eigum eftir að sakna er ná- býlið við Blómabúð Maríu sem var mjög gott,“ segir Birna. smh Viðhaldsframkvœmdir standa nú yfir utan á hiisi Tang og Riis í Stykkishólmi. Að sögn Rakelar Olsen, framkvœmdastjóra Sigurðar Agústssonar ehf. sem er eigandi hússins, er verið að skipta um þakjám og þakglugga, auk þess sem verið er að ftera aðra glugga í httsinu í það horf sem þeir voru í árið 1912. Húsið var byggt sem pakkhús fyrir Gramsverslun árið 1890 og mun kLeðning hússins vera einstök hérlendis. Mynd: smh ''^yVísnahornið Siði héma síst ég spyr urn Gestakomur hafa oft orðið mönnum til á- nægju þó gestir geti að vísu verið nokkuð misá- nægjulegir en einhvemtíma fyrir löngu var kveðið: Glöggir segja að gagn sé ei að gestakomu, en ánœgjan er uppgangsvara einkum þegar gestirfara. Sumum búmönnum þótti heldur truflun að gestakomum sem röskuðu þeim verkum sem nauðsynlegust vora en það er raunar alltaf matsatriði hvað er nauðsynlegast. Þeir Asgeir Bjamþórsson listmálari sem reyndar var allgott skáld þó hann sinnti því lítið og Vilhjálmur frá Skáholti voru miklir vinir. Eitt sinn fóru þeir fé- lagar í útilegu í Þingvallahrauni og iðkuðu þar hvor sína list og að minnsta kosti Vilhjálmur að nokkru undir verndarvæng Bakkusar konungs. Kvöld eitt kom Vilhjálmur gangandi utan úr hrauni þar að sem Asgeir var að mála. Vilhjálm- ur hafði farið nestaður í göngutúrinn og gekk nú til Asgeirs og segir: „Þú átt ekki að vera að mála Asgeir, það tefúr þig ffá því að yrkja“. As- geir svaraði að bragði: „Þú átt ekki að vera að yrkja Villi, það tefur þig ffá því að drekka". Það var bæði gestagangur ogýmisleg nauðsynjaverk sem trufluðu Pál gamla Olafsson við vfsnagerð- ina enda afsakaði hann sig á þennan hátt: Veldur gestagangur því að geri ég sjaldan stökur, kvennafar ogfyllirí, ferðalög og vökur. „Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott“ var sungið í gamla daga og veki menn ekki gleði þegar þeir koma gera þeir það að minnsta kosti þegar þeir fara eins og Jakob Jónsson orti: Leitt er það en samt er satt, sumir geta bara vakið yndi og aðra glatt er þeir kveðja ogfara. Mig minnir en þó fúllkomlega án ábyrgðar að eftirfarandi vísa sé ættuð ffá Akureyri og kona nokkur hafi kvatt innheimtumann með eftirfar- andi hætti. Gaman væri nú ef einhver gæti ffætt mig um höfundinn en allavega er vísan góð: Settu upp hattinn, hnepptu frakkann, hafðu á þér fararsnið. Eg vil heldur horfa t hnakkann heldur en sjá í andlitið. Kristján Gamalíelsson í Álftagerði beiddist eitt sinn gistingar hjá frænku sinni en var úthýst einhverra hluta vegna og varð að orði: Mér úthýst fljóðið fljótt fomum lýsti vana. Ekki er vtst ég nastu nótt neyði um gisting hana. Það þótti aldrei sérstaklega viðkunnanlegt að úthýsa fólki og kom fyrir að mönnum var núið því um nasir lengur en þeim þótti gott eins og kemur fram í þessari vísu: Aldrei rak ég aumingja undan þaki mínu en orðið laka - að úthýsa - er á bakiþínu. Sigurbimi á Fótaskinni var eitt sinn neitað um gistingu ásamt fleirum vegna þrengsla enda blíðuveður og kvað þá Sigurbjörn: Héðanfrá þó hrekjast megum heims hvar þjáir vald, skála háan allir eigum uppheims bláa tjald. Vissulega hefur alltaf verið misjafnt viðmót sem mætir gestum en Guðmundur Böðvarsson sendi Þorvaldi á Háafelli eina af ljóðabókum sínum áritaða eftirfarandi kveðju: Gott er að koma að garði þeim er góðir vinir byggja. Þá er meira en hálfnað heim, hvert sem vegir liggja. Séra Guðmundi Torfasyni var tilkynnt gesta- koma og snaraðist hann til dyra með eftirfar- andi orðum: Von er ekki verri gesta, veit égþað ogskil. Satan befitr sent þann versta sem hann átti til. Ekki virðist hann hafa verið mjög upprifinn yfir gestinum og það hafa menn svo sem ekki alltaf verið. Jóhannes á Skjögrastöðum orti við ónefndan bæ: Siði héma síst ég spyr um, sannleiksgögnin að mér streyma, þar sem grasið grær að dyrum gestrisnin á ekki heima. Þó menn fari á milli bæja í flestum veðrum ef brýna nauðsyn ber til geta þó komið þau veður að mönnum þyki ástæða til að hugsa sinn gang áður en lagt er í hann og Ragnhildur á Svarfhóli lagði eftirfarandi til mála við mann í ferðahug- leiðingum: Björt er ekki blikan sú, bœjarhrafnar sveima, verst er efað verður þú veðurtepptur heima. Raunar fara menn á bæi ýmissa erinda eða reka ýmisleg erindi fyrst þeir eru á staðnum á annað borð og á baðstofutímabilinu gisti mað- ur að nafúi Gvendur lonta á bæ í Strandasýslu og ætlaði að bregða sér til vinnukonunnar eftir að ró var komin á því eins og skáldið kvað: Vinnumaður og vinnukona vildu ekkert Ijótt, en bilið milli brt'ka er í baðstofunni mjótt Nú vildi svo illa til að á baðstofugólfinu stóð næturgagn sem Guðmundur rak fót í og hnaut við svo fólk vaknaði og orti þá Sæmundur Björnsson: Svefnsins firrtur varð ég værð, vert er slíkt að muna er bölvuð lontan ólm og ærð anaði í hlandkolluna. Þú hefur vaðið raman reyk, rétt er slíkt að muna er fjandann með þérfékkst í leik aðfala hlandkolluna. Er nú nóg komið af gestavísum og rétt að slá bom í þáttinn með vísu sem Guðmundur E. Geirdal orti við þann þekkta hagyrðing Jón S. Bergmann: Þér er tungan þeygi treg. - Þúsund sálum hlýnar, þar sem fijálsar fara um veg ferskeytlumar þínar. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 #fieygarðshornið Lykillinn að langlífi? Jónas gamli var í heilsurækt- inni þar sem hann stóð fyrir framan spegilinn og dáðist að sjálfum sér. I kringum hann stóð hópur manna og allir voru þeir yngri en hann þótt þeir kæmust ekki í hálfkvisti við hann hvað hreysti varðaði. „Lítið á mig,“ sagði hann borginmannlega og barði hressilega í magann á sér eftir að hafa gert einar 100 magaæf- ingar. „Stálhraustur! Viljið þið vita leyndarmálið? Eg reyki ekki, drekk ekki dropa af á- fengi, fer alltaf snemma að sofa og snemma á fætur og síð- ast en alls ekki síst, ég eltist ekki við lausgirt kvenfólk!" Hann brosti við ungu mönn- unum svo skein í sápuóperu- brosið. „Og á morgun piltar, á morgun, þá ætla ég að halda upp á 96 ára afmælisdaginn minn!“ ,Já, er það?“ spurðu ungu mennimir einum rómi. „Það verður vandasamt verk.“ Ragúel undra- maður Það var óvenju kalt þegar Sig- urvin gekk út úr húsinu sínu einn morguninn svo hann á- kvað að taka leigubíl. Hann gekk út á götuna, rétti upp höndina og í sömu andrá renndi leigubíll upp að honum og stöðvaði. Bílstjórinn sagði: „Frábær tímasetning. Alveg eins og hjá honum Ragúel.“ „Hverjum segirðu?" spurði Sigurvin hissa. „Honum Rag- úel Jónssyni. Það var sko mað- ur sem gerði allt rétt. Eins og þú núna, ég kom akandi rétt í þann mund sem þig vantaði bíl. Þannig hefði það verið hjá Ragúel. I hvert einasta sinn.“ Sigurvin reyndi að andmæla og sagði rólega: „Það lenda nú aliir einhvern tímann í vand- ræðum.“ „Nei, ekki hann Rag- úel. Hann var stórkostlegur í- þróttamaður, hefði getað orð- ið atvinnumaður í tennis og spilaði golf eins og sjálfur Ti- ger Woods og jafúvel betur. Söng eins og óperustjarna og dansaði betur en Heiðar Ast- valds á góðum degi.“ ,Ja, það var greinilega eitthvað í hann spunnið," sagði Sigurvin og bílstjórinn hélt áfram: „Hann var með algert ljósmynda- minni. Mundi afmælisdaga allra sem hann hitti. Hann vissi allt um vin, hvaða gaffal átti að nota með hvaða rétt. Hann gat lagað allt. Ekki eins og ég. Ef ég reyni að skipta um öryggi, þá fer rafmagnið af öllu hverfinu.“ „Eg er ekki hissa þó þú munir eftir hon- um,“ sagði Jónas hrifinn. ,Ja, ég hef nú eiginlega aldrei hitt hann,“ sagði bílstjórinn. „Nú, af hverju í ósköpunum veistu þá svona mikið um hann?“ spurði Sigurvin. „Eg kvæntist ekkjunni hans.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.