Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 45. tbl. 4. árg. 8. nóvember 2001____Kr. 250 í lausasölu Hilmar Hákonar- ✓ son í IA? Samkvæmt heimildum Skessu- homs hafa forsvarsmenn IA sett sig í samband við Hilmar Hákon- arson, leikmann Skallagríms, og boðið honum að æfa með félag- inu í einhvem tíma til reynslu. Ef Hilmar stendur sig vel má reikna með að hann semji við Islands- meistarana innan tíðar. Hilmar, sem er 31 árs, hefur undanfarin sjö ár leikið með Skallagrím við góðan orðstír og var meðal ann- ars kjörinn leikmaður ársins í haust. Hilmar hugðist leggja skóna á hilluna eftir síðasta tíma- bil en nú virðist sem hann verði að taka þá ffam að nýju, í bili að minnsta kosti. HJH Tveir teknir fyrir fíkniefiianeyslu Tveir ungir menn vom handtekn- ir á bílaplani á Akranesi um síðustu helgi grunaðir um Skniefhanotkun. Að sögn lögreglu komu lögreglu- þjónar að mönnunun tveimur seint á laugardagskvöld þar sem þeir sám í kyrrstæðum bíl. í fóram þeirra fundust fíkniefni og hafa mennimir viðurkennt vörslu og neyslu þeirra. Um lítið magn mun hafa verið að ræða og eingöngu til eigin nota. Málið telst því upplýst. Samkvæmt upplýsingum ffá lög- regltmni á Akranesi mun það heyra til undantekninga að slík mál komi upp og þau hafa ekki verið mörg síð- ustu misserin þrátt fyrir markvisst eftirlit. GE Varmalandsskóli Lokun skólaskjóls mælist illa fyrir hjá Bifrestingum Stjórnendur Viðskiptaháskólans á Bifföst era óhressir með þá á- kvörðun stjórnenda Varmalands- skóla að loka skólaskjóli og hætta að bjóða upp á dagskrá fyrir yngstu nemendurna á föstudögum. Þar til í vetur hefur ekki verið kennsla í Varmalandsskóla fyrir yngstu nem- endur grannskólans á föstudögum en í haust var tekin upp sú ný- breytni að hafa dagskrá fyrir þá í formi tómstundaskóla Borgarbygg- ðar og skólaskjóls. „Skólaskjólinu og tómstunda- skólanum var lokað án nokkurs fyr- irvara og án samráðs við okkur en um 40% nemenda Varmalands- skóla koma frá Bifröst,“ segir Run- ólfur Agússton rektor viðskiptahá- skólans. „Það hefur sýnt sig aftur og aft- ur að það er lítill vilji hjá skóla- nefndinni til að sinna þörfum nemenda héðan og þetta fyrir- komulag, að hafa aðeins fjögurra daga skóla fyrir yngstu nemend- urna hentar okkur mjög illa. Við munum því leita annarra leiða og meðal annars kemur til greina að nemendum frá Bifröst verði hrein- lega kennt þar eða þeir keyrðir í Borgarnes. Okkar fyrsta skref verður náttúralega að fara í við- ræður við sveitarfélagið um viðun- andi lausn,“ segir Runólfur. Þorkell Fjeldsted formaður skólarekstrarnefndar Varmalands- skóla segir að lengi hafi verið nokkrir agnúar á samstarfi milli Bifrastar og Varmalandsskóla. „Það sem málið snýst um er að þarfirnar era mismunandi. A Bif- röst hefur myndast þéttbýli með aðrar þarfir og önnur sjónarmið en í sveitinni og það skapar vissa togstreitu. Menn hafa hinsvegar alltaf getað talað saman og ég trúi ekki öðru en við leysum þetta mál,“ segir Þorkell. GE Vatna- leiðin opnuð Fjöldi manna var við- staddur athöfn við Selvalla- vatn á Vatnaleið síðastlið- inn föstudag þrátt fyrir vonskuveður enda var opn- un hins nýja vegar stór við- burður í samgöngusögu Vesturlands. Það var Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra og fyrsti þingmaður Vestur- lands, sem klippti á borð- ann sem lokaði veginum og afhjúpaði síðan minnis- varða um vegagerðina á út- skoti á veginum. Sjá bls. 2 Hitaveita Kolviðamess teldn í notkun Bærinn Hrútsholt í Eyja- og Miklaholtshreppi var fyrir skemmstu fyrsti bærinn til að tengjast Hitaveitu Kolviðarness, svokallaðri. Að sögn Einars Matthíasar Þórarinssonar, bónda í Hrútsholti, hefur þó enn einungis verið tengt inn í fjós til hans. „Það er alveg stórkostlegur munur fyrir okkur hérna að hafa hitaveitu, ekki síst í fjósinu. Eg þvæ allt mjalta- kerfið með heita vatninu og hita mjólkina fyrir kálfana, en þetta út- heimtir mikið af mjög heitu vatni og nú þarf maður ekki að spara það eins og áður. Eins og er þá fáum við úr krananum um 60 gráðu heitt vatn en það er um 70 gráðu heitt þegar það kemur upp úr bor- holunni. Þá er rennslið sex sek- úndulítrar eins og er en það á eftir að stilla það af betur,“ segir Einar. Auk Kolviðarness og Hrúts- Borholan í landi Kolviðamess og Hrútsholt í haksýn. holts er hitaveitan samstarfsverk- Rauðkollsstaðar, Hömlaholts og efni Dalsmynnis, Söðulskots, Hausthúsa. smh , ... •---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Y kynn/ng, föstudagifm\9Tnóv fráki*Í4%l8 Hyrnutorgi GÓður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.