Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 ^kUsunuti ÍUTí þrot Islensk Upplýsingatækni í Borgarnesi hefur hætt starfsemi og verður fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta á næstu dögum. Astæðan mun vera fyrst og fremst gífurlegur samdráttur í upplýsingatæknigeiranum. Ljóst er að hluti starfseminnar verður áfram til staðar í Borgamesi en þrír fýrrverandi starfsmenn IUT, þeir Þór Þorsteinsson, Bjarki Már Karlsson og Ólafiir Helgi Haraldsson. hafa keypt hugbúnaðardeildina sem sér- hæfir sig í vefsmíði og stofnað fyrirtækið Nepal hugbúnaður. Hinsvegar er óljóst hvað verður um verslun fýrirtækisins sem rekin var í Hymutorgi. Henni hefur verið lokað og óvíst hvort hún verður seld eða rekstrinum hætt. GE OR sameignarfélag? Hlutur Akranesbæj- ar yrði 5% Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum lagði Alfreð Þor- steinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, til á stjómarfundi í síðustu viku að Orkuveitunni yrði breytt í sam- eignarfélag og telur hann breyt- inguna nauðsynlega. Tillagan hefur þó ekki verið afgreidd endanlega því hún var einungis lögð fram dl kynningar á fundinum en afgreiðslunni var ffestað til næsta fundar. I greinargerð kom meðal ann- ars fram að lánskjör muni hald- ast óbreytt og að Akranesbær muni eiga 5% í fýrirtækinu, Hafnarfjörður 1 % og Garðabær 0,5%. SÓK Garða- völlur vinsæll I sumar komu að minnsta kosti tvöfalt fleiri kylfingar á Garðavöll á Akranesi til þess að leika golf miðað við árið áður samkvæmt uppgjöri Golfklúbbs- ins Leynis. Arið í ár er það fýrsta sem allir gestir vallarins em skráðir. Rúmlega 11 þúsund kylfingar léku á vellinum í sum- ar enda virðist ekkert lát á vin- sældum hans og keppast menn nánast við að lofa hann í fjöl- miðlum og annars staðar. Vin- sældir vallarins hafa ekki hvað síst aukist hjá yngstu kylfingun- um en þess má geta að um 80 kylfingar 15 ára og yngri em fé- lagsmenn í Golfklúbbnum Leyni. SÓK Vatnaleiðin formlega opnuð Það var stór stund fýrir marga Snæfellinga þegar Sturla Böðvars- son mundaði skærin við Selvalla- vatn síðastliðinn föstudag og opn- aði þar með formlega hina nýju Vatnaleið. Fjöldi manns var þar samankominn og fagnaði þessari miklu samgöngubót þrátt fýrir vonskuveður og göntuðust menn meðal annars með hvort veðrið væri kannski skárra á Kerlingar- skarðinu. Öllum viðstöddum bar saman um að hin nýja leið yfir Snæ- fellsnesfjallgarðinn væri hin skemmtilegasta enda landslagið á heiðinni stórbrotið og útsýnið fag- urt. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði í ávarpi sínu við opnun vegarins að nokkur andstaða hefði verið gegn hinu nýja vegstæði út frá náttúruverndarsjónarmiðum þar sem þarna var farið yfir ósnortin heiðarlönd. Hann sagði að fýrir vikið hefði verið lögð enn frekari á- hersla á nærgæmi við umhverfið og sagði ljóst að vel hefði til tekist bæði með hönnun og lagningu veg- arins. Stærsti áfanginn Smrla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði í samtali við Skessuhorn að Vatnaleiðin væri án efa einn stærsti ef ekki stærsti áfanginn í vegagerð á þessu ári og gífurlega mikilvæg samgöngubót. „Þessi veg- ur á eftir að hafa mikil og jákvæð á- hrif bæði fýrir Snæfellinga og alla þá sem hingað vilja leggja leið sína.“ Smrla vildi ekki gera mikið úr andstöðu náttúruverndarsinna og sagðist ekki trúa öðra en full- komin sátt ríkti um veginn nú þeg- ar menn sæju hvernig til hefði tek- ist. „Það var fullkomin samstaða um þetta vegstæði meðal sveitar- stjórna og heimamanna almennt og niðurstaðan talar sínu máli. Hér hefur vel til tekist í alla staði,“ sagði Sturla. Kvótinn ekki búinn Vamaleiðin er síðasti stóri áfang- inn í vegagerð á Vesmrlandi sem tekinn er í notkun á þessu ári en á undanförnum misseram hafa vega- framkvæmdir í landshlutanum ver- ið mjög umfangsmiklar. Fyrir fáum dögum var Vatnshamraleið í Borg- arfirði formlega opnuð og í haust var einnig lokið við að leggja bund- ið slitlag á hluta fróðárheiðar og vegarins um Breiðuvík á Snæfells- nesi. Þá eru framkvæmdir hafnar við síðasta áfangann á Bröttu- brekku. Einnig má rifja upp að ekki er langt síðan Gilsfjarðarbrú var tekin í notkun og einnig Hvalfjarð- argöng og vegurinn fýrir Búlands- höfða. Sturla segir að þótt mikið hafi unnist á stuttum tíma í vega- gerð á Vesturlandi þá sé nóg eftir. „Það hittist þannig á að á smtmrn tíma hefur náðst að ljúka nokkrum stóram áföngum sem vora orðnir aðkallandi en því fer fjarri að nóg sé að gert.“ GE Franciskusystur í Stykkishólmi ætla út úr spítalarekstri Bjóða SnæfeUingum 15% af hlut sínum Franciskusysmr í Stykkishólmi hafa kannað áhuga sveitarstjórna á Snæfellsnesi að þiggja 15% að gjöf af hlut sínum í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Barst sveitarfélögun- um erindi þeirra í gegnum héraðs- ráð Snæfellinga og mun Héraðs- nefnd Snæfellinga taka formlega af- stöðu til gjafarinnar á aðalfundi hennar síðar í þessum mánuði. Munu sveitarfélögin þá þurfa að hafa tekið afstöðu en á bæjarstjórn- arfundi Stykkishólmsbæjar þann 29. október sl. var samróma sam- þykkt að þiggja gjöfina. Aðrar sveit- arstjómir hafa ekki tekið formlega afstöðu til gjafarinnar. Samkvæmt heimildum Skessu- horns mun tilgangur Francisku- systra með gjöf þessari m.a. vera sá að losa sig út úr rekstrinum og fela þannig sveitarfélögunum kosmað- arhlutdeild sína í framkvæmdum spítalans og kaupum á tækjabúnaði. Hin 85 prósentin af kostaðarhlut- deildinni ber ríkið. smh Enn deilt um saudfjárslátrun Dalamenn segja kaupfélögin hafa brotið leigusamning Þótt hefðbundinni slámrtíð sé nánast lokið era málefni sauðfjár- slátranar sem vora hvað mest í um- ræðunni í haust ekki til lykta leidd. Sem kunnugt er gekk Dalabyggð inn í samning nokkurra kaupfélaga um leigu á sláturhúsum Goða hf sem nú heitir Kjömmboðið hf. og stóð fýrir sauðfjárslátran í slámr- húsinu í Búðardal. Dalamenn era hinsvegar ekki sáttir við efhdir á þeim samningi og segir Haraldur Líndal sveitarstjóri að kaupfélögin hafi ekki staðið við sitt. „I okkar samningi við þessi kaupfélög er á- kvæði um að við getum haft með þeim samstarf um útflumingskjöt. Við átmm að fá kjöt úr útflutnings- húsi hjá þeim og þeir kjöt frá okkur á innanlandsmarkað í staðinn. I lok sláturtíðar neita þeir okkur hins- vegar um þetta samstarf og enn einu sinni verðum við að leita til lögffæðings vegna okkar samskipta við þá. Þeir stóðu heldur ekki við það sem um var samið að losa hús- ið í Búðardal á umsömdum tíma og þar var kjöt ffá Goða alla slámrtíð- ina sem var fýrir okkur. Þeir hafa einfaldlega þverbrotið samninginn og það er mjög alvarlegt mál og að sjálfsögðu munum við leita réttar okkar,“ segir Haraldur. Tómt fleipur Guðsteinn Einarsson kaupfélags- stjóri í Borgamesi hafnar alfarið á- sökunum Haraldar og segir hann fara með fleipur. „Við buðum Dala- mönnum alhliða samstarf um af- semingu afurðanna bæði hvað varð- ar innanlandsmarkað og útfluming. Því höfiiuðu þeir. Það er hinsvegar inni í samningnum ákvæði þess efti- is að aðilar geti átt samstarf um út- flutning en þar er ekkert sem segir að svo þurfi að vera. Við heyrðum hinsvegar elckert ffá þeim um út- fluminginn fýrr en ffesturinn til að tilkynna hver sæi um útflutninginn var útranninn. Það sem gerðist í sláturtíðinni var að þeir buðu yfir- verð á öllum vígstöðvum, m.a. fýrir útflutningskjöt sem gerði það að verkum að það fór það mikið af kjöti þangað að við áttum ekki einu sinni nóg í útflutning fýrir sjálfa okkur og þurffum að leita til Norðlenska. Við voram allir af vilja gerðir að aðstoða Dalabændur við að losna við sitt kjöt en það hefur komið í ljós í þessum samskipmm að Haraldur Líndal er einfaldlega ekki merkilegur papp- ír,“ segir Guðsteinn. GE Brunaöryggis- mál í Hvalfjarð- argöngum Bnina- máJastjóri vill koma málumí lag Á fundi Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins (SHS) nýverið var ákveðið að taka branaeftir- lits- og viðbragðsþátt vegna brunavama upp við Brunamála- stofnun. Það ætti í sjálfu sér ekki sérstakt erindi í Skessuhorn nema fyrir þær sakir að brunaör- yggismál í Hvalíjarðargöngun- um komu þar talsvert við sögu. Niðurstaða fundarins var sú að koma því á hreint hvort Slökkvilið Akraness eða SHS eigi að fara með lögsögu í göng- unum en SHS hefur nú lögsögu út að miðju ganganna. Brana- málastjóri hefur tílkynnt að vinna eigi brátt að hefjast til að koma branaöryggismálum í Hvalfjarðargöngunum í lag og stefnt er að æfingu þar innan 3- 4 mánaða en aðeins ein æfing hefur farið ffam í göngunum ffá opnun þeirra. Það var þann 10. júlí 1998 en stjóm Spalar ehf. hefur ítrekað farið ffam á að slíkar æfingar verði haldnar en fyrr á þessu ári var hætt við að halda æfingu sem hafði verið á- formuð. SÓK SnæfeUs- og Hnappadalssýsla Ný staða umsjónar- manns Bsta- og menning- armála I bígerð munu vera breytingar á starfsmannahaldi í lista- og menningarmálum Snæfellsbæj- ar. Fyrírhuguð mun vera ráðning starfsmanns sem hafa mun um- sjón með starfsemi Pakkhússins í Olafsvík og gegna forstöðu fyr- ir bókasafnið þar, auk þess sem starfsmaðurinn mun hafa um- sjón með öðram lista- og menn- ingartengdum þáttum sem bær- inn hefur á könnu sinni. Mun standa til að auglýsa stöðuna á næstu vikum, smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.